Fiskveiðideilur sæma ekki Norðurlöndum Christina Gestrin og Sjúrður Skaale skrifar 5. apríl 2014 07:00 ESB, Norðmenn og Færeyingar undirrituðu 13. mars 2014 samning um makrílveiðar til fimm ára. Það er ámælisvert að samkomulagið skuli ekki ná til allra sem málið varðar. Deilur norrænna þjóða eru því óleystar samtímis því að ókleift er að standa saman að fiskveiðistjórnun þegar ekkert sameiginlegt samkomulag liggur fyrir. Norræna ráðherranefndin verður að leggja sitt af mörkum til lausnar á sífelldum fiskveiðideilum Norðurlandaþjóða á milli. Eftir fjögurra ára ágreining náðu ESB, Norðmenn og Færeyingar samkomulagi 13. mars 2014 um makrílveiðar til fimm ára. Samningurinn hefur sína kosti: Hann greiddi fyrir lausn á ýmsum tvíhliða deilum undanfarinna ára um veiðar í Norður-Atlantshafi; milli ESB og Norðmanna, milli Færeyinga og Norðmanna og milli Færeyinga og ESB. Þannig gæti hann einnig rutt brautina fyrir lausn á síldardeilunni. Samkomulagið kveður einnig á um að frá árinu 2015 virði samningsaðilar veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um leyfðan heildarafla (TAC). Þá má nefna svonefnt „opt-in“-ákvæði í samkomulaginu sem gerir öðrum aðilum – það er Íslendingum og Grænlendingum – kleift að gangast undir samkomulagið síðar og er verulegur hluti kvótans einmitt eyrnamerktur í þeim tilgangi. Almennt er samkomulagið þó ekki viðunandi út frá norrænu sjónarhorni. Með samkomulaginu hafa ráðamenn ákveðið að afli ársins 2014 verði langt umfram þau mörk sem Alþjóðahafrannsóknaráðið mælir með. En það sem er einkum gagnrýnisvert er sú staðreynd að samningurinn nær ekki til allra málsaðila. Enn eru óleystar veiðideilur á milli Norðurlandaþjóða og ókleift er að standa að sameiginlegri fiskveiðistjórnun ef ekkert samkomulag liggur fyrir.Leiðbeiningar skortir Norðurlandasamstarfið er til fyrirmyndar á flestum sviðum en þegar kemur að skiptingu auðlinda og verðmæta fer að reyna á samstarfsviljann. Á síðari árum hafa þjóðirnar ekki staðið sig of vel í þeim efnum. Í stað þess að semja um skiptingu fiskveiðikvótans mætast stálin stinn þegar norrænar frændþjóðir beita hver aðra viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Slíkt er okkur ekki sæmandi. Lausnin felst ekki í samkomulagi sem sum löndin koma að en önnur ekki. Ríki sem lúta Alþjóðasamningi SÞ um úthafsveiðar hafa skuldbundið sig til samstarfs um að tryggja sjálfbærar veiðar. Samningurinn kveður þó ekki skýrt á um hvernig skipta eigi fiskveiðikvótum milli strandríkja. Deilur um makrílveiðar og síldveiðar eru lýsandi dæmi þess að umgjörð skortir á fiskveiðistjórnun í norðaustanverðu Atlantshafi.Þróttmikið samkomulag Við þurfum samkomulag til lengri tíma um sameiginlega fiskveiðistjórnun á ákveðnum fiskistofnum. Samkomulag sem nær til allra strandríkja og þar sem samstarf og sjálfbærni eru í öndvegi. Skipting kvótans má ekki ráðast af öflugri markaðsstöðu ákveðinna aðila og áhrifamætti refsiaðgerða sem þeir beita aðra. Hún má heldur ekki ráðast af pólitískum aflsmunum. Þá er ástæða til að einblína minna á aflatölur en tíðkast hefur fram að þessu. Sjálfbær lausn felst ekki í kyrrstöðu heldur er hún þróttmikil og sveigjanleg og getur því tekið mið af ástandi vistkerfanna hverju sinni. Aðgerða er þörf til þess að deiluaðilar leiti nýrra leiða. Þeir eru Grænlendingar, Íslendingar, Færeyingar, Norðmenn og ESB (Danir). Norræna ráðherranefndin verður því að láta til sín taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
ESB, Norðmenn og Færeyingar undirrituðu 13. mars 2014 samning um makrílveiðar til fimm ára. Það er ámælisvert að samkomulagið skuli ekki ná til allra sem málið varðar. Deilur norrænna þjóða eru því óleystar samtímis því að ókleift er að standa saman að fiskveiðistjórnun þegar ekkert sameiginlegt samkomulag liggur fyrir. Norræna ráðherranefndin verður að leggja sitt af mörkum til lausnar á sífelldum fiskveiðideilum Norðurlandaþjóða á milli. Eftir fjögurra ára ágreining náðu ESB, Norðmenn og Færeyingar samkomulagi 13. mars 2014 um makrílveiðar til fimm ára. Samningurinn hefur sína kosti: Hann greiddi fyrir lausn á ýmsum tvíhliða deilum undanfarinna ára um veiðar í Norður-Atlantshafi; milli ESB og Norðmanna, milli Færeyinga og Norðmanna og milli Færeyinga og ESB. Þannig gæti hann einnig rutt brautina fyrir lausn á síldardeilunni. Samkomulagið kveður einnig á um að frá árinu 2015 virði samningsaðilar veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um leyfðan heildarafla (TAC). Þá má nefna svonefnt „opt-in“-ákvæði í samkomulaginu sem gerir öðrum aðilum – það er Íslendingum og Grænlendingum – kleift að gangast undir samkomulagið síðar og er verulegur hluti kvótans einmitt eyrnamerktur í þeim tilgangi. Almennt er samkomulagið þó ekki viðunandi út frá norrænu sjónarhorni. Með samkomulaginu hafa ráðamenn ákveðið að afli ársins 2014 verði langt umfram þau mörk sem Alþjóðahafrannsóknaráðið mælir með. En það sem er einkum gagnrýnisvert er sú staðreynd að samningurinn nær ekki til allra málsaðila. Enn eru óleystar veiðideilur á milli Norðurlandaþjóða og ókleift er að standa að sameiginlegri fiskveiðistjórnun ef ekkert samkomulag liggur fyrir.Leiðbeiningar skortir Norðurlandasamstarfið er til fyrirmyndar á flestum sviðum en þegar kemur að skiptingu auðlinda og verðmæta fer að reyna á samstarfsviljann. Á síðari árum hafa þjóðirnar ekki staðið sig of vel í þeim efnum. Í stað þess að semja um skiptingu fiskveiðikvótans mætast stálin stinn þegar norrænar frændþjóðir beita hver aðra viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Slíkt er okkur ekki sæmandi. Lausnin felst ekki í samkomulagi sem sum löndin koma að en önnur ekki. Ríki sem lúta Alþjóðasamningi SÞ um úthafsveiðar hafa skuldbundið sig til samstarfs um að tryggja sjálfbærar veiðar. Samningurinn kveður þó ekki skýrt á um hvernig skipta eigi fiskveiðikvótum milli strandríkja. Deilur um makrílveiðar og síldveiðar eru lýsandi dæmi þess að umgjörð skortir á fiskveiðistjórnun í norðaustanverðu Atlantshafi.Þróttmikið samkomulag Við þurfum samkomulag til lengri tíma um sameiginlega fiskveiðistjórnun á ákveðnum fiskistofnum. Samkomulag sem nær til allra strandríkja og þar sem samstarf og sjálfbærni eru í öndvegi. Skipting kvótans má ekki ráðast af öflugri markaðsstöðu ákveðinna aðila og áhrifamætti refsiaðgerða sem þeir beita aðra. Hún má heldur ekki ráðast af pólitískum aflsmunum. Þá er ástæða til að einblína minna á aflatölur en tíðkast hefur fram að þessu. Sjálfbær lausn felst ekki í kyrrstöðu heldur er hún þróttmikil og sveigjanleg og getur því tekið mið af ástandi vistkerfanna hverju sinni. Aðgerða er þörf til þess að deiluaðilar leiti nýrra leiða. Þeir eru Grænlendingar, Íslendingar, Færeyingar, Norðmenn og ESB (Danir). Norræna ráðherranefndin verður því að láta til sín taka.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar