Lífið

Ekki tími fyrir partí

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson mætti á frumsýninguna í gær.
Dagur B. Eggertsson mætti á frumsýninguna í gær. Vísir/Arnþór
Í gærkvöldi frumsýndi Sirkus Íslands sýninguna Heima er best í nýju sirkustjaldi á Klambratúni.

„Á frumsýninguna mættu meðal annarra Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona með allan krakkaskarann,“ segir Margrét Erla Maack og bætir við að Vigdís Finnbogadóttir hafi átt að vígja tjaldið en ekki komist. Í stað hennar klipptu á borðann þrjú sirkusbörn sem hafa verið á námskeiði hjá Sirkus Íslands.

Á morgun eru svo tvær sýningar og þrjár á föstudaginn þannig að enginn tími gafst fyrir frumsýningarpartí að sýningu lokinni. Sirkuslistafólkið þarf nefnilega að halda sér í góðu formi þar sem sýningunni fylgir mikið líkamlegt erfiðis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.