Innlent

Glerhált víða um land

Gissur Sigurðsson skrifar
Glerhálka er nú víðast hvar á þjóðvegum landsins og á götum í þéttbýli, eftir að hiti fór yfir frostmarkið og aðeins fór að hlána, þannig að nú er vatn ofan á ofan á klakabrynjunni.

Tveir bílar fóru út af Ólafsfjarðarvegi í gærkvöldi vegna hálku og einn á Suðurstrandarvegi, svo vitað sé, en engin slasaðist. Sumstaðar er farið að rigna á láglendi en úrkoman breytist í slyddu eftir því sem ofar dregur. Sáralítil umferð var um þjóðvegi landsins í nótt og sumstaðar engin frá miðnætti til klukkan fimm í morgun, samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar.

Enn er hvasst um norðvestanvert landið , eða yfir 20 metrum á sekúndu, þannig að akstursskilyrði eru varasöm og jafnvel hættuleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×