Skrifaði lokaritgerð um Eurovision 31. janúar 2014 08:30 Haukur hefur fylgst með Eurovision-keppninni á hverju ári frá 1991. Mynd/Maria Jansson Þetta er í fyrsta sinn sem hinn forfallni Eurovision-aðdáandi Haukur Johnson tekur þátt í Eurovision-keppninni, en hann er búsettur í Svíþjóð þar sem hann lærði tónlistarútsetningar. „Ég er mikill áhugamaður um keppnina vegna tónlistarinnar en hún hefur líka landfræði- og sagnfræðilegt gildi sem mér finnst spennandi. Það einkennir svo flesta Eurovision-nörda eins og mig að við elskum að ferðast um heiminn,“ segir Haukur. „Það er líka gaman við þessa keppni fyrir Ísland að við sem smáþjóð stöndum jafnfætis stórum þjóðum og eigum alveg jafnmikinn séns.“ Haukur blæs á kenningar um klíkuskap í keppninni. „Auðvitað er eitthvað til í þessum klíkum en ég hef rannsakað þetta sjálfur og það er ekkert til í að þær stjórni því hver sigrar. Ég hafna öllum hugmyndum um austantjaldsmafíu. Svo má benda á að skæðasta klíkan ef út í það er farið er Norðurlandaklíkan, þær þjóðir gefa alltaf hver annarri stig.“ Haukur hefur sjálfur farið fjórum sinnum á keppnina og hann stefnir á að kíkja við í ár hvernig sem fer. „Ég á alþjóðlegan vinahóp sem mig langar að hitta þarna, það leynast náttúrulega Eurovision-nördar alls staðar. Ég hef kynnst fullt af fólki í gegnum þetta áhugamál og eignast frábæra vini víðsvegar um heiminn.“ Haukur er útskrifaður úr hagfræði við Háskóla Íslands en lokaritgerðin hans var einmitt um Eurovision. „Ég rannsakaði málið og komst að því að það væri með tilliti til allra atriða hagkvæmt fyrir Ísland að halda þessa keppni. Það má til dæmis gera ráð fyrir gríðarlegum ferðmannatekjum enda er um risastóra hátíð að ræða.“ Hauk hefur lengi langað að taka þátt sjálfur. „Ég hef gengið með þetta í maganum lengi en ég fór ekki að gera neitt í því fyrr en nýlega þegar ég hóf nám við tónlistarútsetningar. Ég hef fylgst með keppninni síðan árið 1991. Það var í fyrsta skipti sem ég horfði á alla keppnina og tók hana upp, og ég hef fylgst með henni æ síðan.“ Haukur segir ferlið að semja lagið hafi tekið smá tíma. „Ég hafði frá byrjun trú á laginu en auðvitað kom það skemmtilega á óvart að vera valinn enda samkeppnin mikil.“ Haukur segist spenntur fyrir undankeppninni en að hann sé við öllu búinn. „Mér líst rosalega vel á þetta og verð alveg sáttur hvernig sem fer. Ég kemst langt á þessu í nördaheiminum.“ Lag Hauks verður á meðal þeirra tíu laga sem keppa til úrslita annað kvöld. Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem hinn forfallni Eurovision-aðdáandi Haukur Johnson tekur þátt í Eurovision-keppninni, en hann er búsettur í Svíþjóð þar sem hann lærði tónlistarútsetningar. „Ég er mikill áhugamaður um keppnina vegna tónlistarinnar en hún hefur líka landfræði- og sagnfræðilegt gildi sem mér finnst spennandi. Það einkennir svo flesta Eurovision-nörda eins og mig að við elskum að ferðast um heiminn,“ segir Haukur. „Það er líka gaman við þessa keppni fyrir Ísland að við sem smáþjóð stöndum jafnfætis stórum þjóðum og eigum alveg jafnmikinn séns.“ Haukur blæs á kenningar um klíkuskap í keppninni. „Auðvitað er eitthvað til í þessum klíkum en ég hef rannsakað þetta sjálfur og það er ekkert til í að þær stjórni því hver sigrar. Ég hafna öllum hugmyndum um austantjaldsmafíu. Svo má benda á að skæðasta klíkan ef út í það er farið er Norðurlandaklíkan, þær þjóðir gefa alltaf hver annarri stig.“ Haukur hefur sjálfur farið fjórum sinnum á keppnina og hann stefnir á að kíkja við í ár hvernig sem fer. „Ég á alþjóðlegan vinahóp sem mig langar að hitta þarna, það leynast náttúrulega Eurovision-nördar alls staðar. Ég hef kynnst fullt af fólki í gegnum þetta áhugamál og eignast frábæra vini víðsvegar um heiminn.“ Haukur er útskrifaður úr hagfræði við Háskóla Íslands en lokaritgerðin hans var einmitt um Eurovision. „Ég rannsakaði málið og komst að því að það væri með tilliti til allra atriða hagkvæmt fyrir Ísland að halda þessa keppni. Það má til dæmis gera ráð fyrir gríðarlegum ferðmannatekjum enda er um risastóra hátíð að ræða.“ Hauk hefur lengi langað að taka þátt sjálfur. „Ég hef gengið með þetta í maganum lengi en ég fór ekki að gera neitt í því fyrr en nýlega þegar ég hóf nám við tónlistarútsetningar. Ég hef fylgst með keppninni síðan árið 1991. Það var í fyrsta skipti sem ég horfði á alla keppnina og tók hana upp, og ég hef fylgst með henni æ síðan.“ Haukur segir ferlið að semja lagið hafi tekið smá tíma. „Ég hafði frá byrjun trú á laginu en auðvitað kom það skemmtilega á óvart að vera valinn enda samkeppnin mikil.“ Haukur segist spenntur fyrir undankeppninni en að hann sé við öllu búinn. „Mér líst rosalega vel á þetta og verð alveg sáttur hvernig sem fer. Ég kemst langt á þessu í nördaheiminum.“ Lag Hauks verður á meðal þeirra tíu laga sem keppa til úrslita annað kvöld.
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein