Lífið

Ég er skíthræddur við sjóinn

Marín Manda skrifar
Ásgeir Orri Ásgeirsson.
Ásgeir Orri Ásgeirsson.
Hann er einn að Stop Wait Go tríóinu og semur smellina hver á fætur öðrum.  En hver er maðurinn? Lífið spurði Ásgeir Orra spjörunum úr. 

Nafn?
 Ásgeir Orri Ásgeirsson



Aldur? 24 ára.

Starf? Tónlistarframleiðsla hjá stopwaitgo.

Maki? Get ekki sagt það!

Stjörnumerki? Hrúturinn góði.

Hver er statusinn þinn á facebook?

"Það er komin niðurstaða i stora kjúklingasamlokumálið, það hefur borist mer til eyrna sú vitneskja að ákveðnir aðilar sem ég hélt að væru vinir mínir hafi i leyfisleysi borðað samloku sem ég hafði hugsað mér að neyta daginn eftir langa nótt sunnan af landi undir rótum Heklu í blíðskaparveðri í glampandi sól og í góðum félagsskap. Ég sé ástæðu til að ávarpa ákveðna aðila sem ég hef áreiðanlega heimild fyrir að hafi átt aðild að umtöluðum þjófnaði. Til að öðlast fyrirgefningu nægir einfaldlega að játa verknaðinn."


Uppáhaldsstaður? NY City! Það er borg og staður að mínu skapi.

Við hvað ertu hræddur? Ég er skíthræddur við sjóinn, get ekki bara vaðið svona út í óvissuna eins og öllum finnst svo sjálfsagt.

Uppáhaldshreyfing? Cross to the fit hjá Kötlu.

Uppáhaldslistamaður? Gustav Klimt, Pinterest er klárlega staðurinn til að sækja innblástur.

Hverju ertu stoltastur af? Öllum afrekunum hingað til á lífsleiðinni.

Uppáhaldsbíómynd? Saving Private Ryan er búið að vera svarið mitt í langan langan tíma. Þyrfti að fara að endurskoða þetta samt bráðlega.

A- eða B-manneskja? A-manneskja, klárlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.