Steinunni Höllu hrósað af Bretaprins 5. júní 2014 18:00 teinunn Halla (til hægri) ásamt Kate vinkonu sinni. MYND/Úr einkasafni „Ég var þvílíkt stressuð til að byrja með en fannst svo ekkert mál að spjalla við hann. Ég mun aldrei gleyma því þegar hann stoppaði mig, sneri sér við, benti á mig og sagði „good acting“. Ekki leiðinlegt að fá svona hrós frá Bretaprinsinum!“ segir Steinunn Halla McQueen, íslenskur leiklistarnemi í Stratford-Upon-Avon, fæðingarbæ Shakespeares, en hún sýndi verk eftir skáldið ódauðlega fyrir framan Karl Bretaprins í vikunni. „Við settum saman útdrætti úr Henry IV. Við vorum fjórtán saman að setja þetta upp ásamt leikstjóranum Chris White sem hefur unnið mikið með The Royal Shakespeare Company. Við vorum stór hópur og lékum mismunandi hlutverk. Ég lék Lady Percy og einnig nokkur minni hlutverk,“ útskýrir Steinunn. „Þetta byrjaði með því að það var verið að fara að setja upp stutta sýningu í The House Of Parliament í samvinnu við The Royal Shakespeare Company. Þetta var í tilefni 450 ára afmæli Shakespeares. Við sýndum svo fyrir fullum sal af breskum þingmönnum. Það var mögnuð upplifun og sýningin gekk svo vel að The Royal Shakespeare Company vildi að við sýndum oftar,“ segir Steinunn, en stuttu síðar fékk hópurinn tölvupóst um að meðlimir konungsfjölskyldunnar vildu sjá sýninguna. „Það var ekki fyrr en einhverju síðar sem okkur var tilkynnt að um væri að ræða Karl Bretaprins – og þá var okkur kennt að heilsa honum og ávarpa eftir reglunum. Þetta var alveg mögnuð reynsla og hann var vinalegur. Hann spjallaði heillengi við mig og Kate, vinkonu mína sem tók líka þátt í uppsetningunni, um skólann okkar og sýninguna.“Karl Bretaprins stoppaði Steinunni Höllu eftir sýninguna og hrósaði henni fyrir leik sinn. Fréttablaðið/GettySteinunn Halla er 21 árs gömul og er að klára fyrsta árið sitt í skólanum um þessar mundir. „Ég tók mér árshlé frá skóla eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla og flutti til Englands, aðallega til að finna mér vinnu og bæta mig í ensku áður en ég fór í áheyrnarprufur fyrir skóla hérna úti.“ Steinunn stefnir á frekara nám í leiklist. „Ég er á biðlista hjá leiklistarskólanum East 15. Svo er aldrei að vita – mig langar að reyna fyrir mér í leiklistinni hérna úti. En ég vil líka hafa allar dyr opnar og væri alveg til í að reyna fyrir mér í leiklistinni á Íslandi. Eftir að hafa farið mikið í leikhús hérna úti og séð marga magnaða leikhópa þá er það eiginlega draumurinn – að stofna leikhóp og ferðast um allan heim.“ Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Ég var þvílíkt stressuð til að byrja með en fannst svo ekkert mál að spjalla við hann. Ég mun aldrei gleyma því þegar hann stoppaði mig, sneri sér við, benti á mig og sagði „good acting“. Ekki leiðinlegt að fá svona hrós frá Bretaprinsinum!“ segir Steinunn Halla McQueen, íslenskur leiklistarnemi í Stratford-Upon-Avon, fæðingarbæ Shakespeares, en hún sýndi verk eftir skáldið ódauðlega fyrir framan Karl Bretaprins í vikunni. „Við settum saman útdrætti úr Henry IV. Við vorum fjórtán saman að setja þetta upp ásamt leikstjóranum Chris White sem hefur unnið mikið með The Royal Shakespeare Company. Við vorum stór hópur og lékum mismunandi hlutverk. Ég lék Lady Percy og einnig nokkur minni hlutverk,“ útskýrir Steinunn. „Þetta byrjaði með því að það var verið að fara að setja upp stutta sýningu í The House Of Parliament í samvinnu við The Royal Shakespeare Company. Þetta var í tilefni 450 ára afmæli Shakespeares. Við sýndum svo fyrir fullum sal af breskum þingmönnum. Það var mögnuð upplifun og sýningin gekk svo vel að The Royal Shakespeare Company vildi að við sýndum oftar,“ segir Steinunn, en stuttu síðar fékk hópurinn tölvupóst um að meðlimir konungsfjölskyldunnar vildu sjá sýninguna. „Það var ekki fyrr en einhverju síðar sem okkur var tilkynnt að um væri að ræða Karl Bretaprins – og þá var okkur kennt að heilsa honum og ávarpa eftir reglunum. Þetta var alveg mögnuð reynsla og hann var vinalegur. Hann spjallaði heillengi við mig og Kate, vinkonu mína sem tók líka þátt í uppsetningunni, um skólann okkar og sýninguna.“Karl Bretaprins stoppaði Steinunni Höllu eftir sýninguna og hrósaði henni fyrir leik sinn. Fréttablaðið/GettySteinunn Halla er 21 árs gömul og er að klára fyrsta árið sitt í skólanum um þessar mundir. „Ég tók mér árshlé frá skóla eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla og flutti til Englands, aðallega til að finna mér vinnu og bæta mig í ensku áður en ég fór í áheyrnarprufur fyrir skóla hérna úti.“ Steinunn stefnir á frekara nám í leiklist. „Ég er á biðlista hjá leiklistarskólanum East 15. Svo er aldrei að vita – mig langar að reyna fyrir mér í leiklistinni hérna úti. En ég vil líka hafa allar dyr opnar og væri alveg til í að reyna fyrir mér í leiklistinni á Íslandi. Eftir að hafa farið mikið í leikhús hérna úti og séð marga magnaða leikhópa þá er það eiginlega draumurinn – að stofna leikhóp og ferðast um allan heim.“
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira