Framleiða seríu um kvenfanga á Íslandi 22. maí 2014 10:10 Árni Filippus Mynd/Baldur Kristjánsson „Við erum að þróa þáttaröð um lífið innan veggja kvennafangelsis,“ segir Árni Filippus, kvikmyndagerðarmaður og einn eigenda framleiðslufyrirtækisins Mystery, en leikkonurnar Nína Dögg Filippusdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir, Jóhann Ævar Grímsson og Margrét Örnólfsdóttir vinna nú hörðum höndum að þróun handritsins, sem Árni og meðeigandi Mystery, Davíð Ólafsson, hyggjast framleiða. „Vinnuheitið er Fangar, þótt ekkert sé skrifað í stein. Unnur Ösp og Nína Dögg hafa verið að þróa verkefnið í dágóðan tíma og við erum á fullu í handritsskrifum um þessar mundir,“ útskýrir Árni. Fangar fjallar um kvenfanga sem sitja inni í íslensku kvennafangelsi.Unnur Ösp og Nína DöggÞetta er saga um mæður og dætur og konur sem sitja inni og aðstæður þeirra í fangelsinu. Þá er farið út í hvað það var sem kom þeim í fangelsi og hvaða möguleika þær eiga þegar þær sleppa úr fangelsi. „Hugmyndin er meðal annars að taka fangelsissögur burtu frá því sem maður sér svo oft – sem er saga karlmanna í fangelsi.“ Aðspurður segir Árni Fanga ekki líkjast hinni vinsælu bandarísku seríu Orange is the New Black sem einnig fjallar um kvenkyns fanga. „Serían er dramatískari, tengist meira inn í borgina og varpar einnig ljósi á áhrifin sem fangelsisvistin hefur á fjölskylduna.“ Árni segist ekkert vilja staðfesta um leikaraval eða hver komi til með að leikstýra seríunni, en það er ekki ólíklegt að Unnur Ösp og Nína taki að sér hlutverk. „Það hafa engir samningar verið gerðir við leikara eða leikstjóra og því ekkert sem ég get staðfest að svo stöddu,“ útskýrir Árni. „Hugmyndin er að fara í tökur næsta haust. Serían er núna í sterkri uppbyggingu. Þetta er sterk sería sem við teljum eiga fullt erindi í sjónvarp landsmanna,“ segir Árni, sem er nýlentur á Íslandi eftir að hafa verið á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Ég var þarna í hópi 25 framleiðenda á uppleið frá Evrópu til að finna möguleika á samstarfi. Þetta er mikill stökkpallur fyrir framleiðendur og nú þegar lítur út fyrir að Mystery hafi fundið sér sterka samstarfsaðila í framtíðinni.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Við erum að þróa þáttaröð um lífið innan veggja kvennafangelsis,“ segir Árni Filippus, kvikmyndagerðarmaður og einn eigenda framleiðslufyrirtækisins Mystery, en leikkonurnar Nína Dögg Filippusdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir, Jóhann Ævar Grímsson og Margrét Örnólfsdóttir vinna nú hörðum höndum að þróun handritsins, sem Árni og meðeigandi Mystery, Davíð Ólafsson, hyggjast framleiða. „Vinnuheitið er Fangar, þótt ekkert sé skrifað í stein. Unnur Ösp og Nína Dögg hafa verið að þróa verkefnið í dágóðan tíma og við erum á fullu í handritsskrifum um þessar mundir,“ útskýrir Árni. Fangar fjallar um kvenfanga sem sitja inni í íslensku kvennafangelsi.Unnur Ösp og Nína DöggÞetta er saga um mæður og dætur og konur sem sitja inni og aðstæður þeirra í fangelsinu. Þá er farið út í hvað það var sem kom þeim í fangelsi og hvaða möguleika þær eiga þegar þær sleppa úr fangelsi. „Hugmyndin er meðal annars að taka fangelsissögur burtu frá því sem maður sér svo oft – sem er saga karlmanna í fangelsi.“ Aðspurður segir Árni Fanga ekki líkjast hinni vinsælu bandarísku seríu Orange is the New Black sem einnig fjallar um kvenkyns fanga. „Serían er dramatískari, tengist meira inn í borgina og varpar einnig ljósi á áhrifin sem fangelsisvistin hefur á fjölskylduna.“ Árni segist ekkert vilja staðfesta um leikaraval eða hver komi til með að leikstýra seríunni, en það er ekki ólíklegt að Unnur Ösp og Nína taki að sér hlutverk. „Það hafa engir samningar verið gerðir við leikara eða leikstjóra og því ekkert sem ég get staðfest að svo stöddu,“ útskýrir Árni. „Hugmyndin er að fara í tökur næsta haust. Serían er núna í sterkri uppbyggingu. Þetta er sterk sería sem við teljum eiga fullt erindi í sjónvarp landsmanna,“ segir Árni, sem er nýlentur á Íslandi eftir að hafa verið á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Ég var þarna í hópi 25 framleiðenda á uppleið frá Evrópu til að finna möguleika á samstarfi. Þetta er mikill stökkpallur fyrir framleiðendur og nú þegar lítur út fyrir að Mystery hafi fundið sér sterka samstarfsaðila í framtíðinni.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira