„Tengsl Íslands og Bandaríkjanna standa traustum fótum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. apríl 2014 12:50 Gunnar Bragi ásamt Chuck Hagel. mynd/aðsend Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þar sem hann ræddi samskipti Íslands og Bandaríkjanna við Chuck Hagel varnarmálaráðherra og Christine H. Fox aðstoðarvarnarmálaráðherra en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Tengsl Íslands og Bandaríkjanna standa traustum fótum og það kom skýrt fram í samtali mínu við Chuck Hagel að það er staðföst stefna Bandaríkjanna að standa vörð um gagnkvæma hagsmuni og skuldbindingar ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála.“ segir Gunnar Bragi. Fjallað var um þróun mála á norðurslóðum og með hvaða hætti hægt sé að efla viðbragð og eftirlit á Norður-Atlantshafi í ljósi nýrra áskorana samfara auknum efnahagsumsvifum og umferð á norðurslóðum. „Chuck Hagel sagði bandarísk stjórnvöld þurfa að auka þekkingu sína á sviði norðurslóðasamstarfs. Hann sagði Íslendinga standa framarlega á þeim vettvangi og viðraði áhuga þeirra á að læra af okkur.“ Þá var rætt um loftrýmiseftirlit á Íslandi, rekstur loftvarnarkerfisins og samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Utanríkisráðherra átti einnig í dag fund með Victoriu Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra, þar sem tvíhliða samstarf Íslands og Bandaríkjanna, öryggis- og varnarmál, norðurslóðasamstarf og málefni Atlantshafsbandalagsins voru til umfjöllunar. Ráðherrarnir ræddu þróun mála í Úkraínu og hvernig best verði stutt við uppbyggingu í landinu. Í því ljósi ræddu þeir samskipti ríkjanna við Rússland. Í gær ræddi utanríkisráðherra mikilvægi þess að styrkja enn frekar tengsl Íslands og Bandaríkjanna á sviði viðskipta, ferðaþjónustu og fjárfestinga við Catherine A. Novelli, aðstoðarutanríkisráðherra efnahags-, umhverfis og orkumála. Novelli sýndi notkun Íslendinga á jarðhita mikinn áhuga og ræddi möguleika á að nýta jarðhitaþekkingu í öðrum löndum sem þyrftu á umhverfisvænni orku að halda. Á fundum sínum í bandaríska utanríkisráðuneytinu hefur Gunnar Bragi rætt hvalveiðar Íslendinga og ítrekað að þær séu sjálfbærar, byggist á traustri vísindaráðgjöf og séu löglegar samkvæmt alþjóðasamningum. Þá voru reifaðar hugmyndir um hvernig efla megi vísindasamstarf Íslands og Bandaríkjanna á þessu sviði. Í gær átti Gunnar Bragi einnig fund með Lisu Murkowski, öldungardeildarþingmanni, þar sem þróun mála á norðurslóðum var til umfjöllunar. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þar sem hann ræddi samskipti Íslands og Bandaríkjanna við Chuck Hagel varnarmálaráðherra og Christine H. Fox aðstoðarvarnarmálaráðherra en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Tengsl Íslands og Bandaríkjanna standa traustum fótum og það kom skýrt fram í samtali mínu við Chuck Hagel að það er staðföst stefna Bandaríkjanna að standa vörð um gagnkvæma hagsmuni og skuldbindingar ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála.“ segir Gunnar Bragi. Fjallað var um þróun mála á norðurslóðum og með hvaða hætti hægt sé að efla viðbragð og eftirlit á Norður-Atlantshafi í ljósi nýrra áskorana samfara auknum efnahagsumsvifum og umferð á norðurslóðum. „Chuck Hagel sagði bandarísk stjórnvöld þurfa að auka þekkingu sína á sviði norðurslóðasamstarfs. Hann sagði Íslendinga standa framarlega á þeim vettvangi og viðraði áhuga þeirra á að læra af okkur.“ Þá var rætt um loftrýmiseftirlit á Íslandi, rekstur loftvarnarkerfisins og samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Utanríkisráðherra átti einnig í dag fund með Victoriu Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra, þar sem tvíhliða samstarf Íslands og Bandaríkjanna, öryggis- og varnarmál, norðurslóðasamstarf og málefni Atlantshafsbandalagsins voru til umfjöllunar. Ráðherrarnir ræddu þróun mála í Úkraínu og hvernig best verði stutt við uppbyggingu í landinu. Í því ljósi ræddu þeir samskipti ríkjanna við Rússland. Í gær ræddi utanríkisráðherra mikilvægi þess að styrkja enn frekar tengsl Íslands og Bandaríkjanna á sviði viðskipta, ferðaþjónustu og fjárfestinga við Catherine A. Novelli, aðstoðarutanríkisráðherra efnahags-, umhverfis og orkumála. Novelli sýndi notkun Íslendinga á jarðhita mikinn áhuga og ræddi möguleika á að nýta jarðhitaþekkingu í öðrum löndum sem þyrftu á umhverfisvænni orku að halda. Á fundum sínum í bandaríska utanríkisráðuneytinu hefur Gunnar Bragi rætt hvalveiðar Íslendinga og ítrekað að þær séu sjálfbærar, byggist á traustri vísindaráðgjöf og séu löglegar samkvæmt alþjóðasamningum. Þá voru reifaðar hugmyndir um hvernig efla megi vísindasamstarf Íslands og Bandaríkjanna á þessu sviði. Í gær átti Gunnar Bragi einnig fund með Lisu Murkowski, öldungardeildarþingmanni, þar sem þróun mála á norðurslóðum var til umfjöllunar.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira