Steinunni Höllu hrósað af Bretaprins 5. júní 2014 18:00 teinunn Halla (til hægri) ásamt Kate vinkonu sinni. MYND/Úr einkasafni „Ég var þvílíkt stressuð til að byrja með en fannst svo ekkert mál að spjalla við hann. Ég mun aldrei gleyma því þegar hann stoppaði mig, sneri sér við, benti á mig og sagði „good acting“. Ekki leiðinlegt að fá svona hrós frá Bretaprinsinum!“ segir Steinunn Halla McQueen, íslenskur leiklistarnemi í Stratford-Upon-Avon, fæðingarbæ Shakespeares, en hún sýndi verk eftir skáldið ódauðlega fyrir framan Karl Bretaprins í vikunni. „Við settum saman útdrætti úr Henry IV. Við vorum fjórtán saman að setja þetta upp ásamt leikstjóranum Chris White sem hefur unnið mikið með The Royal Shakespeare Company. Við vorum stór hópur og lékum mismunandi hlutverk. Ég lék Lady Percy og einnig nokkur minni hlutverk,“ útskýrir Steinunn. „Þetta byrjaði með því að það var verið að fara að setja upp stutta sýningu í The House Of Parliament í samvinnu við The Royal Shakespeare Company. Þetta var í tilefni 450 ára afmæli Shakespeares. Við sýndum svo fyrir fullum sal af breskum þingmönnum. Það var mögnuð upplifun og sýningin gekk svo vel að The Royal Shakespeare Company vildi að við sýndum oftar,“ segir Steinunn, en stuttu síðar fékk hópurinn tölvupóst um að meðlimir konungsfjölskyldunnar vildu sjá sýninguna. „Það var ekki fyrr en einhverju síðar sem okkur var tilkynnt að um væri að ræða Karl Bretaprins – og þá var okkur kennt að heilsa honum og ávarpa eftir reglunum. Þetta var alveg mögnuð reynsla og hann var vinalegur. Hann spjallaði heillengi við mig og Kate, vinkonu mína sem tók líka þátt í uppsetningunni, um skólann okkar og sýninguna.“Karl Bretaprins stoppaði Steinunni Höllu eftir sýninguna og hrósaði henni fyrir leik sinn. Fréttablaðið/GettySteinunn Halla er 21 árs gömul og er að klára fyrsta árið sitt í skólanum um þessar mundir. „Ég tók mér árshlé frá skóla eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla og flutti til Englands, aðallega til að finna mér vinnu og bæta mig í ensku áður en ég fór í áheyrnarprufur fyrir skóla hérna úti.“ Steinunn stefnir á frekara nám í leiklist. „Ég er á biðlista hjá leiklistarskólanum East 15. Svo er aldrei að vita – mig langar að reyna fyrir mér í leiklistinni hérna úti. En ég vil líka hafa allar dyr opnar og væri alveg til í að reyna fyrir mér í leiklistinni á Íslandi. Eftir að hafa farið mikið í leikhús hérna úti og séð marga magnaða leikhópa þá er það eiginlega draumurinn – að stofna leikhóp og ferðast um allan heim.“ Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Ég var þvílíkt stressuð til að byrja með en fannst svo ekkert mál að spjalla við hann. Ég mun aldrei gleyma því þegar hann stoppaði mig, sneri sér við, benti á mig og sagði „good acting“. Ekki leiðinlegt að fá svona hrós frá Bretaprinsinum!“ segir Steinunn Halla McQueen, íslenskur leiklistarnemi í Stratford-Upon-Avon, fæðingarbæ Shakespeares, en hún sýndi verk eftir skáldið ódauðlega fyrir framan Karl Bretaprins í vikunni. „Við settum saman útdrætti úr Henry IV. Við vorum fjórtán saman að setja þetta upp ásamt leikstjóranum Chris White sem hefur unnið mikið með The Royal Shakespeare Company. Við vorum stór hópur og lékum mismunandi hlutverk. Ég lék Lady Percy og einnig nokkur minni hlutverk,“ útskýrir Steinunn. „Þetta byrjaði með því að það var verið að fara að setja upp stutta sýningu í The House Of Parliament í samvinnu við The Royal Shakespeare Company. Þetta var í tilefni 450 ára afmæli Shakespeares. Við sýndum svo fyrir fullum sal af breskum þingmönnum. Það var mögnuð upplifun og sýningin gekk svo vel að The Royal Shakespeare Company vildi að við sýndum oftar,“ segir Steinunn, en stuttu síðar fékk hópurinn tölvupóst um að meðlimir konungsfjölskyldunnar vildu sjá sýninguna. „Það var ekki fyrr en einhverju síðar sem okkur var tilkynnt að um væri að ræða Karl Bretaprins – og þá var okkur kennt að heilsa honum og ávarpa eftir reglunum. Þetta var alveg mögnuð reynsla og hann var vinalegur. Hann spjallaði heillengi við mig og Kate, vinkonu mína sem tók líka þátt í uppsetningunni, um skólann okkar og sýninguna.“Karl Bretaprins stoppaði Steinunni Höllu eftir sýninguna og hrósaði henni fyrir leik sinn. Fréttablaðið/GettySteinunn Halla er 21 árs gömul og er að klára fyrsta árið sitt í skólanum um þessar mundir. „Ég tók mér árshlé frá skóla eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla og flutti til Englands, aðallega til að finna mér vinnu og bæta mig í ensku áður en ég fór í áheyrnarprufur fyrir skóla hérna úti.“ Steinunn stefnir á frekara nám í leiklist. „Ég er á biðlista hjá leiklistarskólanum East 15. Svo er aldrei að vita – mig langar að reyna fyrir mér í leiklistinni hérna úti. En ég vil líka hafa allar dyr opnar og væri alveg til í að reyna fyrir mér í leiklistinni á Íslandi. Eftir að hafa farið mikið í leikhús hérna úti og séð marga magnaða leikhópa þá er það eiginlega draumurinn – að stofna leikhóp og ferðast um allan heim.“
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira