Lífið

Ugluþemað sló algjörlega í gegn

Marín Manda skrifar
Elín Heiða og vinir hennar voru ánægð með fínu veisluna.
Elín Heiða og vinir hennar voru ánægð með fínu veisluna.
Berglind Hreiðarsdóttir sem starfar hjá World Class slær ekki slöku við þegar dóttirin á afmæli.

„Krökkunum fannst þetta æðislega skemmtilegt og þá helst litlu kökupinnarnir, hrískökurnar á ísprikunum og poppið í litríku pokunum.

Hugmyndin að afmælinu kom þegar við bjuggum erlendis og Elín Heiða dóttir mín var með ugluþema í herberginu sínu. Svo sáum við þessar afmælisvörur á Amazon og urðum að panta þær,“ segir Berglind Hreiðarsdóttir sem hélt upp á afmæli fimm ára dóttur sinnar með pompi og prakt fyrir skömmu.

Berglind segir að allir áhugasamir um kökugerð og skreytingar geti auðveldlega spreytt sig á ugluþemanu en hún heldur reglulega kökuskreytinganámskeið undir nafninu Gotterí og gersemar.

Á síðunni gotteri.is er að finna ýmsar sniðugar hugmyndir og leiðbeiningar fyrir veislur og skreytingar en einnig er hægt að skrá sig á kökuskreytinganámskeið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.