Innlent

Baðst afsökunar á misheppnuðum samskiptum læknis við fanga

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fangi kvartaði undan samskiptum við lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurlandsog hnýsni hans í sjúkraskrá.
Fangi kvartaði undan samskiptum við lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurlandsog hnýsni hans í sjúkraskrá. Fréttblaðið/Pjetur
„Ég hef beðist afsökunar fyrir hönd stofnunarinnar á misheppnuðum samskiptum,“ segir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í bréfi til Persónuverndar vegna kvörtunar sem þangað barst um hegðun læknis.

Persónuvernd segir umræddan lækni hafi brotið lög þegar hann fór ítrekað inn í sjúkraskrá fyrrverandi fanga sem hann hafði sinnt.

Þegar fanginn lauk afplánun í september 2012 lauk hann einnig meðferð hjá lækninum og hafði engin samskipti við hann eftir það. Í október þetta ár kvartaði maðurinn við framkvæmdastjóra lækninga á HSU yfir framkomu læknisins þegar hann var í meðferð hjá honum um vorið það ár.

Síðar kærði fanginn fyrrverandi lækninn til Persónuverndar sem segir að þrátt fyrr að læknirinn hafi þá ekki haft aðgang að sjúkraskrá mannsins í þágu læknismeðferðar hafi hann flett átta sinnum upp í skránni í febrúar 2013. Það hafi ekki samrýmst lögum. Stofnunin sagði lækninn einfaldlega hafa viljað fylgjast með hvernig manninum vegnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×