Hiti á Alþingi vegna umhverfismála Snærós Sindradóttir skrifar 12. apríl 2014 07:00 Ráðherra stefnir að því að koma Hvammsvirkjun í Þjórsá í nýtingarflokk. VÍSIR/VILHELM Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra fékk á sig harða gagnrýni á þingi á fimmtudag þegar hann vísaði breytingartillögu við rammaáætlun til atvinnuveganefndar Alþingis. Tillagan sem vísað var til atvinnuveganefndar snýr að tilfærslu Hvammsvirkjunar í Þjórsá úr biðflokki rammaáætlunar í orkunýtingarflokk. Tillagan er breyting á rammaáætlun sem samþykkt var í janúar í fyrra. Það var verkefnisstjórn rammaáætlunar sem lagði breytinguna til en við samþykkt rammaáætlunar á síðasta ári hafði tillögu verkefnisstjórnar um nýtingu Hvammsvirkjunar verið snúið við af þáverandi umhverfisráðherra. Segja má að botninn hafi dottið úr umræðunni vegna vísunar Sigurðar Inga og var henni því frestað þar til eftir páska. Tillagan fór því ekki inn í nefnd eins og áætlað var. Þingmenn Vinstri grænna fullyrða að tillagan eigi heima í umhverfis- og samgöngunefnd. Svandís Svavarsdóttir, þingkona VG, segir að umhverfisráðherra hafi með þessu slitið rammaáætlun í sundur.Svandís Svavarsdóttir„Stóra tillagan var afgreidd og unnin í umhverfisnefnd enda er rammaáætlun á forræði umhverfisráðherra samkvæmt forsetaúrskurði. Umhverfisnefnd er búin að vera að vinna með rammaáætlun þannig að þetta er ekki bara vitlaust heldur líka óskynsamlegt. Með þessu erum við búin að rjúfa í sundur rammaáætlun og farið er út fyrir hugmyndina um vernd og nýtingu.“ Hún segir að umhverfisráðherra sé að reyna að draga úr vægi umhverfisverndar. „Þetta eru ekki mistök heldur pólitísk afstaða.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir að færslan sé í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar, „Þetta er í samræmi við málflutning okkar í þessu máli. Við gagnrýndum mjög að þetta væri sett til umhverfisverndar en ekki atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili.“ Rammaáætlun hafði áður verið á forræði iðnaðarnefndar þegar áætlunin heyrði undir iðnaðarráðuneytið. Það breyttist þegar umhverfis- og auðlindaráðuneyti var stofnað árið 2012. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði við umræðu málsins á þingi að það samrýmdist þingsköpum. „Annars vegar er talað um að mál sem lúta að rannsóknum auðlinda eigi að fara í umhverfisnefnd en nýting þeirra í atvinnuveganefnd. Túlkun á þessu hefur hins vegar verið umdeild í þinginu.“ Einari finnst líklegt að til atkvæðagreiðslu komi um meðferð tillögunnar eftir páska. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir þingsköp skýr. „Ég tel að þeir séu að mistúlka þingsköpin og hef enga trú á öðru en að það verði leiðrétt.“ Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra fékk á sig harða gagnrýni á þingi á fimmtudag þegar hann vísaði breytingartillögu við rammaáætlun til atvinnuveganefndar Alþingis. Tillagan sem vísað var til atvinnuveganefndar snýr að tilfærslu Hvammsvirkjunar í Þjórsá úr biðflokki rammaáætlunar í orkunýtingarflokk. Tillagan er breyting á rammaáætlun sem samþykkt var í janúar í fyrra. Það var verkefnisstjórn rammaáætlunar sem lagði breytinguna til en við samþykkt rammaáætlunar á síðasta ári hafði tillögu verkefnisstjórnar um nýtingu Hvammsvirkjunar verið snúið við af þáverandi umhverfisráðherra. Segja má að botninn hafi dottið úr umræðunni vegna vísunar Sigurðar Inga og var henni því frestað þar til eftir páska. Tillagan fór því ekki inn í nefnd eins og áætlað var. Þingmenn Vinstri grænna fullyrða að tillagan eigi heima í umhverfis- og samgöngunefnd. Svandís Svavarsdóttir, þingkona VG, segir að umhverfisráðherra hafi með þessu slitið rammaáætlun í sundur.Svandís Svavarsdóttir„Stóra tillagan var afgreidd og unnin í umhverfisnefnd enda er rammaáætlun á forræði umhverfisráðherra samkvæmt forsetaúrskurði. Umhverfisnefnd er búin að vera að vinna með rammaáætlun þannig að þetta er ekki bara vitlaust heldur líka óskynsamlegt. Með þessu erum við búin að rjúfa í sundur rammaáætlun og farið er út fyrir hugmyndina um vernd og nýtingu.“ Hún segir að umhverfisráðherra sé að reyna að draga úr vægi umhverfisverndar. „Þetta eru ekki mistök heldur pólitísk afstaða.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir að færslan sé í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar, „Þetta er í samræmi við málflutning okkar í þessu máli. Við gagnrýndum mjög að þetta væri sett til umhverfisverndar en ekki atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili.“ Rammaáætlun hafði áður verið á forræði iðnaðarnefndar þegar áætlunin heyrði undir iðnaðarráðuneytið. Það breyttist þegar umhverfis- og auðlindaráðuneyti var stofnað árið 2012. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði við umræðu málsins á þingi að það samrýmdist þingsköpum. „Annars vegar er talað um að mál sem lúta að rannsóknum auðlinda eigi að fara í umhverfisnefnd en nýting þeirra í atvinnuveganefnd. Túlkun á þessu hefur hins vegar verið umdeild í þinginu.“ Einari finnst líklegt að til atkvæðagreiðslu komi um meðferð tillögunnar eftir páska. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir þingsköp skýr. „Ég tel að þeir séu að mistúlka þingsköpin og hef enga trú á öðru en að það verði leiðrétt.“ Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira