Fiskveiðideilur sæma ekki Norðurlöndum Christina Gestrin og Sjúrður Skaale skrifar 5. apríl 2014 07:00 ESB, Norðmenn og Færeyingar undirrituðu 13. mars 2014 samning um makrílveiðar til fimm ára. Það er ámælisvert að samkomulagið skuli ekki ná til allra sem málið varðar. Deilur norrænna þjóða eru því óleystar samtímis því að ókleift er að standa saman að fiskveiðistjórnun þegar ekkert sameiginlegt samkomulag liggur fyrir. Norræna ráðherranefndin verður að leggja sitt af mörkum til lausnar á sífelldum fiskveiðideilum Norðurlandaþjóða á milli. Eftir fjögurra ára ágreining náðu ESB, Norðmenn og Færeyingar samkomulagi 13. mars 2014 um makrílveiðar til fimm ára. Samningurinn hefur sína kosti: Hann greiddi fyrir lausn á ýmsum tvíhliða deilum undanfarinna ára um veiðar í Norður-Atlantshafi; milli ESB og Norðmanna, milli Færeyinga og Norðmanna og milli Færeyinga og ESB. Þannig gæti hann einnig rutt brautina fyrir lausn á síldardeilunni. Samkomulagið kveður einnig á um að frá árinu 2015 virði samningsaðilar veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um leyfðan heildarafla (TAC). Þá má nefna svonefnt „opt-in“-ákvæði í samkomulaginu sem gerir öðrum aðilum – það er Íslendingum og Grænlendingum – kleift að gangast undir samkomulagið síðar og er verulegur hluti kvótans einmitt eyrnamerktur í þeim tilgangi. Almennt er samkomulagið þó ekki viðunandi út frá norrænu sjónarhorni. Með samkomulaginu hafa ráðamenn ákveðið að afli ársins 2014 verði langt umfram þau mörk sem Alþjóðahafrannsóknaráðið mælir með. En það sem er einkum gagnrýnisvert er sú staðreynd að samningurinn nær ekki til allra málsaðila. Enn eru óleystar veiðideilur á milli Norðurlandaþjóða og ókleift er að standa að sameiginlegri fiskveiðistjórnun ef ekkert samkomulag liggur fyrir.Leiðbeiningar skortir Norðurlandasamstarfið er til fyrirmyndar á flestum sviðum en þegar kemur að skiptingu auðlinda og verðmæta fer að reyna á samstarfsviljann. Á síðari árum hafa þjóðirnar ekki staðið sig of vel í þeim efnum. Í stað þess að semja um skiptingu fiskveiðikvótans mætast stálin stinn þegar norrænar frændþjóðir beita hver aðra viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Slíkt er okkur ekki sæmandi. Lausnin felst ekki í samkomulagi sem sum löndin koma að en önnur ekki. Ríki sem lúta Alþjóðasamningi SÞ um úthafsveiðar hafa skuldbundið sig til samstarfs um að tryggja sjálfbærar veiðar. Samningurinn kveður þó ekki skýrt á um hvernig skipta eigi fiskveiðikvótum milli strandríkja. Deilur um makrílveiðar og síldveiðar eru lýsandi dæmi þess að umgjörð skortir á fiskveiðistjórnun í norðaustanverðu Atlantshafi.Þróttmikið samkomulag Við þurfum samkomulag til lengri tíma um sameiginlega fiskveiðistjórnun á ákveðnum fiskistofnum. Samkomulag sem nær til allra strandríkja og þar sem samstarf og sjálfbærni eru í öndvegi. Skipting kvótans má ekki ráðast af öflugri markaðsstöðu ákveðinna aðila og áhrifamætti refsiaðgerða sem þeir beita aðra. Hún má heldur ekki ráðast af pólitískum aflsmunum. Þá er ástæða til að einblína minna á aflatölur en tíðkast hefur fram að þessu. Sjálfbær lausn felst ekki í kyrrstöðu heldur er hún þróttmikil og sveigjanleg og getur því tekið mið af ástandi vistkerfanna hverju sinni. Aðgerða er þörf til þess að deiluaðilar leiti nýrra leiða. Þeir eru Grænlendingar, Íslendingar, Færeyingar, Norðmenn og ESB (Danir). Norræna ráðherranefndin verður því að láta til sín taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
ESB, Norðmenn og Færeyingar undirrituðu 13. mars 2014 samning um makrílveiðar til fimm ára. Það er ámælisvert að samkomulagið skuli ekki ná til allra sem málið varðar. Deilur norrænna þjóða eru því óleystar samtímis því að ókleift er að standa saman að fiskveiðistjórnun þegar ekkert sameiginlegt samkomulag liggur fyrir. Norræna ráðherranefndin verður að leggja sitt af mörkum til lausnar á sífelldum fiskveiðideilum Norðurlandaþjóða á milli. Eftir fjögurra ára ágreining náðu ESB, Norðmenn og Færeyingar samkomulagi 13. mars 2014 um makrílveiðar til fimm ára. Samningurinn hefur sína kosti: Hann greiddi fyrir lausn á ýmsum tvíhliða deilum undanfarinna ára um veiðar í Norður-Atlantshafi; milli ESB og Norðmanna, milli Færeyinga og Norðmanna og milli Færeyinga og ESB. Þannig gæti hann einnig rutt brautina fyrir lausn á síldardeilunni. Samkomulagið kveður einnig á um að frá árinu 2015 virði samningsaðilar veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um leyfðan heildarafla (TAC). Þá má nefna svonefnt „opt-in“-ákvæði í samkomulaginu sem gerir öðrum aðilum – það er Íslendingum og Grænlendingum – kleift að gangast undir samkomulagið síðar og er verulegur hluti kvótans einmitt eyrnamerktur í þeim tilgangi. Almennt er samkomulagið þó ekki viðunandi út frá norrænu sjónarhorni. Með samkomulaginu hafa ráðamenn ákveðið að afli ársins 2014 verði langt umfram þau mörk sem Alþjóðahafrannsóknaráðið mælir með. En það sem er einkum gagnrýnisvert er sú staðreynd að samningurinn nær ekki til allra málsaðila. Enn eru óleystar veiðideilur á milli Norðurlandaþjóða og ókleift er að standa að sameiginlegri fiskveiðistjórnun ef ekkert samkomulag liggur fyrir.Leiðbeiningar skortir Norðurlandasamstarfið er til fyrirmyndar á flestum sviðum en þegar kemur að skiptingu auðlinda og verðmæta fer að reyna á samstarfsviljann. Á síðari árum hafa þjóðirnar ekki staðið sig of vel í þeim efnum. Í stað þess að semja um skiptingu fiskveiðikvótans mætast stálin stinn þegar norrænar frændþjóðir beita hver aðra viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Slíkt er okkur ekki sæmandi. Lausnin felst ekki í samkomulagi sem sum löndin koma að en önnur ekki. Ríki sem lúta Alþjóðasamningi SÞ um úthafsveiðar hafa skuldbundið sig til samstarfs um að tryggja sjálfbærar veiðar. Samningurinn kveður þó ekki skýrt á um hvernig skipta eigi fiskveiðikvótum milli strandríkja. Deilur um makrílveiðar og síldveiðar eru lýsandi dæmi þess að umgjörð skortir á fiskveiðistjórnun í norðaustanverðu Atlantshafi.Þróttmikið samkomulag Við þurfum samkomulag til lengri tíma um sameiginlega fiskveiðistjórnun á ákveðnum fiskistofnum. Samkomulag sem nær til allra strandríkja og þar sem samstarf og sjálfbærni eru í öndvegi. Skipting kvótans má ekki ráðast af öflugri markaðsstöðu ákveðinna aðila og áhrifamætti refsiaðgerða sem þeir beita aðra. Hún má heldur ekki ráðast af pólitískum aflsmunum. Þá er ástæða til að einblína minna á aflatölur en tíðkast hefur fram að þessu. Sjálfbær lausn felst ekki í kyrrstöðu heldur er hún þróttmikil og sveigjanleg og getur því tekið mið af ástandi vistkerfanna hverju sinni. Aðgerða er þörf til þess að deiluaðilar leiti nýrra leiða. Þeir eru Grænlendingar, Íslendingar, Færeyingar, Norðmenn og ESB (Danir). Norræna ráðherranefndin verður því að láta til sín taka.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun