Todmobile og Genesis rugla saman reytum Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. júní 2014 09:30 Hljómsveitin Todmobile kemur fram ásamt gítarleikara Genesis, Steve Hackett, í Eldborgarsal Hörpu í vetur. mynd/Ingólfur Bjarnmundsson „Þetta er náttúrulega bara spennandi. Hann er einn af mínum helstu áhrifavöldum og það er frábært að fá að rugla saman reitum með áhrifvöldum sínum,“ segir tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, en Steve Hackett gítarleikari hljómsveitarinnar Genesis kemur fram á tónleikum með Todmobile í vetur. Um er að ræða tónleika þar sem Todmobile ásamt strengjasveit, blásurum og kór í samstarfi við ýmsa þekkta listamenn frá öðrum löndum, setja ný og gömul verk í nýjan búning. „Við köllum þetta Rockhestruna Todmobile. Eftir ævintýrið með Jon Anderson höfum við fundið, að með því að sýna listamönnum sem við höfum áhuga á að vinna með, upptökur af okkur og Jon Anderson í Eldborg að menn hafa verulegan áhuga að fá svona rockhestral treatment hér á fróni. Nú leikum við svipaðan leik með Genesis-kempunni Steve Hackett og flytjum verk Genesis með honum, lög eins og Firth of Fifth, Supper´s ready, Dance on Volcano og Land of Confusion, The Lamb lies down on Broadway o.fl. hann mun einnig leika með okkur stóru Todmobilenúmerin,“ útskýrir Þorvaldur Bjarni.Steve Hackett, gítarleikari Genesis.Vísir/GettyÞetta nýja form Todmobile er þáttur í að opna nýja möguleika og þróa okkur sem flytjendur bætir Þorvaldur við. „Það er ekki verið að gera „Cover“ heldur gerum við lögin að okkar með því að útsetja þau upp á nýtt fyrir Rockhestruna. Ég verð þó trúr gömlu plötunum svo gamlir aðdáendur verði ekki fyrir vonbrigðum en þetta verður viðbót við það sem áður hefur verið gert.“ Kom ekki til tals að fá Phil Collins eða Peter Gabriel í þetta samstarf? „Það kom til greina að fá Phil Collins og Peter Gabriel en Hacektt er eini maðurinn sem heldur uppi Genesis heiðrinum í dag. Phil Collins er eiginlega alveg hættur að koma fram út af veikindum og Peter Gabriel er að túra sjálfur. Hackett er hins vegar út um allt að spila Genesis efnið og verður ný búinn að klára túr þegar hann kemur til Íslands, þannig að hann verður í fanta formi.“ Gítargoðsögnin kemur hingað til lands um það bil viku fyrir tónleikana. „Hann verður allavega í fimm daga fyrir tónleikana, hann er að koma inn í nýjar útsetningar sem ég er að skrifa í sumar. Við þurfum að æfa eitthvað fyrir þetta,“ segir Þorvaldur Bjarni léttur í lundu. Tónleikarnir eru þó ekki eina samstarfi Hacektts og Todmobile vegna þess að Hackett mun spila inn á væntanlega plötu Todmobile og semja texta. „Hann mun einnig semja lag með okkur fyrir plötuna. Þá erum við með tvær hetjur úr rokksögunni með okkur plötunni, því Jon Anderson er líka með okkur á plötunni en hún kemur út í haust.“ Tónleikarnir fara fram þann 16. janúar í Eldborgarsalnum í Hörpu.Nokkrir fróðleiksmolar um Genesis Hljómsveitin Genesis var stofnuð árið 1967 í Bretlandi og hefur gefið út fimmtán hljóðversplötur. Sveitin hefur selt um 130 milljónir platna á heimsvísu, sem gerir hana að einni söluhæstu sveit sögunnar. Hljómborðsleikarinn Tony Banks, gítar- og bassaleikarinn Mike Rutherford og Phil Collins eru stofnendur sveitarinnar. Söngvarinn og flautuleikarinn Peter Gabriel, gítarleikararnir Steve Hackett og Anthony Phillips komu svo inn í sveitina og eiga allir sinn þátt í velgengninni. Genesis er margverðlaunuð og var tekin inn í frægðarhöll rokksins árið 2010.Genesis árið 1975. F.v. Phil Collins, Steve Hackett, Mike Rutherford, Tony Banks and Peter Gabriel.Vísir/Getty Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara spennandi. Hann er einn af mínum helstu áhrifavöldum og það er frábært að fá að rugla saman reitum með áhrifvöldum sínum,“ segir tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, en Steve Hackett gítarleikari hljómsveitarinnar Genesis kemur fram á tónleikum með Todmobile í vetur. Um er að ræða tónleika þar sem Todmobile ásamt strengjasveit, blásurum og kór í samstarfi við ýmsa þekkta listamenn frá öðrum löndum, setja ný og gömul verk í nýjan búning. „Við köllum þetta Rockhestruna Todmobile. Eftir ævintýrið með Jon Anderson höfum við fundið, að með því að sýna listamönnum sem við höfum áhuga á að vinna með, upptökur af okkur og Jon Anderson í Eldborg að menn hafa verulegan áhuga að fá svona rockhestral treatment hér á fróni. Nú leikum við svipaðan leik með Genesis-kempunni Steve Hackett og flytjum verk Genesis með honum, lög eins og Firth of Fifth, Supper´s ready, Dance on Volcano og Land of Confusion, The Lamb lies down on Broadway o.fl. hann mun einnig leika með okkur stóru Todmobilenúmerin,“ útskýrir Þorvaldur Bjarni.Steve Hackett, gítarleikari Genesis.Vísir/GettyÞetta nýja form Todmobile er þáttur í að opna nýja möguleika og þróa okkur sem flytjendur bætir Þorvaldur við. „Það er ekki verið að gera „Cover“ heldur gerum við lögin að okkar með því að útsetja þau upp á nýtt fyrir Rockhestruna. Ég verð þó trúr gömlu plötunum svo gamlir aðdáendur verði ekki fyrir vonbrigðum en þetta verður viðbót við það sem áður hefur verið gert.“ Kom ekki til tals að fá Phil Collins eða Peter Gabriel í þetta samstarf? „Það kom til greina að fá Phil Collins og Peter Gabriel en Hacektt er eini maðurinn sem heldur uppi Genesis heiðrinum í dag. Phil Collins er eiginlega alveg hættur að koma fram út af veikindum og Peter Gabriel er að túra sjálfur. Hackett er hins vegar út um allt að spila Genesis efnið og verður ný búinn að klára túr þegar hann kemur til Íslands, þannig að hann verður í fanta formi.“ Gítargoðsögnin kemur hingað til lands um það bil viku fyrir tónleikana. „Hann verður allavega í fimm daga fyrir tónleikana, hann er að koma inn í nýjar útsetningar sem ég er að skrifa í sumar. Við þurfum að æfa eitthvað fyrir þetta,“ segir Þorvaldur Bjarni léttur í lundu. Tónleikarnir eru þó ekki eina samstarfi Hacektts og Todmobile vegna þess að Hackett mun spila inn á væntanlega plötu Todmobile og semja texta. „Hann mun einnig semja lag með okkur fyrir plötuna. Þá erum við með tvær hetjur úr rokksögunni með okkur plötunni, því Jon Anderson er líka með okkur á plötunni en hún kemur út í haust.“ Tónleikarnir fara fram þann 16. janúar í Eldborgarsalnum í Hörpu.Nokkrir fróðleiksmolar um Genesis Hljómsveitin Genesis var stofnuð árið 1967 í Bretlandi og hefur gefið út fimmtán hljóðversplötur. Sveitin hefur selt um 130 milljónir platna á heimsvísu, sem gerir hana að einni söluhæstu sveit sögunnar. Hljómborðsleikarinn Tony Banks, gítar- og bassaleikarinn Mike Rutherford og Phil Collins eru stofnendur sveitarinnar. Söngvarinn og flautuleikarinn Peter Gabriel, gítarleikararnir Steve Hackett og Anthony Phillips komu svo inn í sveitina og eiga allir sinn þátt í velgengninni. Genesis er margverðlaunuð og var tekin inn í frægðarhöll rokksins árið 2010.Genesis árið 1975. F.v. Phil Collins, Steve Hackett, Mike Rutherford, Tony Banks and Peter Gabriel.Vísir/Getty
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Sjá meira