Lífið

Fyrirliði landsliðsins fagnaði afmælinu

Aron Einar Gunnarsson fagnaði afmælinu um helgina.
Aron Einar Gunnarsson fagnaði afmælinu um helgina. Vísir/Getty
Knattspyrnumaðurinn og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, Aron Einar Gunnarsson, hélt upp á 25 ára afmælið sitt með pompi og prakt á skemmtistaðnum Pósthúsbarnum á Akureyri um liðna helgi.

Þegar veisluhöldunum lauk hélt hluti mannskapsins á Götubarinn þar sem rífandi stemning var. Þar mátti sjá þá Sverri Bergmann og Halldór Gunnar Pálsson og léku þeir nokkur lög við góðar undirtektir.

Þá var knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason í góðum gír, ásamt röppurunum Erpi Eyvindarsyni, betur þekktur sem Blaz Roca og Emmsjé Gauta. Fleira tónlistarfólk var einnig á svæðinu, á borð við Unni Birnu Björnsdóttur, Vigni Snæ Vigfússon og hljómsveit Eyþórs Inga, Atómskáldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.