Lífið

Lupita er fallegasta kona heims

Lilja Katrín Gunnarsdóttire skrifar
Lupita hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarna mánuði.
Lupita hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarna mánuði. Vísir/Getty
Leikkonan Lupita Nyong'o er fallegasta kona heims að mati tímaritsins People en á föstudaginn kemur út sérstakt fegurðarhefti tímaritsins með yfirliti yfir fimmtíu fegurstu konur heims.

Lupita hefur notið gríðarlegra vinsælda upp á síðkastið og vann fjöldamörg verðlaun fyrir hlutverk sitt í þræladramanu 12 Years a Slave, þar á meðal Óskarsverðlaunin.

„Þetta er spennandi og heilmikið hrós,“ segir Lupita um það að vera kosin fegursta kona heims.

Hún segist hafa alist upp við konur með ljóst hörund og ljóst hár þegar hún var lítil og talið að þær væru holdgervingar fegurðar. Móðir hennar, Dorothy, sagði henni hins vegar ávallt að hún væri falleg.

„Og loksins trúði ég henni,“ bætir Lupita við í samtali við People.

Fleiri konur á listanum má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.