Rokkarar eru góðhjartaðir Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. júní 2014 10:30 Sveppi og Smutty Smiff heimsóttu Frosta og bekkjarfélaga hans í Laugarnesskóla í gær og áttu þar góða stund. vísir/gva „Ég lofa rosalegum flottum tónleikum og hvet fólk til þess að mæta og styrkja gott málefni,“ segir skemmtikrafturinn Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, en hann verður kynnir á tónleikum til styrktar Frosta Jay Freeman sem fram fara síðar í sumar. Sveppi hitti Frosta og bekkjarfélaga hans í gær ásamt Smutty Smiff, sem vinnur nú hörðum höndum við að skipuleggja tónleikana. „Það var ljómandi gaman að hitta Frosta og alla krakkana, það var rosalega ánægjulegt að sjá hvað bekkurinn var samheldinn,“ bætir Sveppi við. Frosti er aðeins sjö ára gamall en greindist með afar sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem kallast Ataxia telangiectasia en Frosti er þriðji Íslendingurinn sem greinist með sjúkdóminn, sem leggst meðal annars á taugakerfi og ónæmiskerfi líkamans. Frosti notast að hluta til við hjólastól. „Það getur verið rosalegur dagamunur á heilsu hans en hann er lífsglaður strákur,“ segir Petra Bragadóttir, móðir Frosta. Hún er orðlaus yfir því hvað fólk er góðhjartað. „Það er frábært að sjá hvað Smutty er að gera góða hluti og er ég honum mjög þakklát,“ bætir Petra við. Smutty segist þó ekki vera kominn með nákvæma dagsetningu á tónleikana en að þeir verði í sumar. „Við erum í viðræðum við marga af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar og ætlum að búa til flotta tónleika,“ bætir Smutty við. Hann hvetur þá sem vilja leggja hönd á plóginn til að hafa samband í gegnum smuttysmiff@yahoo.com. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
„Ég lofa rosalegum flottum tónleikum og hvet fólk til þess að mæta og styrkja gott málefni,“ segir skemmtikrafturinn Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, en hann verður kynnir á tónleikum til styrktar Frosta Jay Freeman sem fram fara síðar í sumar. Sveppi hitti Frosta og bekkjarfélaga hans í gær ásamt Smutty Smiff, sem vinnur nú hörðum höndum við að skipuleggja tónleikana. „Það var ljómandi gaman að hitta Frosta og alla krakkana, það var rosalega ánægjulegt að sjá hvað bekkurinn var samheldinn,“ bætir Sveppi við. Frosti er aðeins sjö ára gamall en greindist með afar sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem kallast Ataxia telangiectasia en Frosti er þriðji Íslendingurinn sem greinist með sjúkdóminn, sem leggst meðal annars á taugakerfi og ónæmiskerfi líkamans. Frosti notast að hluta til við hjólastól. „Það getur verið rosalegur dagamunur á heilsu hans en hann er lífsglaður strákur,“ segir Petra Bragadóttir, móðir Frosta. Hún er orðlaus yfir því hvað fólk er góðhjartað. „Það er frábært að sjá hvað Smutty er að gera góða hluti og er ég honum mjög þakklát,“ bætir Petra við. Smutty segist þó ekki vera kominn með nákvæma dagsetningu á tónleikana en að þeir verði í sumar. „Við erum í viðræðum við marga af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar og ætlum að búa til flotta tónleika,“ bætir Smutty við. Hann hvetur þá sem vilja leggja hönd á plóginn til að hafa samband í gegnum smuttysmiff@yahoo.com.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira