Kólumbísku konurnar fengu dvalarleyfi Snærós Sindradóttir skrifar 25. mars 2014 07:45 Johanna Suarez sést hér faðma kærasta sinn, Unnar Elías, eftir að niðurstaða málsins hafði verið kynnt þeim hjá sýslumanni. Á myndinni sjást einnig Mary Luz, sonur hennar og dóttir Johönnu. VÍSIR/Vilhelm Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í gær að tvær kólumbískar konur og sjö ára stúlka skyldu hljóta dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Útlendingastofnun hafði áður synjað konunum um hæli og taldi ekki sannað að þær væru í hættu í heimalandi sínu eins og þær höfðu greint frá. Um er að ræða konu á sjötugsaldri, Susönnu Ortiz de Suarez, dóttur hennar Johönnu og dótturdóttur. Konurnar komu hingað til lands árið 2011 vegna þess að dóttir Susönnu, Mary Luz Suarez, hafði hlotið stöðu flóttamanns hér á landi árið 2007.Fjölskyldan glöð í bragði eftir að hafa fengið góðu fréttirnar. Sjö ára stúlkan sem fékk dvalarleyfi er fremst í flokki. VÍSIR/VilhelmMary Luz segist himinlifandi með niðurstöðuna. „Við sitjum bara og horfum fram fyrir okkur og trúum þessu varla. Við treystum því ekki að þetta hafi farið svona.“ Hún þakkar sérstaklega fólki sem hefur aðstoðað fjölskylduna hér á landi. „Við erum svo heppnar með hvað það voru margir sem hjálpuðu okkur. Allir voru að hjálpa okkur að skrifa umsóknir og þýða fyrir okkur.“ Hún segir að ferlið hafi verið þeim erfitt. „Þetta tók mjög á, það var mjög erfitt að rifja upp frá hverju við erum að flýja og við sváfum ekki vel.“ Mary segir jafnframt að spennufallið sé mikið. „Núna erum við bara þreyttar.“ Dvalarleyfi af mannúðarástæðum er veitt til árs í senn en sækja þarf um endurnýjun að ári liðnu.Mary Luz hissa og ánægð með að fá að hafa móður sína og systur hjá sér. VÍSIR/Vilhelm Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í gær að tvær kólumbískar konur og sjö ára stúlka skyldu hljóta dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Útlendingastofnun hafði áður synjað konunum um hæli og taldi ekki sannað að þær væru í hættu í heimalandi sínu eins og þær höfðu greint frá. Um er að ræða konu á sjötugsaldri, Susönnu Ortiz de Suarez, dóttur hennar Johönnu og dótturdóttur. Konurnar komu hingað til lands árið 2011 vegna þess að dóttir Susönnu, Mary Luz Suarez, hafði hlotið stöðu flóttamanns hér á landi árið 2007.Fjölskyldan glöð í bragði eftir að hafa fengið góðu fréttirnar. Sjö ára stúlkan sem fékk dvalarleyfi er fremst í flokki. VÍSIR/VilhelmMary Luz segist himinlifandi með niðurstöðuna. „Við sitjum bara og horfum fram fyrir okkur og trúum þessu varla. Við treystum því ekki að þetta hafi farið svona.“ Hún þakkar sérstaklega fólki sem hefur aðstoðað fjölskylduna hér á landi. „Við erum svo heppnar með hvað það voru margir sem hjálpuðu okkur. Allir voru að hjálpa okkur að skrifa umsóknir og þýða fyrir okkur.“ Hún segir að ferlið hafi verið þeim erfitt. „Þetta tók mjög á, það var mjög erfitt að rifja upp frá hverju við erum að flýja og við sváfum ekki vel.“ Mary segir jafnframt að spennufallið sé mikið. „Núna erum við bara þreyttar.“ Dvalarleyfi af mannúðarástæðum er veitt til árs í senn en sækja þarf um endurnýjun að ári liðnu.Mary Luz hissa og ánægð með að fá að hafa móður sína og systur hjá sér. VÍSIR/Vilhelm
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira