Dagur B. Eggertsson nýtur mests stuðnings í borgarstjórastólinn Brjánn Jónasson skrifar 15. mars 2014 06:30 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, nýtur mun meiri hylli borgarbúa en Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Pjetur Meirihluti borgarbúa vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri að loknum kosningum. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra oddvita samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls vilja 52,6 prósent borgarbúa að Dagur, sem nú gegnir embætti forseta borgarráðs, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Stuðningur við Dag er meira en tvöfalt meiri en kjörfylgi Samfylkingarinnar, en um 23 prósent borgarbúa myndu kjósa flokk Dags yrði gengið til kosninga nú. Nær allir stuðningsmenn Samfylkingarinnar, 92,9 prósent, vilja Dag sem borgarstjóra. Þá vilja 59,7 prósent stuðningsmanna Bjartrar framtíðar Dag í borgarstjórastólinn, eins og 38,1 prósent stuðningsmanna Pírata og 34,6 prósent kjósenda Vinstri grænna.Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, nýtur næst-mests stuðnings til að gegna embætti borgarstjóra eftir kosningar. Alls segjast 19,6 prósent vilja að hann fylli spor Jóns Gnarr, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í kosningunum. Stuðningur við Halldór er örlítið minni en stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn, sem mælist 23,1 prósent í könnuninni, og afar lítill meðal stuðningsmanna annarra flokka. Þriðji oddvitinn sem fær stuðning meira en fimm prósenta kjósenda er Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokks Jóns Gnarr borgarstjóra. Um 7,6 prósent vilja að Björn verði borgarstjóri eftir kosningar. Athygli vekur að aðeins 33,8 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar vill að Björn verði borgarstjóri, en 59,7 prósent vill heldur Dag B. Eggertsson. Aðrir oddvitar eru með minni stuðning til að gegna embætti borgarstjóra. Um 4,6 prósent vill að Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, taki við embættinu, og 3,2 prósent vill Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá vilja 1,5 prósent Óskar Bergsson, oddvita Framsóknarflokksins, og 0,7 prósent Þorleif Gunnarsson, oddvita Dögunnar. Hátt hlutfall þátttakenda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, um 40 prósent, sögðust ekki hafa gert upp við sig hvað þau ætluðu að kjósa. Dagur nýtur langmests stuðnings meðal þessa hóps. Um 62,7 prósent óákveðinna vill að hann verði borgarstjóri en 13,3 prósent vill heldur Halldór Halldórsson.Aðferðafræðin Hringt var í 1.241 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 12. mars. Svarhlutfallið var 65 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hver vilt þú að verði borgarstjóri eftir kosningarnar? Alls tóku 50,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Meirihluti borgarbúa vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri að loknum kosningum. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra oddvita samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls vilja 52,6 prósent borgarbúa að Dagur, sem nú gegnir embætti forseta borgarráðs, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Stuðningur við Dag er meira en tvöfalt meiri en kjörfylgi Samfylkingarinnar, en um 23 prósent borgarbúa myndu kjósa flokk Dags yrði gengið til kosninga nú. Nær allir stuðningsmenn Samfylkingarinnar, 92,9 prósent, vilja Dag sem borgarstjóra. Þá vilja 59,7 prósent stuðningsmanna Bjartrar framtíðar Dag í borgarstjórastólinn, eins og 38,1 prósent stuðningsmanna Pírata og 34,6 prósent kjósenda Vinstri grænna.Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, nýtur næst-mests stuðnings til að gegna embætti borgarstjóra eftir kosningar. Alls segjast 19,6 prósent vilja að hann fylli spor Jóns Gnarr, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í kosningunum. Stuðningur við Halldór er örlítið minni en stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn, sem mælist 23,1 prósent í könnuninni, og afar lítill meðal stuðningsmanna annarra flokka. Þriðji oddvitinn sem fær stuðning meira en fimm prósenta kjósenda er Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokks Jóns Gnarr borgarstjóra. Um 7,6 prósent vilja að Björn verði borgarstjóri eftir kosningar. Athygli vekur að aðeins 33,8 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar vill að Björn verði borgarstjóri, en 59,7 prósent vill heldur Dag B. Eggertsson. Aðrir oddvitar eru með minni stuðning til að gegna embætti borgarstjóra. Um 4,6 prósent vill að Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, taki við embættinu, og 3,2 prósent vill Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá vilja 1,5 prósent Óskar Bergsson, oddvita Framsóknarflokksins, og 0,7 prósent Þorleif Gunnarsson, oddvita Dögunnar. Hátt hlutfall þátttakenda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, um 40 prósent, sögðust ekki hafa gert upp við sig hvað þau ætluðu að kjósa. Dagur nýtur langmests stuðnings meðal þessa hóps. Um 62,7 prósent óákveðinna vill að hann verði borgarstjóri en 13,3 prósent vill heldur Halldór Halldórsson.Aðferðafræðin Hringt var í 1.241 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 12. mars. Svarhlutfallið var 65 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hver vilt þú að verði borgarstjóri eftir kosningarnar? Alls tóku 50,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira