Lífið

Gengið um miðborgina

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Bókin er 240 blaðsíður í litlu og handhægu broti. Bókaútgáfan Hildur gefur út.
Bókin er 240 blaðsíður í litlu og handhægu broti. Bókaútgáfan Hildur gefur út.
„Það vantar svona bók. Leiðsögumenn segjast hafa verið að sýna fólki allt landið en svo þegar þeir koma til Reykjavíkur standa þeir á gati. Þessari bók er ætlað að fylla upp í það gat.“

Þetta segir Guðjón Friðriksson, rithöfundur og sagnfræðingur, um nýju bókina sína, Reykjavík Walks.

Þar er lýst á ensku máli og með mörgum myndum sex gönguleiðum í miðbæ Reykjavíkur og nágrenni.



Ekki er bara sagt frá sögu og arkitektúr, söfnum og listaverkum heldur líka veitingahúsum, börum og verslunum og svo ýmsu smáskrýtnu og skemmtilegu.

„Ég valdi efnið sjálfur og það er ekkert auglýsingatengt,“ segir höfundurinn.

Bókin er ríkulega myndskreytt og Guðjón segir hana meðal annars hugsaða sem gjafabók eða minjagrip.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.