Er ekkert Grýlubarn Álfrún Pálsdóttir skrifar 20. júní 2014 09:57 Bryndís komst inn í eftirsótt tónsmíðanám við Rytmisk Musik Konservatory í Kaupmannahöfn. Fréttablaðið/Arnþór „Það var ekki á planinu hjá mér að hafa tónlist að atvinnu. Ég ætlaði að verða læknir en tónlistin krækti í mig og yfirtók allt, sem er auðvitað mjög skemmtilegt.“Bryndísi Jakobsdóttur þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Hún er komin af tveimur vinsælustu tónlistarmönnum landsins, þeim Jakobi Frímanni Magnússyni og Ragnhildi Gísladóttur, og hefur því fengið endurkast af sviðsljósinu allt frá blautu barnsbeini. Nú fetar hún í fótspor þeirra, í Kaupmannahöfn, þar sem hún er búsett ásamt tveimur sonum. Bryndís er í stuttu stoppi hér á landi, ástæðan er Secret Solstice Festival þar sem hún kemur fram á morgun, laugardag, kl. 17, ásamt hljómsveit undir nafninu Disa. „Í hljómsveitinni eru danskir vinir mínir úr skólanum sem ég er í og líka utan hans. Það er mjög gaman að fá þau hingað að spila með mér og ég held að ég hafi ekki spilað hérna heima síðan 2011. Ég hef spilað mikið í Danmörku og Þýskalandi en lítið hérna heima svo þetta er spennandi. Þó svo að mér þyki vænst um Ísland af öllum stöðum í heiminum og hjartað alltaf hér, má segja að það sé erfiðara að spila fyrir tíu manns sem maður þekkir vel en þúsund ókunnuga.“Kom út með hreint blað Fimm ár eru síðan Bryndís flutti til Kaupmannahafnar en hún stundar nám í lagasmíði við Rytmisk Musik Konservatory. Henni líkar vel í Kaupmannahöfn sem hún vill meina að sé hæfilega stór borg fyrir sig og sína. Hún er samt ekki komin til Danmerkur til að vera. „Mig langaði að fara þangað sem ég fengi næði til að vera sjálfstæð. Utan heimahaganna er auðveldara að feta sig áfram án þrýstings frá einum eða neinum, án viðmiða og væntinga. Mig langaði ekki til London þar sem ég ólst upp og mér fannst Ameríka allt of stór. Það er frábært að eiga börn í Kaupmannahöfn. Það er sérstaklega frábært að vera tónlistarmaður í Kaupmannahöfn þar sem er fullt af styrkjum úti um allt. Maður eiginlega skilur ekki hvernig þetta gengur upp en það er aldeilis upplagt fyrir mig í þessu tónlistargrúski þar sem maður er að finna sig.“ Bryndís segir að það hafi verið hollt fyrir sig að flytja til Danmerkur og koma sér á framfæri án þess að vera með fjölskyldutengslin hérna heima á bakinu. „Það var mjög gott fyrir mig tónlistarlega séð því ég kom út með hreint blað og fólk spurði mig: „Hvernig listakona ertu?“ og ekki að miða við neitt annað. Ég var ekki litla grýlubarnið. Það tekur tíma að búa til tengsl.“ Oft ruglað saman við barnfóstruna Bryndís á strákana Magnús og Jóhannes Karl sem eru þriggja og hálfs og tveggja ára gamlir, sjálf er hún tuttugu og sex ára og því nokkuð ung í barneignum miðað við þá þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár þar sem meðalaldurinn í barneignum er alltaf að verða hærri og hærri. „Þetta er ungt og mér hefur oft verið ruglað saman við barnfóstruna þegar ég er með strákana í strætó, ómáluð í náttfötunum, þar sem maður virkar yngri. Úti í Danmörku eru konur líka að bíða með barneignir alveg fram undir fertugt. En ég er alveg búin núna. Tveir eru nóg í bili,” segir Bryndís brosandi og heldur áfram. „Þetta hefur verið draumur minn númer eitt síðan ég var þriggja ára. Var búin að finna nöfn og allt. Fyrsti og stærsti draumur minn alla tíð.