Lífið

Kennir ungu fólki skapandi heimildamyndagerð

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Myndlistaskólinn í Reykjavík býður í fyrsta skipti upp á námskeið af þessu tagi fyrir ungt fólk.
Myndlistaskólinn í Reykjavík býður í fyrsta skipti upp á námskeið af þessu tagi fyrir ungt fólk.
„Við erum að prófa þetta í fyrsta skipti í Myndlistaskólanum að kenna unglingum að nálgast heimildamyndaformið á skapandi hátt,“ segir Ragnheiður Gestsdóttir, myndlistar- og kvikmyndagerðarkona, en hún mun kenna ungu fólki á aldrinum 13-16 ára skapandi heimildamyndagerð á nýju námskeiði í Myndlistaskóla Reykjavíkur.

Ragnheiður hlakkar mikið til að vinna með unga fólkinu. „Krakkar á þessum aldri eru mjög klár og uppfinningasöm. Þetta verður eflaust mjög skemmtilegt.“

Námskeiðið hefst á mánudag og stendur út vikuna en kennslutími verður frá kl. 13-16. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.