Lífið

Tískutappar á götunum í Mílanó

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Marglitt Jakki, buxur og vesti sem tóna vel saman hjá Alexander Kraft, stjórnarformanni Sotheby´s.
Marglitt Jakki, buxur og vesti sem tóna vel saman hjá Alexander Kraft, stjórnarformanni Sotheby´s. Vísir/Getty
Þessa dagana fer fram herratískuvikan í Mílanó þar sem sumartískan 2015 er til sýnis á pöllunum. Gestir tískuvikunnar eru sumarlega klæddir þar sem litirnir ráða ríkjum, enda sumar og sól á Ítalíu.

Hjá herrunum eru það tvíhnepptir jakkar og uppábrettar buxur sem eru allsráðandi en hjá dömunum litríkir fylgihlutir og skemmtilegir sandalar.

Það er hægt að fá innblástur fyrir sumarfataskápinn með þessum myndum. 

Það er ekkert jafn sumarlegt og hvítur litur eins og þessi herramaður veit.
Flott sett, pils og toppur, í sumarsólinni í Mílanó.
Taska í bókarformi frá Olympia Le Tan.
Vetrarlegur fatnaður frá Prada á Fame Ornruja blaðamanni.
Flott jakkaföt í ljósum lit.
Röndótti trefillinn setur punktinn yfir i-ið.
Skemmtileg litasamsetning.
Flott taska frá Paula Cademartori.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.