“Mads Mouritz, barnsfaðir Bryndísar, er einnig tónlistarmaður en saman skipa þau dúettinn Song for Wendy. Bryndís segir vinnutíma tónlistarbransans ekki vera þann fjölskylduvænsta. „Þetta er oft púsluspil en svona var ég alin upp líka. Strákarnir koma oft með á tónleika og í stúdíó. Það kom fyrir að ég var að gefa brjóst og taka upp á sama tíma. Svo vinnur maður líka bara meira á kvöldin. Sem er allt í lagi. Danir er líka svo ofurskipulagðir og ég er sko alls ekki með það í mér. Mjög fínt fyrir mig en Danirnir mega líka taka smá af þessu „þetta reddast“ hugarfari Íslendinga. Besta blandan er sitt lítið af hvoru tveggja.“Bryndís Jakobsdóttir söngkonaVísirHefur hent heilli plötu Bryndís er komin á samning hjá danska útgáfufyrirtækinu Tiger Spring, og er fyrsta smáskífan væntanleg með haustinu. Hún kemur út á netinu og ræðst af viðbrögðum hvar Bryndís fylgir henni eftir, hvort sem það verður í Brasilíu eða Evrópu. „Ég á efni í þrjár plötur og hef tekið upp heila plötu og hent henni. Tekið upp smáskífu og hent henni. Það var ekki nógu gott. Og mér finnst það fínt, lærdómsríkt. Mig langaði í ákveðinn hljóm og var með ákveðin lög í huga. Svo gerði ég plötuna og hún varð ekki að því sem mig langaði. Þá vildi ég bara halda áfram þangað til ég yrði sátt. Þetta tekur tíma og verður að fá að gera það,“ segir Bryndís og viðurkennir að hún sé ákveðinn fullkomnunarsinni þegar kemur að tónlistinni. „Á sumu sviðum, já. Með laglínur og söng. Þar er ég næstum óþolandi. En svo er ég líka hrifin af því að hafa hlutina hráa. Ef mér finnst ekki eitthvað vera geggjað þá er ekki þess virði að gefa það út.“ Hún kveðst stundum leita til foreldra sinna varðandi tónlistarráðgjöf og segir þau vera meira vini en hefðbundna foreldra. „Þau eru svo ung í anda og það er engin hlutverkaskipting okkar á milli. Hefur alltaf verið þannig. Þau eru alltaf jákvæð og stuðningsrík. Ég sendi þeim stundum lög ef ég er ánægð og fæ alltaf góð viðbrögð frá þeim. Ég gæti örugglega ropað í míkrófóninn og þeim fyndist það æðislegt,“ segir Bryndís hlæjandi. Bryndís Jakobsdóttir söngkonaEn hvar væri hún ef hún hefði ekki farið í tónlistina? „Ég ætlaði alltaf að verða sálfræðingur. Opna mína eigin stofu, læra nálastungu og eyða dögunum með róandi tónlist og ilmkerti. Ég var líka með læknadraum. Núna er tónlistin eitthvað sem ég á að gera. Hitt gerist bara seinna.“Nýjar áskoranir Bryndís veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér en hana langar til að prufa að búa annars staðar en í Danmörku. Hún á eitt ár eftir af námi sínu og verður þá bachelor í lagasmíðum. Hún er mjög ánægð með námið en þar hefur hún kynnst mismunandi stílum í tónlist. „Það er góður titill og ég er spennt að klára. Ég er búin að kynnast fullt af góðu fólki og náð að finna mig í lagasmíðunum. Ég finn samt að ég er búin með Danmörku og langar að nálgast nýjar áskoranir annars staðar. Byggja nýtt tengslanet og fá nýjan innblástur,“ segir Bryndís sem hefur ekki áhyggjur af því að fara á flakk með fjölskylduna. „Það krefst bara öðruvísi skipulags og er áskorun. Einhvern veginn þá reddast hlutirnir alltaf.“ Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
„Það var ekki á planinu hjá mér að hafa tónlist að atvinnu. Ég ætlaði að verða læknir en tónlistin krækti í mig og yfirtók allt, sem er auðvitað mjög skemmtilegt.“Bryndísi Jakobsdóttur þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Hún er komin af tveimur vinsælustu tónlistarmönnum landsins, þeim Jakobi Frímanni Magnússyni og Ragnhildi Gísladóttur, og hefur því fengið endurkast af sviðsljósinu allt frá blautu barnsbeini. Nú fetar hún í fótspor þeirra, í Kaupmannahöfn, þar sem hún er búsett ásamt tveimur sonum. Bryndís er í stuttu stoppi hér á landi, ástæðan er Secret Solstice Festival þar sem hún kemur fram á morgun, laugardag, kl. 17, ásamt hljómsveit undir nafninu Disa. „Í hljómsveitinni eru danskir vinir mínir úr skólanum sem ég er í og líka utan hans. Það er mjög gaman að fá þau hingað að spila með mér og ég held að ég hafi ekki spilað hérna heima síðan 2011. Ég hef spilað mikið í Danmörku og Þýskalandi en lítið hérna heima svo þetta er spennandi. Þó svo að mér þyki vænst um Ísland af öllum stöðum í heiminum og hjartað alltaf hér, má segja að það sé erfiðara að spila fyrir tíu manns sem maður þekkir vel en þúsund ókunnuga.“Kom út með hreint blað Fimm ár eru síðan Bryndís flutti til Kaupmannahafnar en hún stundar nám í lagasmíði við Rytmisk Musik Konservatory. Henni líkar vel í Kaupmannahöfn sem hún vill meina að sé hæfilega stór borg fyrir sig og sína. Hún er samt ekki komin til Danmerkur til að vera. „Mig langaði að fara þangað sem ég fengi næði til að vera sjálfstæð. Utan heimahaganna er auðveldara að feta sig áfram án þrýstings frá einum eða neinum, án viðmiða og væntinga. Mig langaði ekki til London þar sem ég ólst upp og mér fannst Ameríka allt of stór. Það er frábært að eiga börn í Kaupmannahöfn. Það er sérstaklega frábært að vera tónlistarmaður í Kaupmannahöfn þar sem er fullt af styrkjum úti um allt. Maður eiginlega skilur ekki hvernig þetta gengur upp en það er aldeilis upplagt fyrir mig í þessu tónlistargrúski þar sem maður er að finna sig.“ Bryndís segir að það hafi verið hollt fyrir sig að flytja til Danmerkur og koma sér á framfæri án þess að vera með fjölskyldutengslin hérna heima á bakinu. „Það var mjög gott fyrir mig tónlistarlega séð því ég kom út með hreint blað og fólk spurði mig: „Hvernig listakona ertu?“ og ekki að miða við neitt annað. Ég var ekki litla grýlubarnið. Það tekur tíma að búa til tengsl.“ Oft ruglað saman við barnfóstruna Bryndís á strákana Magnús og Jóhannes Karl sem eru þriggja og hálfs og tveggja ára gamlir, sjálf er hún tuttugu og sex ára og því nokkuð ung í barneignum miðað við þá þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár þar sem meðalaldurinn í barneignum er alltaf að verða hærri og hærri. „Þetta er ungt og mér hefur oft verið ruglað saman við barnfóstruna þegar ég er með strákana í strætó, ómáluð í náttfötunum, þar sem maður virkar yngri. Úti í Danmörku eru konur líka að bíða með barneignir alveg fram undir fertugt. En ég er alveg búin núna. Tveir eru nóg í bili,” segir Bryndís brosandi og heldur áfram. „Þetta hefur verið draumur minn númer eitt síðan ég var þriggja ára. Var búin að finna nöfn og allt. Fyrsti og stærsti draumur minn alla tíð.“Mads Mouritz, barnsfaðir Bryndísar, er einnig tónlistarmaður en saman skipa þau dúettinn Song for Wendy. Bryndís segir vinnutíma tónlistarbransans ekki vera þann fjölskylduvænsta. „Þetta er oft púsluspil en svona var ég alin upp líka. Strákarnir koma oft með á tónleika og í stúdíó. Það kom fyrir að ég var að gefa brjóst og taka upp á sama tíma. Svo vinnur maður líka bara meira á kvöldin. Sem er allt í lagi. Danir er líka svo ofurskipulagðir og ég er sko alls ekki með það í mér. Mjög fínt fyrir mig en Danirnir mega líka taka smá af þessu „þetta reddast“ hugarfari Íslendinga. Besta blandan er sitt lítið af hvoru tveggja.“Bryndís Jakobsdóttir söngkonaVísirHefur hent heilli plötu Bryndís er komin á samning hjá danska útgáfufyrirtækinu Tiger Spring, og er fyrsta smáskífan væntanleg með haustinu. Hún kemur út á netinu og ræðst af viðbrögðum hvar Bryndís fylgir henni eftir, hvort sem það verður í Brasilíu eða Evrópu. „Ég á efni í þrjár plötur og hef tekið upp heila plötu og hent henni. Tekið upp smáskífu og hent henni. Það var ekki nógu gott. Og mér finnst það fínt, lærdómsríkt. Mig langaði í ákveðinn hljóm og var með ákveðin lög í huga. Svo gerði ég plötuna og hún varð ekki að því sem mig langaði. Þá vildi ég bara halda áfram þangað til ég yrði sátt. Þetta tekur tíma og verður að fá að gera það,“ segir Bryndís og viðurkennir að hún sé ákveðinn fullkomnunarsinni þegar kemur að tónlistinni. „Á sumu sviðum, já. Með laglínur og söng. Þar er ég næstum óþolandi. En svo er ég líka hrifin af því að hafa hlutina hráa. Ef mér finnst ekki eitthvað vera geggjað þá er ekki þess virði að gefa það út.“ Hún kveðst stundum leita til foreldra sinna varðandi tónlistarráðgjöf og segir þau vera meira vini en hefðbundna foreldra. „Þau eru svo ung í anda og það er engin hlutverkaskipting okkar á milli. Hefur alltaf verið þannig. Þau eru alltaf jákvæð og stuðningsrík. Ég sendi þeim stundum lög ef ég er ánægð og fæ alltaf góð viðbrögð frá þeim. Ég gæti örugglega ropað í míkrófóninn og þeim fyndist það æðislegt,“ segir Bryndís hlæjandi. Bryndís Jakobsdóttir söngkonaEn hvar væri hún ef hún hefði ekki farið í tónlistina? „Ég ætlaði alltaf að verða sálfræðingur. Opna mína eigin stofu, læra nálastungu og eyða dögunum með róandi tónlist og ilmkerti. Ég var líka með læknadraum. Núna er tónlistin eitthvað sem ég á að gera. Hitt gerist bara seinna.“Nýjar áskoranir Bryndís veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér en hana langar til að prufa að búa annars staðar en í Danmörku. Hún á eitt ár eftir af námi sínu og verður þá bachelor í lagasmíðum. Hún er mjög ánægð með námið en þar hefur hún kynnst mismunandi stílum í tónlist. „Það er góður titill og ég er spennt að klára. Ég er búin að kynnast fullt af góðu fólki og náð að finna mig í lagasmíðunum. Ég finn samt að ég er búin með Danmörku og langar að nálgast nýjar áskoranir annars staðar. Byggja nýtt tengslanet og fá nýjan innblástur,“ segir Bryndís sem hefur ekki áhyggjur af því að fara á flakk með fjölskylduna. „Það krefst bara öðruvísi skipulags og er áskorun. Einhvern veginn þá reddast hlutirnir alltaf.“
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira