Þingmenn funda í hádeginu í dag með rektornum á Hvanneyri Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. mars 2014 07:00 Ráðagerðir yfirvalda menntamála í landinu um uppbyggingu og nýjar stofnanir hjá LBHÍ á Hvanneyri voru tengdar hugmyndum um faglega uppbyggingu samfara sameiningu LBHÍ og HÍ. Fréttablaðið/GVA Þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra funda í dag með Ágústi Sigurðssyni rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) og ræða stöðu skólans og framtiðarhorfur. Blaðið greindi frá því í gær að vegna þess að ekki verði af sameiningu LBHÍ og Háskóla Íslands (HÍ) hafi verið slegin af innviðafjárfesting sem ráðast hafi átt í á Hvanneyri næstu tvö ár upp á um 300 milljónir króna. Þá þurfi skólinn að hefja þegar endurgreiðslu uppsafnaðrar framúrkeyrslu fjárheimilda upp á 763 milljónir króna.Sindri SigurgeirssonMeð þessu segja Bændasamtökin búna til óvissu um framtíða LBHÍ og um þróun í íslenskum landbúnaði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu samtakanna sem Sindri Sigurgeirsson formaður þeirra skrifar undir. „Útspil ráðherra vekur furðu í ljósi þess að hann var áður reiðubúinn til þess að byggja upp starfsemi á Hvanneyri og Reykjum. Í stað þess dregur hann nú fram refsivöndinn þegar hann nær ekki fram fyrirhugaðri sameiningu,“ segir þar. Sjálfstæðir og öflugir landbúnaðarháskólar eru jafnfram sagðir mikilvægur hlekkur í framþróun og framtíð landbúnaðarins og forsenda sóknar í matvælaframleiðslu. „Standa þarf vörð um sjálfstæði landbúnaðarháskólanna og ástæða er til að óttast að ef yfirstjórn þeirra færist til Reykjavíkur, fjari fljótlega undan skólum staðsettum á landsbyggðinni.“ Bent er á að í greiningu ráðgjafa KPMG fyrir vinnuhóp sveitarstjórnar Borgarbyggðar um framtíð háskóla í sveitarfélaginu hafi komið fram að rekstrarfyrirkomulag sjálfseignarstofnunar gæti haft marga kosti fyrir LBHÍ. Í hópnum áttu sæti fulltrúar sveitarfélagsins, Bændasamtakanna, atvinnulífs og rektorar LBHÍ og Bifrastar. Samtökin segja brýnt að skólinn fái heimild til að þróa starf sitt og eignir sem honum tengjast en áætlað verðmæti þeirra sé um 3,5 milljarðar króna. Tillögur sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi kynnt um tilfærslur og ný verkefni henti prýðilega sjálfseignarstofnun eða sjálfstæðum ríkisháskóla.Ásmundur Einar DaðasonÁsmundur Einar Daðason, einn þingmanna Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, segir skoðanir hafa verið mjög skiptar um hvort sameina ætti LBHÍ og HÍ eða auka og þétta samstarf við aðra skóla. Að baki ákvörðun um að sameina ekki liggi úttektir sem sýni fram á að henni hafi ekki fylgt fjárhagsleg hagræðing. „Mín persónulega skoðun hefur verið að háskólarnir tveir í Borgarfirði eiga að horfa til miklu nánara samstarfs og veruleg sóknarfæri séu í því fólgin. Jafnvel mætti líka hafa Háskólann Hólum með í þeirri mynd,“ segir Ásmundur Einar. Að auki mætti auka samstarf við Menntaskólann í Borgarnesi. „Af hálfu heimamanna hafa verið ýmsar hugmyndir uppi sem ég er ekki frá því að geti skilað meiri fjárhagslegri hagræðingu og eflt þessar stofnanir.“ Um leið segir Ásmundur Einar, sem situr í fjárlaganefnd þingsins, liggja ljóst fyrir að allar stofnanir verði að standast fjárlög. Sú hlið mála verði rædd nánar á fundi þingmanna kjördæmisins með rektor LBHÍ í hádeginu í dag.Fjárlaganefnd um framkvæmd fjárlagaÍ áliti fjárlaganefndar Alþingis um skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga á fyrri helmingi síðasta árs, frá 22. janúar síðastliðnum er fjallað sérstaklega um LBHÍ. Vitnað er til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem segir: „Landbúnaðarháskóli Íslands hefur um langt skeið stofnað til útgjalda umfram fjárheimildir og safnað upp skuldum við ríkissjóð af þeim sökum. Rekstur skólans á fyrri hluta árs bendir til þess að framhald verði á hallarekstri. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ekki brugðist með fullnægjandi hætti við þessum vanda. Fyrir liggur að Alþingi hefur ekki aukið fjárveitingar til skólans til samræmis við umfang rekstrar og ber því ráðuneytinu skylda til að sjá til þess að dregið verði úr starfsemi skólans þannig að hún rúmist innan núverandi fjárveitinga.“ Nefndin beindi því til menntamálaráðuneytisins að taka afstöðu til og hrinda í framkvæmd, þegar í febrúar 2014, tillögum um breytingar á Hvanneyri þannig að starfsemin rúmist innan heildarramma ráðuneytisins til háskólamála. Tengdar fréttir Skammsýni að sameinast ekki HÍ Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri þarf að draga verulega saman seglin til að halda sér innan fjárlaga og endurgreiða framúrkeyrslu síðustu ára. Menntamálaráðherra hefur kallað eftir áætlun þar að lútandi hjá rektor skólans. 25. mars 2014 07:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra funda í dag með Ágústi Sigurðssyni rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) og ræða stöðu skólans og framtiðarhorfur. Blaðið greindi frá því í gær að vegna þess að ekki verði af sameiningu LBHÍ og Háskóla Íslands (HÍ) hafi verið slegin af innviðafjárfesting sem ráðast hafi átt í á Hvanneyri næstu tvö ár upp á um 300 milljónir króna. Þá þurfi skólinn að hefja þegar endurgreiðslu uppsafnaðrar framúrkeyrslu fjárheimilda upp á 763 milljónir króna.Sindri SigurgeirssonMeð þessu segja Bændasamtökin búna til óvissu um framtíða LBHÍ og um þróun í íslenskum landbúnaði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu samtakanna sem Sindri Sigurgeirsson formaður þeirra skrifar undir. „Útspil ráðherra vekur furðu í ljósi þess að hann var áður reiðubúinn til þess að byggja upp starfsemi á Hvanneyri og Reykjum. Í stað þess dregur hann nú fram refsivöndinn þegar hann nær ekki fram fyrirhugaðri sameiningu,“ segir þar. Sjálfstæðir og öflugir landbúnaðarháskólar eru jafnfram sagðir mikilvægur hlekkur í framþróun og framtíð landbúnaðarins og forsenda sóknar í matvælaframleiðslu. „Standa þarf vörð um sjálfstæði landbúnaðarháskólanna og ástæða er til að óttast að ef yfirstjórn þeirra færist til Reykjavíkur, fjari fljótlega undan skólum staðsettum á landsbyggðinni.“ Bent er á að í greiningu ráðgjafa KPMG fyrir vinnuhóp sveitarstjórnar Borgarbyggðar um framtíð háskóla í sveitarfélaginu hafi komið fram að rekstrarfyrirkomulag sjálfseignarstofnunar gæti haft marga kosti fyrir LBHÍ. Í hópnum áttu sæti fulltrúar sveitarfélagsins, Bændasamtakanna, atvinnulífs og rektorar LBHÍ og Bifrastar. Samtökin segja brýnt að skólinn fái heimild til að þróa starf sitt og eignir sem honum tengjast en áætlað verðmæti þeirra sé um 3,5 milljarðar króna. Tillögur sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi kynnt um tilfærslur og ný verkefni henti prýðilega sjálfseignarstofnun eða sjálfstæðum ríkisháskóla.Ásmundur Einar DaðasonÁsmundur Einar Daðason, einn þingmanna Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, segir skoðanir hafa verið mjög skiptar um hvort sameina ætti LBHÍ og HÍ eða auka og þétta samstarf við aðra skóla. Að baki ákvörðun um að sameina ekki liggi úttektir sem sýni fram á að henni hafi ekki fylgt fjárhagsleg hagræðing. „Mín persónulega skoðun hefur verið að háskólarnir tveir í Borgarfirði eiga að horfa til miklu nánara samstarfs og veruleg sóknarfæri séu í því fólgin. Jafnvel mætti líka hafa Háskólann Hólum með í þeirri mynd,“ segir Ásmundur Einar. Að auki mætti auka samstarf við Menntaskólann í Borgarnesi. „Af hálfu heimamanna hafa verið ýmsar hugmyndir uppi sem ég er ekki frá því að geti skilað meiri fjárhagslegri hagræðingu og eflt þessar stofnanir.“ Um leið segir Ásmundur Einar, sem situr í fjárlaganefnd þingsins, liggja ljóst fyrir að allar stofnanir verði að standast fjárlög. Sú hlið mála verði rædd nánar á fundi þingmanna kjördæmisins með rektor LBHÍ í hádeginu í dag.Fjárlaganefnd um framkvæmd fjárlagaÍ áliti fjárlaganefndar Alþingis um skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga á fyrri helmingi síðasta árs, frá 22. janúar síðastliðnum er fjallað sérstaklega um LBHÍ. Vitnað er til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem segir: „Landbúnaðarháskóli Íslands hefur um langt skeið stofnað til útgjalda umfram fjárheimildir og safnað upp skuldum við ríkissjóð af þeim sökum. Rekstur skólans á fyrri hluta árs bendir til þess að framhald verði á hallarekstri. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ekki brugðist með fullnægjandi hætti við þessum vanda. Fyrir liggur að Alþingi hefur ekki aukið fjárveitingar til skólans til samræmis við umfang rekstrar og ber því ráðuneytinu skylda til að sjá til þess að dregið verði úr starfsemi skólans þannig að hún rúmist innan núverandi fjárveitinga.“ Nefndin beindi því til menntamálaráðuneytisins að taka afstöðu til og hrinda í framkvæmd, þegar í febrúar 2014, tillögum um breytingar á Hvanneyri þannig að starfsemin rúmist innan heildarramma ráðuneytisins til háskólamála.
Tengdar fréttir Skammsýni að sameinast ekki HÍ Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri þarf að draga verulega saman seglin til að halda sér innan fjárlaga og endurgreiða framúrkeyrslu síðustu ára. Menntamálaráðherra hefur kallað eftir áætlun þar að lútandi hjá rektor skólans. 25. mars 2014 07:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Skammsýni að sameinast ekki HÍ Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri þarf að draga verulega saman seglin til að halda sér innan fjárlaga og endurgreiða framúrkeyrslu síðustu ára. Menntamálaráðherra hefur kallað eftir áætlun þar að lútandi hjá rektor skólans. 25. mars 2014 07:00