Á yfir 40 yfirhafnir Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 5. júní 2014 11:00 Anna Karen pælir mikið í tísku og öllu sem henni tengist. Hún bloggar á síðunni Tískudívan á Spyr.is. GVA Tískudívan Anna Karen Ellertsdóttir er ritstjóri nýrrar tískusíðu á Spyr.is sem heitir einfaldlega Tískudívan. „Ég verð meðal annars með vikulegan þátt í Spyr Sjónvarpi en upphaflega hugmyndin var sú að vera með kennslumyndbönd þar. Hugmyndin þróaðist út í það að fara heim til þekktra einstaklinga og fá þá til að opna fataskápinn sinn. Í fyrsta þættinum fór ég til Jóhönnu Guðrúnar söngkonu og fékk að forvitnast um hennar fatastíl. Við ætlum að halda því áfram og opna fleiri fataskápa ásamt því að vera með kennslumyndbönd, til dæmis mun ég kenna áhorfendum að sauma einfalda flík og einhverja förðun. Svo verður líka bloggað um allt sem viðkemur tísku inni á Tískudívunni." Anna Karen hefur haft áhuga á tísku og förðun frá blautu barnsbeini og er með stúdentspróf af listabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti þar sem hún lærði fatahönnun. Auk þess er hún förðunarfræðingur. Rauði þráðurinn í hennar stíl er pönkaralegur en hún hefur gaman af alls kyns tilraunastarfsemi. „Ég fæ aðallega innblástur frá öðru fólki og umhverfinu. Ég get ekki sagt að ég eigi einhverja tískufyrirmynd en mér finnst Kate Moss töff og hönnuðurinn Alexander Wang flottur. Mér finnst flottast þegar fólk hefur persónulegan stíl og finnst það hvernig hver og einn klæðir sig vera ákveðið tjáningarform. Ég er ósammála því að fötin skapi manninn, það er frekar þannig að maðurinn geti nýtt fötin til að tjá sig.“ Hún hefur gaman af því að fara á útsölur og róta í fötum og finna eitthvað sem enginn annar vill eiga. „Þetta er spurning um að sjá möguleikana í fötunum. Ég finn til dæmis eitthvað sem er úr flottu efni og breyti því svo eftir mínu höfði. Einnig finnst mér gaman að breyta gömlum fötum sem ég á og gefa þeim nýtt líf. Undanfarið hef ég gert mikið af því þar sem ég er búin að vera í háskóla í nokkur ár og þá er ekki hægt að eyða miklu. Þegar ég á pening aflögu er ég hins vegar fljót að eyða honum í föt. Fyrir sumarið langar mig að fá mér flotta sandala, léttan sumarkjól og litríka slæðu. Það væri líka gaman að eiga bikini til skiptanna þar sem ég fer mikið í sund. Svo er ég líka hrifin af höttum og það væri gaman að bæta við hattasafnið. Auk þess er ég algjört jakkafrík og á erfitt með að standast fallega yfirhöfn. Ég á yfir fjörutíu jakka og tók einu sinni „jakkaáskorun“ þar sem ég var í nýjum jakka á hverjum degi. Þegar ég var búin að vera í þessu í fimm vikur þá hætti ég af því ég nennti ekki meir,“ segir Anna Karen og hlær. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Tískudívan Anna Karen Ellertsdóttir er ritstjóri nýrrar tískusíðu á Spyr.is sem heitir einfaldlega Tískudívan. „Ég verð meðal annars með vikulegan þátt í Spyr Sjónvarpi en upphaflega hugmyndin var sú að vera með kennslumyndbönd þar. Hugmyndin þróaðist út í það að fara heim til þekktra einstaklinga og fá þá til að opna fataskápinn sinn. Í fyrsta þættinum fór ég til Jóhönnu Guðrúnar söngkonu og fékk að forvitnast um hennar fatastíl. Við ætlum að halda því áfram og opna fleiri fataskápa ásamt því að vera með kennslumyndbönd, til dæmis mun ég kenna áhorfendum að sauma einfalda flík og einhverja förðun. Svo verður líka bloggað um allt sem viðkemur tísku inni á Tískudívunni." Anna Karen hefur haft áhuga á tísku og förðun frá blautu barnsbeini og er með stúdentspróf af listabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti þar sem hún lærði fatahönnun. Auk þess er hún förðunarfræðingur. Rauði þráðurinn í hennar stíl er pönkaralegur en hún hefur gaman af alls kyns tilraunastarfsemi. „Ég fæ aðallega innblástur frá öðru fólki og umhverfinu. Ég get ekki sagt að ég eigi einhverja tískufyrirmynd en mér finnst Kate Moss töff og hönnuðurinn Alexander Wang flottur. Mér finnst flottast þegar fólk hefur persónulegan stíl og finnst það hvernig hver og einn klæðir sig vera ákveðið tjáningarform. Ég er ósammála því að fötin skapi manninn, það er frekar þannig að maðurinn geti nýtt fötin til að tjá sig.“ Hún hefur gaman af því að fara á útsölur og róta í fötum og finna eitthvað sem enginn annar vill eiga. „Þetta er spurning um að sjá möguleikana í fötunum. Ég finn til dæmis eitthvað sem er úr flottu efni og breyti því svo eftir mínu höfði. Einnig finnst mér gaman að breyta gömlum fötum sem ég á og gefa þeim nýtt líf. Undanfarið hef ég gert mikið af því þar sem ég er búin að vera í háskóla í nokkur ár og þá er ekki hægt að eyða miklu. Þegar ég á pening aflögu er ég hins vegar fljót að eyða honum í föt. Fyrir sumarið langar mig að fá mér flotta sandala, léttan sumarkjól og litríka slæðu. Það væri líka gaman að eiga bikini til skiptanna þar sem ég fer mikið í sund. Svo er ég líka hrifin af höttum og það væri gaman að bæta við hattasafnið. Auk þess er ég algjört jakkafrík og á erfitt með að standast fallega yfirhöfn. Ég á yfir fjörutíu jakka og tók einu sinni „jakkaáskorun“ þar sem ég var í nýjum jakka á hverjum degi. Þegar ég var búin að vera í þessu í fimm vikur þá hætti ég af því ég nennti ekki meir,“ segir Anna Karen og hlær.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira