Broadway kveður fyrir fullt og allt Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. mars 2014 11:30 Hörður Sigurjónsson er einn þeirra sem skipuleggur lokakvöld á Broadway sem fram fer þann 11. apríl Vísir/Stefán „Þegar það lá ljóst fyrir að Broadway í Ármúla myndi loka, ákváðum við að hóa saman eldri og yngri starfsmönnum, skemmtikröftum og velunnurum á einu veglegu lokakvöldi áður en Broadway lokar endanlega,“ segir Hörður Sigurjónsson, fyrrum yfirþjónn á Broadway, en hann starfaði þar í fimmtán ár. Nú liggur ljóst fyrir að þann 11. apríl næstkomandi verður síðasta kvöldið sem eitthvað verður um að vera á Broadway. „Það hafa auðvitað einhverjar þúsundir unnið og skemmt á stöðunum þremur þannig það verður eflaust talsvert af fólki. Það komast um 2.500 manns fyrir þannig að það er nóg pláss fyrir almenna gesti og velunnara,“ segir Hörður. Broadway var stofnað í Álfabakka 6. nóvember árið 1981 af Ólafi Laufdal og varð fljótlega vinsælasti veitingastaður landsins. „Hótel Ísland opnar svo í Ármúla árið 1986 en Broadway verður þó áfram í Álfabakka í einhvern tíma. Svo flutti Broadway á Hótel Ísland.“ Á lokakvöldi Broadway kemur fram fjöldi listamanna sem tengjast staðnum. „Það ætla skemmtikraftar sem skemmt hafa á stöðunum í gegnum árin að koma fram á lokakvöldinu eins og Stjórnin, sem var einmitt húshljómsveit á Hótel Íslandi á sínum tíma, Regína Ósk, Bryndís Ásmundsdóttir, Ari Jónsson, Einar Júlíusson, gamlir diskótekarar og margir fleiri listamenn,“ segir Hörður um lokakvöldið. Myndum af starfsmönnum í leik og starfi verður varpað á stórt tjald á lokakvöldinu. Broadway hýsti fjölda sýninga, tónleika og skemmtana og hefur skipað stórt hlutverk í menningarlífi Íslendinga þau ár sem starfsemin hefur verið í gangi. Þar hafa komið fram listamenn á borð við Tom Jones, Jerry Lee Lewis, Fats Domino, The Shadows, The Strokes, Nick Cave, Rod Stewart og ógrynni fleiri heimsþekktra nafna í tónlistargeiranum. Forsala á þennan merkilega viðburð verður miðvikudaginn 9. apríl og fimmtudaginn 10. apríl.Sigríður BeinteinsdóttirVísir/GVASigríður Beinteinsdóttir „Það er hræðilegt að það þurfi að loka þessu húsi, þetta er eina húsið þar sem hægt er að vera með svona dinner, „show“ og dansleik á eftir. Þetta hús er svo sérstakt og flott. Það var frábært að vinna fyrir Ólaf Laufdal. Það verður mikil eftirsjá hjá flestu tónlistarfólki sem ég þekki. Ég á margar minningar þaðan og var mikið að spila og syngja í þessu húsi. Ég setti til dæmis upp Tinu Turner tribute, á árunum 2006-2007, það var rosalega skemmtilegt. Svo var Stjórnin húshljómsveit þarna í þrjú ár. Það var mjög eftirminnilegt þegar ég hitti John Travolta og Tom Jones. Það kom mér sérstaklega á óvart hvað Travolta var lítill en hann kom hingað stuttu eftir Grease-ævintýrið. Við í Stjórninni spilum í lokahófinu, það verður talið í allt þetta skemmtilegasta og við rifjum gamla prógrammið.“Björgvin HalldórssonMynd/RósaBjörgvin Halldórsson „Ég var skemmtanastjóri á Broadway í mörg ár og tók þar til dæmis á móti mörgum heimsþekktum erlendum skemmtikröftum. Þetta var rosalega skemmtilegur tími og gaman að taka á móti þessum frægu stjörnum. Ég á margar frábærar minningar, það var til dæmis mjög gaman að syngja með Rod Stewart. Allar sýningarnar sem ég setti upp og tók þátt í eru líka ofarlega í huga eins og sýningarnar Allt vitlaust, Þó líði ár og öld og margar fleiri söngsýningar. Það var algjört þrekvirki að byggja staðinn upp, eftir að Broadway lokar er sárvöntun á svona stöðum, þar sem fólk getur borðað, horft á „show“ og dansað, þetta eru bara orðnir litlir öskubakkar niðri í bæ. Ég hef þó trú á að þetta fari í hringi því ég man að þegar diskóið var við völd, var minna um lifandi flutning og þá voru plötusnúðarnir allsráðandi. Þegar diskóið rann út þá duttu plötusnúðarnir inni í hljómsveitirnar. Þetta breytist og fer í bylgjur.“Ólafur LaufdalMynd/SkjáskotÓlafur Laufdal, stofnandi Broadway „Ég hætti fyrir tíu árum en þetta var meiriháttar tími þegar ég byggði upp Broadway. Ég var menntaður þjónn og stofnaði Hollywood sem var vinsælasti veitingastaður í bænum. Eftir það byggði ég svo Broadway í Álfabakka, sem tók 1.500 manns og þar komu fram margir frægir skemmtikraftar. Svo kom upp sú staða að mig vantaði stærra pláss og þá byggði ég Hótel Ísland í Ármúla. Þar hafði ég leyfi fyrir 2.200 manns. Ég á frábærar minningar og það var gaman að hitta svona mikið af heimsfrægum skemmtikröftum. Þegar ég hætti með reksturinn þá var mjög mikið að gera. Sonur minn, Arnar Laufdal tók við rekstrinum og það gekk mjög vel. Við vorum alltaf með stærstu árshátíðirnar en eftir hrunið urðu margar árshátíðir minni. Það var alltaf nóg að gera þegar við vorum með þetta. Reksturinn var í fínu lagi þegar ég hætti, en ég ætlaði að taka því rólega og gerði það í eitt til tvö ár en svo fór að byggja hús í Grímsnesi og er nú með Hótel Grímsborgir.“Björgvin Halldórsson og Rod StewartGunnar Þórðarson, Björgvin Halldórsson, Þuríður Sigurðardóttir og Egill ÓlafssonFleiri myndir og upplýsingar má finna hér. Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
„Þegar það lá ljóst fyrir að Broadway í Ármúla myndi loka, ákváðum við að hóa saman eldri og yngri starfsmönnum, skemmtikröftum og velunnurum á einu veglegu lokakvöldi áður en Broadway lokar endanlega,“ segir Hörður Sigurjónsson, fyrrum yfirþjónn á Broadway, en hann starfaði þar í fimmtán ár. Nú liggur ljóst fyrir að þann 11. apríl næstkomandi verður síðasta kvöldið sem eitthvað verður um að vera á Broadway. „Það hafa auðvitað einhverjar þúsundir unnið og skemmt á stöðunum þremur þannig það verður eflaust talsvert af fólki. Það komast um 2.500 manns fyrir þannig að það er nóg pláss fyrir almenna gesti og velunnara,“ segir Hörður. Broadway var stofnað í Álfabakka 6. nóvember árið 1981 af Ólafi Laufdal og varð fljótlega vinsælasti veitingastaður landsins. „Hótel Ísland opnar svo í Ármúla árið 1986 en Broadway verður þó áfram í Álfabakka í einhvern tíma. Svo flutti Broadway á Hótel Ísland.“ Á lokakvöldi Broadway kemur fram fjöldi listamanna sem tengjast staðnum. „Það ætla skemmtikraftar sem skemmt hafa á stöðunum í gegnum árin að koma fram á lokakvöldinu eins og Stjórnin, sem var einmitt húshljómsveit á Hótel Íslandi á sínum tíma, Regína Ósk, Bryndís Ásmundsdóttir, Ari Jónsson, Einar Júlíusson, gamlir diskótekarar og margir fleiri listamenn,“ segir Hörður um lokakvöldið. Myndum af starfsmönnum í leik og starfi verður varpað á stórt tjald á lokakvöldinu. Broadway hýsti fjölda sýninga, tónleika og skemmtana og hefur skipað stórt hlutverk í menningarlífi Íslendinga þau ár sem starfsemin hefur verið í gangi. Þar hafa komið fram listamenn á borð við Tom Jones, Jerry Lee Lewis, Fats Domino, The Shadows, The Strokes, Nick Cave, Rod Stewart og ógrynni fleiri heimsþekktra nafna í tónlistargeiranum. Forsala á þennan merkilega viðburð verður miðvikudaginn 9. apríl og fimmtudaginn 10. apríl.Sigríður BeinteinsdóttirVísir/GVASigríður Beinteinsdóttir „Það er hræðilegt að það þurfi að loka þessu húsi, þetta er eina húsið þar sem hægt er að vera með svona dinner, „show“ og dansleik á eftir. Þetta hús er svo sérstakt og flott. Það var frábært að vinna fyrir Ólaf Laufdal. Það verður mikil eftirsjá hjá flestu tónlistarfólki sem ég þekki. Ég á margar minningar þaðan og var mikið að spila og syngja í þessu húsi. Ég setti til dæmis upp Tinu Turner tribute, á árunum 2006-2007, það var rosalega skemmtilegt. Svo var Stjórnin húshljómsveit þarna í þrjú ár. Það var mjög eftirminnilegt þegar ég hitti John Travolta og Tom Jones. Það kom mér sérstaklega á óvart hvað Travolta var lítill en hann kom hingað stuttu eftir Grease-ævintýrið. Við í Stjórninni spilum í lokahófinu, það verður talið í allt þetta skemmtilegasta og við rifjum gamla prógrammið.“Björgvin HalldórssonMynd/RósaBjörgvin Halldórsson „Ég var skemmtanastjóri á Broadway í mörg ár og tók þar til dæmis á móti mörgum heimsþekktum erlendum skemmtikröftum. Þetta var rosalega skemmtilegur tími og gaman að taka á móti þessum frægu stjörnum. Ég á margar frábærar minningar, það var til dæmis mjög gaman að syngja með Rod Stewart. Allar sýningarnar sem ég setti upp og tók þátt í eru líka ofarlega í huga eins og sýningarnar Allt vitlaust, Þó líði ár og öld og margar fleiri söngsýningar. Það var algjört þrekvirki að byggja staðinn upp, eftir að Broadway lokar er sárvöntun á svona stöðum, þar sem fólk getur borðað, horft á „show“ og dansað, þetta eru bara orðnir litlir öskubakkar niðri í bæ. Ég hef þó trú á að þetta fari í hringi því ég man að þegar diskóið var við völd, var minna um lifandi flutning og þá voru plötusnúðarnir allsráðandi. Þegar diskóið rann út þá duttu plötusnúðarnir inni í hljómsveitirnar. Þetta breytist og fer í bylgjur.“Ólafur LaufdalMynd/SkjáskotÓlafur Laufdal, stofnandi Broadway „Ég hætti fyrir tíu árum en þetta var meiriháttar tími þegar ég byggði upp Broadway. Ég var menntaður þjónn og stofnaði Hollywood sem var vinsælasti veitingastaður í bænum. Eftir það byggði ég svo Broadway í Álfabakka, sem tók 1.500 manns og þar komu fram margir frægir skemmtikraftar. Svo kom upp sú staða að mig vantaði stærra pláss og þá byggði ég Hótel Ísland í Ármúla. Þar hafði ég leyfi fyrir 2.200 manns. Ég á frábærar minningar og það var gaman að hitta svona mikið af heimsfrægum skemmtikröftum. Þegar ég hætti með reksturinn þá var mjög mikið að gera. Sonur minn, Arnar Laufdal tók við rekstrinum og það gekk mjög vel. Við vorum alltaf með stærstu árshátíðirnar en eftir hrunið urðu margar árshátíðir minni. Það var alltaf nóg að gera þegar við vorum með þetta. Reksturinn var í fínu lagi þegar ég hætti, en ég ætlaði að taka því rólega og gerði það í eitt til tvö ár en svo fór að byggja hús í Grímsnesi og er nú með Hótel Grímsborgir.“Björgvin Halldórsson og Rod StewartGunnar Þórðarson, Björgvin Halldórsson, Þuríður Sigurðardóttir og Egill ÓlafssonFleiri myndir og upplýsingar má finna hér.
Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið