Lífið

Höll minninganna: Frá Fjölni til Fjölnis

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Þúsundþjalasmiðurinn Fjölnir Þorgeirsson var einu sinni atvinnumaður í billjard.

Söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir fékk billjardborð í jólagjöf þegar hún var 12 ára.

Regína lék í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á Litlu hryllingsbúðinni árið 1999. Þar lék Stefán Karl Stefánsson tannlækninn.

Fjölnir Þorgeirsson.
Stefán Karl lék í leikritinu Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt! Í uppfærslu unglingadeildar Leikfélags Hafnarfjarðar árið 1990. Fimm árum síðar var hann kynnir í söngkeppni framhaldsskólanna. Í þriðja sæti í keppninni var tónlistarmaðurinn Svavar Knútur Kristinsson.

Svavar Knútur var einu sinni með aflitað hár. Söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson var einnig einu sinni með aflitað hár.

Stefán Karl Stefánsson.
Páll Óskar kynnti freestyle-keppni í Tónabæ árið 1994.

Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir bar sigur úr býtum í freestyle-keppni í Tónabæ árið 1986, þá tólf ára. 

Sara, Ásgerður og Elma Lísa Gunnarsdóttir.
Elma Lísa prýddi forsíðu Skinfaxa með Fjölni Þorgeirssyni árið 1997.

Fjölnir og Elma Lísa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.