Framleiða seríu um kvenfanga á Íslandi 22. maí 2014 10:10 Árni Filippus Mynd/Baldur Kristjánsson „Við erum að þróa þáttaröð um lífið innan veggja kvennafangelsis,“ segir Árni Filippus, kvikmyndagerðarmaður og einn eigenda framleiðslufyrirtækisins Mystery, en leikkonurnar Nína Dögg Filippusdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir, Jóhann Ævar Grímsson og Margrét Örnólfsdóttir vinna nú hörðum höndum að þróun handritsins, sem Árni og meðeigandi Mystery, Davíð Ólafsson, hyggjast framleiða. „Vinnuheitið er Fangar, þótt ekkert sé skrifað í stein. Unnur Ösp og Nína Dögg hafa verið að þróa verkefnið í dágóðan tíma og við erum á fullu í handritsskrifum um þessar mundir,“ útskýrir Árni. Fangar fjallar um kvenfanga sem sitja inni í íslensku kvennafangelsi.Unnur Ösp og Nína DöggÞetta er saga um mæður og dætur og konur sem sitja inni og aðstæður þeirra í fangelsinu. Þá er farið út í hvað það var sem kom þeim í fangelsi og hvaða möguleika þær eiga þegar þær sleppa úr fangelsi. „Hugmyndin er meðal annars að taka fangelsissögur burtu frá því sem maður sér svo oft – sem er saga karlmanna í fangelsi.“ Aðspurður segir Árni Fanga ekki líkjast hinni vinsælu bandarísku seríu Orange is the New Black sem einnig fjallar um kvenkyns fanga. „Serían er dramatískari, tengist meira inn í borgina og varpar einnig ljósi á áhrifin sem fangelsisvistin hefur á fjölskylduna.“ Árni segist ekkert vilja staðfesta um leikaraval eða hver komi til með að leikstýra seríunni, en það er ekki ólíklegt að Unnur Ösp og Nína taki að sér hlutverk. „Það hafa engir samningar verið gerðir við leikara eða leikstjóra og því ekkert sem ég get staðfest að svo stöddu,“ útskýrir Árni. „Hugmyndin er að fara í tökur næsta haust. Serían er núna í sterkri uppbyggingu. Þetta er sterk sería sem við teljum eiga fullt erindi í sjónvarp landsmanna,“ segir Árni, sem er nýlentur á Íslandi eftir að hafa verið á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Ég var þarna í hópi 25 framleiðenda á uppleið frá Evrópu til að finna möguleika á samstarfi. Þetta er mikill stökkpallur fyrir framleiðendur og nú þegar lítur út fyrir að Mystery hafi fundið sér sterka samstarfsaðila í framtíðinni.“ Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
„Við erum að þróa þáttaröð um lífið innan veggja kvennafangelsis,“ segir Árni Filippus, kvikmyndagerðarmaður og einn eigenda framleiðslufyrirtækisins Mystery, en leikkonurnar Nína Dögg Filippusdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir, Jóhann Ævar Grímsson og Margrét Örnólfsdóttir vinna nú hörðum höndum að þróun handritsins, sem Árni og meðeigandi Mystery, Davíð Ólafsson, hyggjast framleiða. „Vinnuheitið er Fangar, þótt ekkert sé skrifað í stein. Unnur Ösp og Nína Dögg hafa verið að þróa verkefnið í dágóðan tíma og við erum á fullu í handritsskrifum um þessar mundir,“ útskýrir Árni. Fangar fjallar um kvenfanga sem sitja inni í íslensku kvennafangelsi.Unnur Ösp og Nína DöggÞetta er saga um mæður og dætur og konur sem sitja inni og aðstæður þeirra í fangelsinu. Þá er farið út í hvað það var sem kom þeim í fangelsi og hvaða möguleika þær eiga þegar þær sleppa úr fangelsi. „Hugmyndin er meðal annars að taka fangelsissögur burtu frá því sem maður sér svo oft – sem er saga karlmanna í fangelsi.“ Aðspurður segir Árni Fanga ekki líkjast hinni vinsælu bandarísku seríu Orange is the New Black sem einnig fjallar um kvenkyns fanga. „Serían er dramatískari, tengist meira inn í borgina og varpar einnig ljósi á áhrifin sem fangelsisvistin hefur á fjölskylduna.“ Árni segist ekkert vilja staðfesta um leikaraval eða hver komi til með að leikstýra seríunni, en það er ekki ólíklegt að Unnur Ösp og Nína taki að sér hlutverk. „Það hafa engir samningar verið gerðir við leikara eða leikstjóra og því ekkert sem ég get staðfest að svo stöddu,“ útskýrir Árni. „Hugmyndin er að fara í tökur næsta haust. Serían er núna í sterkri uppbyggingu. Þetta er sterk sería sem við teljum eiga fullt erindi í sjónvarp landsmanna,“ segir Árni, sem er nýlentur á Íslandi eftir að hafa verið á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Ég var þarna í hópi 25 framleiðenda á uppleið frá Evrópu til að finna möguleika á samstarfi. Þetta er mikill stökkpallur fyrir framleiðendur og nú þegar lítur út fyrir að Mystery hafi fundið sér sterka samstarfsaðila í framtíðinni.“
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira