„Má ekki vera of upptekinn að vera poppstjarna á Íslandi“ Ólöf Skaftadottir skrifar 26. júní 2014 10:00 Unnsteinn Manuel Stefánsson hefur sólóferil sinn undir nafninu Uni Stefson í dag með útkomu lagsins Enginn grætur. Mynd/Saga Sig „Í byrjun árs fór ég til Berlínar til þess að semja, aðallega til að byrja á næstu Retro Stefson-plötu. Það er fínt að vera í Berlín í einangrun og það komu dagar þar sem ég hitti engan og kom ekki einu sinni upp orði. Það var eftir nokkra þannig daga sem ég var alveg að farast vegna þess að mér fannst ég ekki geta sungið, og í miðri sjálfsvorkunninni mundi ég eftir þessu ljóði sem ég hafði lært í kórnum. Svo að ég tók upp gítar og söng nýja laglínu með alls konar hljómum undir. Og úr varð þetta lag,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson, sem hyggst á næstu misserum gefa út lög undir nafninu Uni Stefson. Fyrsta lagið, Enginn grætur, lítur dagsins ljós í dag. „Þegar ég er að semja tónlist þá reyni ég bara að vinna sem mest án þess að setja mig í stellingar fyrir eitthvert eitt ákveðið verkefni. Svo flokka ég lögin seinna, oftast með bróður mínum, og við sjáum hvaða lög henta í hvaða verkefni,“ útskýrir Unnsteinn, sem finnst best að semja nýtt efni í útlöndum eða í Bjarnarfirði. „Maður má ekki verða of upptekinn af því að vera poppstjarna á Íslandi,“ segir hann og hlær. „Dagana eftir að ég samdi þetta lag þá fór ég að skoða gömul lög sem ég hafði alltaf ætlað mér í sóló-bankann og prófaði að skrifa nokkra íslenska texta yfir. Mér fannst það mjög frelsandi sköpun með minna álagi á markaðsvitundina sem er innprentuð djúpt í huga flestra poppara. En það er einmitt markaðsvitundin sem gerir popptónlist að popptónlist. Hvað selur? Hvað fær spilun? Því að popptónlist getur verið hvaða tónlistarstefna sem er, á meðan hún selur. Rammstein var popptónlist þegar þeir komu hingað 2001 og Schoolboy Q er popptónlist í dag, þótt þetta séu rappari og þungarokkshljómsveit ef við pælum í stefnunum.“Retro Stefson taka aftur upp þráðinn síðar á árinu.VÍSIR/Magnús AndersenFyrsta lag Unnsteins í sólóverkefninu er á íslensku, en hann syngur vanalega á ensku með hljómsveit sinni Retro Stefson. „Mér finnst mjög gaman að syngja á íslensku, fyrir utan smá tíma í kringum kosningarnar þar sem ég fékk algjört ógeð á því að syngja rómantísk ljóð á sama tíma og nokkrir einstaklingar í samfélaginu munduðu hakakrossinn í vasanum. En svo fattaði ég að þessi ljóð eru ekki síður hluti af mínum menningararfi og ég „má“ alveg syngja þau jafn mikið og hver annar söngvari. Ég held ég sé að komast að því að mér líður best í minni listsköpun þegar ég geri það sem ég vil, frekar en það sem fólk heldur að ég ætti að gera. Maður á aldrei að fara beinu brautina og aldrei að fá sér sæti, því um leið og þú sest í sófann þá ferðu að gera leiðinlega tónlist,“ segir Unnsteinn og hlær. „Ég hef aldrei þorað að gefa út sólóefni vegna þess hvað fólk myndi halda að yrði um bandið. En ég lít á bandið sem kollektív af nokkrum krökkum úr Austurbæjarskóla sem munu koma saman næstu áratugina til þess að gleðja fólk og sjokkera til skiptis. Retro Stefson er kjarninn. Retro Stefson er popptónlist,“ segir Unnsteinn að lokum.Retro Stefson í hvíld en ekki hættÞó að Unnsteinn sé um þessar mundir að leggja mesta áherslu á sólóferilinn segir hann að Retro Stefson sé ekki hætt. En hljómsveitin er í hvíld. „Ef ég myndi gera það sem fólk býst við af mér, þá myndi ég setjast í sófann og semja Glow tíu sinnum í viðbót og gefa út plötu og spila á fullt af tónleikum. En það væri ekki gaman fyrir mig, hvað þá krakkana í bandinu. Við spiluðum yfir okkur á seinasta ári, en það var líka bara gaman. Það bjargaði hljómsveitinni að fá Hermigervil inn og bandið varð bara betra. En á meðan við spilum alltaf sama efnið þá verður lítil þróun í tónlistinni, það væri svo leiðinlegt að gefa út eins plötu og síðast. Allavega fyrir Retro Stefson, þar sem hver plata hljómar eins og ný hljómsveit. Mér finnst það mjög mikilvægt þema. Við erum núna að skipuleggja upptökur á næstu plötu. Æfingarnar byrja strax í haust og svo upptökur í janúar. Aðalmálið fyrir bandið er að fá erlendan upptökustjóra með nýja sýn á verkefnið.“ Lagasmíðarnar fyrir þá plötu hafa verið í gangi í einhvern tíma, en það er mikilvægt að restin af bandinu sé aktív á meðan í öðrum verkefnum. Nokkrir eru í myndlistarnámi og svo eru t.d. Logi (Young Karin) og Hermigervill með frábærar plötur á leiðinni.“ Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
„Í byrjun árs fór ég til Berlínar til þess að semja, aðallega til að byrja á næstu Retro Stefson-plötu. Það er fínt að vera í Berlín í einangrun og það komu dagar þar sem ég hitti engan og kom ekki einu sinni upp orði. Það var eftir nokkra þannig daga sem ég var alveg að farast vegna þess að mér fannst ég ekki geta sungið, og í miðri sjálfsvorkunninni mundi ég eftir þessu ljóði sem ég hafði lært í kórnum. Svo að ég tók upp gítar og söng nýja laglínu með alls konar hljómum undir. Og úr varð þetta lag,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson, sem hyggst á næstu misserum gefa út lög undir nafninu Uni Stefson. Fyrsta lagið, Enginn grætur, lítur dagsins ljós í dag. „Þegar ég er að semja tónlist þá reyni ég bara að vinna sem mest án þess að setja mig í stellingar fyrir eitthvert eitt ákveðið verkefni. Svo flokka ég lögin seinna, oftast með bróður mínum, og við sjáum hvaða lög henta í hvaða verkefni,“ útskýrir Unnsteinn, sem finnst best að semja nýtt efni í útlöndum eða í Bjarnarfirði. „Maður má ekki verða of upptekinn af því að vera poppstjarna á Íslandi,“ segir hann og hlær. „Dagana eftir að ég samdi þetta lag þá fór ég að skoða gömul lög sem ég hafði alltaf ætlað mér í sóló-bankann og prófaði að skrifa nokkra íslenska texta yfir. Mér fannst það mjög frelsandi sköpun með minna álagi á markaðsvitundina sem er innprentuð djúpt í huga flestra poppara. En það er einmitt markaðsvitundin sem gerir popptónlist að popptónlist. Hvað selur? Hvað fær spilun? Því að popptónlist getur verið hvaða tónlistarstefna sem er, á meðan hún selur. Rammstein var popptónlist þegar þeir komu hingað 2001 og Schoolboy Q er popptónlist í dag, þótt þetta séu rappari og þungarokkshljómsveit ef við pælum í stefnunum.“Retro Stefson taka aftur upp þráðinn síðar á árinu.VÍSIR/Magnús AndersenFyrsta lag Unnsteins í sólóverkefninu er á íslensku, en hann syngur vanalega á ensku með hljómsveit sinni Retro Stefson. „Mér finnst mjög gaman að syngja á íslensku, fyrir utan smá tíma í kringum kosningarnar þar sem ég fékk algjört ógeð á því að syngja rómantísk ljóð á sama tíma og nokkrir einstaklingar í samfélaginu munduðu hakakrossinn í vasanum. En svo fattaði ég að þessi ljóð eru ekki síður hluti af mínum menningararfi og ég „má“ alveg syngja þau jafn mikið og hver annar söngvari. Ég held ég sé að komast að því að mér líður best í minni listsköpun þegar ég geri það sem ég vil, frekar en það sem fólk heldur að ég ætti að gera. Maður á aldrei að fara beinu brautina og aldrei að fá sér sæti, því um leið og þú sest í sófann þá ferðu að gera leiðinlega tónlist,“ segir Unnsteinn og hlær. „Ég hef aldrei þorað að gefa út sólóefni vegna þess hvað fólk myndi halda að yrði um bandið. En ég lít á bandið sem kollektív af nokkrum krökkum úr Austurbæjarskóla sem munu koma saman næstu áratugina til þess að gleðja fólk og sjokkera til skiptis. Retro Stefson er kjarninn. Retro Stefson er popptónlist,“ segir Unnsteinn að lokum.Retro Stefson í hvíld en ekki hættÞó að Unnsteinn sé um þessar mundir að leggja mesta áherslu á sólóferilinn segir hann að Retro Stefson sé ekki hætt. En hljómsveitin er í hvíld. „Ef ég myndi gera það sem fólk býst við af mér, þá myndi ég setjast í sófann og semja Glow tíu sinnum í viðbót og gefa út plötu og spila á fullt af tónleikum. En það væri ekki gaman fyrir mig, hvað þá krakkana í bandinu. Við spiluðum yfir okkur á seinasta ári, en það var líka bara gaman. Það bjargaði hljómsveitinni að fá Hermigervil inn og bandið varð bara betra. En á meðan við spilum alltaf sama efnið þá verður lítil þróun í tónlistinni, það væri svo leiðinlegt að gefa út eins plötu og síðast. Allavega fyrir Retro Stefson, þar sem hver plata hljómar eins og ný hljómsveit. Mér finnst það mjög mikilvægt þema. Við erum núna að skipuleggja upptökur á næstu plötu. Æfingarnar byrja strax í haust og svo upptökur í janúar. Aðalmálið fyrir bandið er að fá erlendan upptökustjóra með nýja sýn á verkefnið.“ Lagasmíðarnar fyrir þá plötu hafa verið í gangi í einhvern tíma, en það er mikilvægt að restin af bandinu sé aktív á meðan í öðrum verkefnum. Nokkrir eru í myndlistarnámi og svo eru t.d. Logi (Young Karin) og Hermigervill með frábærar plötur á leiðinni.“
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira