Snýst ekki um almannarétt segir landeigandi um gjaldtöku í Námaskarði Sveinn Arnarsson skrifar 19. júní 2014 07:00 Frá og með gærdeginum rukka landeigendur 800 krónur fyrir að skoða hverina í Námaskarði og Leirhnúk við Kröflu. Nauðsyn segja landeigendur en oddviti Skútustaðahrepps og fulltrúar ferðaþjónustunnar eru ósáttir. Mynd/Völundur Jónsson Mynd/Völundur Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf. hefur hafið gjaldtöku af ferðamönnum á tveimur svæðum í landi sínu austan Mývatns. Ferðamannastaðirnir sem um ræðir eru Leirhnjúkur við Kröflu og hverirnir austan Námaskarðs. Til stóð í upphafi að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss, en landeigendafélagið og Vatnajökulsþjóðgarður komust að samkomulagi um að fresta gjaldtöku þar um eitt ár. Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., segir gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldið verður 800 krónur á hvorn stað fyrir sig.Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður eigenda Reykjahlíðar.Mynd/VölundurSnýst ekki um frjálsa för segir landeigandi „Þetta snýst ekkert um frjálsa för fólks heldur flutning á fólki inn á okkar svæði þar sem einhverjir græða á meðan við þurfum að borga alla uppbyggingu. Þetta er löngu komið út fyrir einhvern almannarétt,“ segir Ólafur. Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) áttu í gær fund með Landeigendafélagi Reykjahlíðar. „Við teljum það ekki vera æskilega þróun að hver landeigandi fyrir sig hefji gjaldtöku á sínu svæði heldur á að reyna að finna heildstæða lausn á viðfangsefninu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps.Oddvitinn vill ekki „varðturnamenningu“ Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps, er ósáttur við framgöngu landeigendafélagsins. „Við í sveitarstjórn erum alfarið á móti gjaldtöku af ferðamönnum í þessu formi. Ég vil ekki sjá einhverja varðturnamenningu hér á þessu svæði,“ segir Yngvi. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og eigandi fjórðungshlutar í landi Reykjahlíðar, vill ekki tjá sig um málið, hvorki fyrir hönd sveitarfélagsins né landeigendafélagsins, þar sem hún situr sem formaður.Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf. hefur hafið gjaldtöku af ferðamönnum á tveimur svæðum í landi sínu austan Mývatns. Ferðamannastaðirnir sem um ræðir eru Leirhnjúkur við Kröflu og hverirnir austan Námaskarðs. Til stóð í upphafi að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss, en landeigendafélagið og Vatnajökulsþjóðgarður komust að samkomulagi um að fresta gjaldtöku þar um eitt ár. Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., segir gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldið verður 800 krónur á hvorn stað fyrir sig.Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður eigenda Reykjahlíðar.Mynd/VölundurSnýst ekki um frjálsa för segir landeigandi „Þetta snýst ekkert um frjálsa för fólks heldur flutning á fólki inn á okkar svæði þar sem einhverjir græða á meðan við þurfum að borga alla uppbyggingu. Þetta er löngu komið út fyrir einhvern almannarétt,“ segir Ólafur. Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) áttu í gær fund með Landeigendafélagi Reykjahlíðar. „Við teljum það ekki vera æskilega þróun að hver landeigandi fyrir sig hefji gjaldtöku á sínu svæði heldur á að reyna að finna heildstæða lausn á viðfangsefninu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps.Oddvitinn vill ekki „varðturnamenningu“ Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps, er ósáttur við framgöngu landeigendafélagsins. „Við í sveitarstjórn erum alfarið á móti gjaldtöku af ferðamönnum í þessu formi. Ég vil ekki sjá einhverja varðturnamenningu hér á þessu svæði,“ segir Yngvi. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og eigandi fjórðungshlutar í landi Reykjahlíðar, vill ekki tjá sig um málið, hvorki fyrir hönd sveitarfélagsins né landeigendafélagsins, þar sem hún situr sem formaður.Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira