„Braust inn í ísskáp og hélt veislu fyrir sjálfan sig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. apríl 2014 11:00 mynd/fésbókarsíða Gistihússins á Hvanneyri Lögreglunni á Siglufirði barst tilkynning um mann sem hafði brotist inn í ísskáp á Gistihúsinu Hvanneyri í gærkvöldi. Maðurinn hefur ekki verið ákærður og var ekki færður í fangageymslu. Samkvæmt lögreglunni á svæðinu átti maðurinn ekki pening fyrir mat og fékk sér brauðbita úr ísskáp á gistiheimilinu. „Þessi maður stakk af með lykil og borgaði ekki seinni nóttina sína og auk þess braust hann inn í ísskáp og hélt veislu fyrir sjálfan sig, vil bara vara við honum.” Þessi frásögn kemur fram á Fésbókarsíðu Gistihússins Hvanneyri á Siglufirði en um er að ræða norskan ferðamann sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir nokkru síðan í ævintýraferð til Íslands. Maðurinn hefur notið vinsælda á svæðinu og ferðast með Íslendingum og vinnur hann fyrir gistingu og mat með gítar að vopni, sem hann fær lánaðan þar sem hann kemur við. „Ég fór til lögreglunnar þegar ég sá að búið var að brjótast inn í ísskápinn og hélt hann væri farinn en svo fann ég hann í efri koju inn í herbergi – steinsofandi,” segir Þórður Andersen, eigandi Gistihússins Hvanneyri, í samtali við blaðamanninn Eirík Jónsson á síðu hans. „Við reyndum að strauja kortið hans en það var alveg tómt. Lögreglan fór svo með hann, veit ekki hvert en hann skuldar hér tvær nætur. Fyrstu nóttina borgaði Kaffi Rauðka en þar hafði hann spilað á gítar og sungið fyrir gesti eitt kvöld,” segir Þórður en hann mun í framhaldinu fjárfesta í nýjum lás á ísskáp sinn. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Lögreglunni á Siglufirði barst tilkynning um mann sem hafði brotist inn í ísskáp á Gistihúsinu Hvanneyri í gærkvöldi. Maðurinn hefur ekki verið ákærður og var ekki færður í fangageymslu. Samkvæmt lögreglunni á svæðinu átti maðurinn ekki pening fyrir mat og fékk sér brauðbita úr ísskáp á gistiheimilinu. „Þessi maður stakk af með lykil og borgaði ekki seinni nóttina sína og auk þess braust hann inn í ísskáp og hélt veislu fyrir sjálfan sig, vil bara vara við honum.” Þessi frásögn kemur fram á Fésbókarsíðu Gistihússins Hvanneyri á Siglufirði en um er að ræða norskan ferðamann sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir nokkru síðan í ævintýraferð til Íslands. Maðurinn hefur notið vinsælda á svæðinu og ferðast með Íslendingum og vinnur hann fyrir gistingu og mat með gítar að vopni, sem hann fær lánaðan þar sem hann kemur við. „Ég fór til lögreglunnar þegar ég sá að búið var að brjótast inn í ísskápinn og hélt hann væri farinn en svo fann ég hann í efri koju inn í herbergi – steinsofandi,” segir Þórður Andersen, eigandi Gistihússins Hvanneyri, í samtali við blaðamanninn Eirík Jónsson á síðu hans. „Við reyndum að strauja kortið hans en það var alveg tómt. Lögreglan fór svo með hann, veit ekki hvert en hann skuldar hér tvær nætur. Fyrstu nóttina borgaði Kaffi Rauðka en þar hafði hann spilað á gítar og sungið fyrir gesti eitt kvöld,” segir Þórður en hann mun í framhaldinu fjárfesta í nýjum lás á ísskáp sinn.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira