Antíkbúðum í miðborginni fækkar Brjánn Jónasson skrifar 5. mars 2014 07:00 Viðskiptavinir geta kíkt í Antikmuni út fyrstu vikuna í apríl en eftir það verður versluninni lokað eftir rúmlega 20 ár við Klapparstíginn, segir Ari Magnússon, eigandi verslunarinnar. Fréttablaðið/GVA Eigandi verslunarinnar Antikmuna á Klapparstíg hefur ákveðið að loka versluninni eftir 40 ára rekstur í miðborginni. Verslunin mun loka eftir næstu mánaðarmót, um svipað leiti og Fríða frænka. Eftir verða tvær antikverslanir í miðborginni, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. „Þegar maður stendur á krossgötum er bæði ákveðin eftirvænting í því að takast á við eitthvað nýtt, en um leið söknuður eftir þessu gamla. Ég er búinn að vera hérna í rúmlega tuttugu ár,“ segir Ari Magnússon, eigandi Antikmuna. Ari segir húsnæðið einfaldlega of dýrt miðað við veltu verslunarinnar. „Það koma alltaf tískusveiflur í þessum bransa, það var til dæmis mjög mikið um að vera á tíunda áratugnum,“ segir Ari. „Það komu til mín ungar athafnakonur sem leist svo vel á þennan stað og langar til að vera með verslun með hönnun fyrir túristana. Mér leist svo ljómandi vel á þetta að ég ákvað að leigja þeim húsnæðið,“ segir Ari. Antikmunir tók til starfa á Laufásveginum árið 1974, en móðir Ara tók við rekstrinum tveimur árum síðar. Verslunin flutti svo á Klapparstíginn árið 1992, en þá hafði Ari hætt á sjó og tekið við rekstrinum af móður sinni. „Við verðum með opið áfram fram í fyrstu vikuna í apríl,“ segir Ari. Hann segir mikið til af fallegum munum og allt verði selt á útsölu áður en verslunin loki. Útsalan hefst á fimmtudag. Hann segir árin í miðborginni hafa verið góð, en segir framkvæmdir þar hafa sett svartan blett á þann tíma. „Það hefur verið mjög erfitt fyrir reksturinn þegar framkvæmdir sem hafa verið í gangi hér hafa dregist úr hömlu.“ Ari er þó ekki alveg hættur í antikvörunum, því hann ætlar að koma sér upp aðstöðu til að gera við og verðmeta fyrir þá sem hafi áhuga á slíkri þjónustu.Anna Ringsted er eigandi Fríðu frænku.Fréttablaðið/GVASelur antik á netinu Antikmunir er ekki eina antikverslunin í miðborginni sem fer að loka dyrunum í síðasta skipti. Verslunin Fríða frænka skellir í lás um mánaðarmótin, segir Anna Ringsted, eigandi verslunarinnar. „Ég ætla að hætta á toppnum, mig langar til að breyta til. Það fylgir þessu brjálæðislega mikil vinna, og ég ákvað að hætta áður en ég fengi nóg,“ segir Anna. Hún segir reksturinn blómlegan, og vistina í miðborginni hafa verið góða. Nú ætlar hún hins vegar að söðla um og stefnir á að opna vefverslun með antikmuni með haustinu. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Eigandi verslunarinnar Antikmuna á Klapparstíg hefur ákveðið að loka versluninni eftir 40 ára rekstur í miðborginni. Verslunin mun loka eftir næstu mánaðarmót, um svipað leiti og Fríða frænka. Eftir verða tvær antikverslanir í miðborginni, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. „Þegar maður stendur á krossgötum er bæði ákveðin eftirvænting í því að takast á við eitthvað nýtt, en um leið söknuður eftir þessu gamla. Ég er búinn að vera hérna í rúmlega tuttugu ár,“ segir Ari Magnússon, eigandi Antikmuna. Ari segir húsnæðið einfaldlega of dýrt miðað við veltu verslunarinnar. „Það koma alltaf tískusveiflur í þessum bransa, það var til dæmis mjög mikið um að vera á tíunda áratugnum,“ segir Ari. „Það komu til mín ungar athafnakonur sem leist svo vel á þennan stað og langar til að vera með verslun með hönnun fyrir túristana. Mér leist svo ljómandi vel á þetta að ég ákvað að leigja þeim húsnæðið,“ segir Ari. Antikmunir tók til starfa á Laufásveginum árið 1974, en móðir Ara tók við rekstrinum tveimur árum síðar. Verslunin flutti svo á Klapparstíginn árið 1992, en þá hafði Ari hætt á sjó og tekið við rekstrinum af móður sinni. „Við verðum með opið áfram fram í fyrstu vikuna í apríl,“ segir Ari. Hann segir mikið til af fallegum munum og allt verði selt á útsölu áður en verslunin loki. Útsalan hefst á fimmtudag. Hann segir árin í miðborginni hafa verið góð, en segir framkvæmdir þar hafa sett svartan blett á þann tíma. „Það hefur verið mjög erfitt fyrir reksturinn þegar framkvæmdir sem hafa verið í gangi hér hafa dregist úr hömlu.“ Ari er þó ekki alveg hættur í antikvörunum, því hann ætlar að koma sér upp aðstöðu til að gera við og verðmeta fyrir þá sem hafi áhuga á slíkri þjónustu.Anna Ringsted er eigandi Fríðu frænku.Fréttablaðið/GVASelur antik á netinu Antikmunir er ekki eina antikverslunin í miðborginni sem fer að loka dyrunum í síðasta skipti. Verslunin Fríða frænka skellir í lás um mánaðarmótin, segir Anna Ringsted, eigandi verslunarinnar. „Ég ætla að hætta á toppnum, mig langar til að breyta til. Það fylgir þessu brjálæðislega mikil vinna, og ég ákvað að hætta áður en ég fengi nóg,“ segir Anna. Hún segir reksturinn blómlegan, og vistina í miðborginni hafa verið góða. Nú ætlar hún hins vegar að söðla um og stefnir á að opna vefverslun með antikmuni með haustinu.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira