Lífið

Fékk fylgd með kaloríusprengju

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Svavar Knútur var að koma heim úr fjögurra mánaða tónleikaferðalagi.
Svavar Knútur var að koma heim úr fjögurra mánaða tónleikaferðalagi. vísir/gva
Svavar Knútur, tónlistarmaður, var á leið heim í gær frá Toronto þar sem hann var að spila á tónlistarhátíð en var stöðvaður við öryggishlið í Leifstöð.

„Ég var bara að koma heim en samt stoppaður út af tveimur hlynsírópsflöskum og vegna þeirra þurfti ég fylgd alveg að tollinum. Ég skil ekki hættuna við þetta síróp, þetta er í mesta lagi kaloríubomba. Greyið öryggisvörðurinn var frekar vandræðalegur með síróp í poka að bíða með mér eftir töskunum. Mér leið eins og ég væri með einkabryta,“ segir Svavar Knútur en hann var að koma úr fjögurra mánaða tónleikaferð um Evrópu sem endaði með stuttri viðkomu í Kanada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.