Hefðum átt að setja okkur kynjakvóta Símon Birgisson skrifar 31. janúar 2014 08:00 Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, segir að valnefndin hefði átt að setja sér kynjakvóta. Fréttablaðið/Valli „Maður spyr sig auðvitað miðað við þetta hvort konur í íslenskum bíómyndum séu yfir höfuð talandi eða bara eitthvað skraut,“ segir Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona um val Eddunnar á 20 bestu tilvitnunum úr íslenskum kvikmyndum fyrir árið 2000. Valið var gert opinbert á Vísi í vikunni og geta lesendur vefsins kosið um bestu tilvitnunina. Þær fimm setningar sem fá flest atkvæði verða svo kynntar á Edduhátíðinni sjálfri. Það hefur hins vegar vakið athygli margra að aðeins ein tilvitnun er í kvenpersónu á þessum lista. Sú tilvitnun er í Sól úr kvikmyndinni Veggfóður þar sem hún segir: „Ég bít heldur ekki á ryðgaðan öngul.“ Á samfélagsmiðlum hefur þetta val verið gagnrýnt, meðal annars af kvikmyndagerðarkonunum Elísabetu Ronaldsdóttur, Maríönnu Friðjónsdóttur og Veru Sölvadóttur.eru konur skraut? Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona spyr hvort konur í kvikmyndum séu bara skraut.Fréttablaðið/Rósa„Eiga konur bara einn gullinn frasa í íslenskum kvikmyndum? Í alvörunni?“ skrifar Elísabet til að mynda á Facebook. Fréttablaðið leitaði til Guðna Sigurðarsonar sem skrifaði bókina Ég tvista til þess að gleyma – fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum. Við gerð bókarinnar horfði hann á 89 íslenskar kvikmyndir og valdi bestu setningarnar úr hverri þeirra. „Það eru auðvitað miklu fleiri karlpersónur í íslenskum kvikmyndum. Það er alveg greinilegt,“ segir hann. „En það ætti samt að vera lítið mál að finna fleiri en eina tilvitnun í kvenpersónu. Ég get til dæmis nefnt Stellu í orlofi, Mávahlátur og svo á amman í Hafinu átti nokkrar góðar setningar í bókinni minni.“ Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, segir að sérstök valnefnd á vegum Eddunnar beri ábyrgð á valinu. Hún vildi ekki gefa upp hverjir sátu í nefndinni en sagði kynjahlutföll hafa verið nokkuð jöfn. „Þetta val endurspeglar íslenskar kvikmyndir fyrir árið 2000 og auðvitað sakna allir einhverra setninga þarna,“ segir hún. Spurð hvort nefndin hefði ekki getað lagt sig betur eftir því að finna tilvitnanir í konur segir hún það eflaust rétt. „Við fórum ekki í að setja kynjakvóta í þetta val en eftir á að hyggja hefðum við bara átt að gera það. Konur eiga undir högg að sækja í kvikmyndum og við þurfum alltaf að vera á tánum.“Fréttablaðið tók saman nokkrar tilvitnanir í kvenpersónur úr íslenskri kvikmyndasögu:KATA: Þeir sem ekki geta étið hvalkjöt eiga ekki rétt á að lifa.HafiðHnallþóra: Hér er ekkert fínt undir sautján sortum. Kristnihald undir jökliSTELLA: Hver er þessi ýlandi dræsa hér? Segðu mér það. Stella í orlofiKarólína: Það er nú eitt sem þú þarft að passa þig á í henni Ameríku Baddi minn og það eru helvítis tittlinganámurnar. DjöflaeyjanSTELLA: Út með gæruna!Stella í orlofiAUÐUR: Það skaltu muna vesæll maður á meðan þú lifir að kona hefur barið þig. ÚtlaginnHARPA: Þú einblínir endalaust á flísina en tekur ekki notice á bjálkanum. Með allt á hreinuÞessar tilvísanir og fleiri má finna í bókinni Ég tvista til þess að gleyma - fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum eftir Guðna Sigurðsson. Tengdar fréttir Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu Taktu þátt í valinu hér á Vísi. Hvaða fleygu setningar standa upp úr? 28. janúar 2014 15:45 Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhaus Málmhaus er með flestar tilnefningar eða 16 til Edduverðlauna. Tilkynnt var tilnefningar til Edduverðlauna í Bíó Paradís í hádeginu. 30. janúar 2014 14:44 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
„Maður spyr sig auðvitað miðað við þetta hvort konur í íslenskum bíómyndum séu yfir höfuð talandi eða bara eitthvað skraut,“ segir Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona um val Eddunnar á 20 bestu tilvitnunum úr íslenskum kvikmyndum fyrir árið 2000. Valið var gert opinbert á Vísi í vikunni og geta lesendur vefsins kosið um bestu tilvitnunina. Þær fimm setningar sem fá flest atkvæði verða svo kynntar á Edduhátíðinni sjálfri. Það hefur hins vegar vakið athygli margra að aðeins ein tilvitnun er í kvenpersónu á þessum lista. Sú tilvitnun er í Sól úr kvikmyndinni Veggfóður þar sem hún segir: „Ég bít heldur ekki á ryðgaðan öngul.“ Á samfélagsmiðlum hefur þetta val verið gagnrýnt, meðal annars af kvikmyndagerðarkonunum Elísabetu Ronaldsdóttur, Maríönnu Friðjónsdóttur og Veru Sölvadóttur.eru konur skraut? Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona spyr hvort konur í kvikmyndum séu bara skraut.Fréttablaðið/Rósa„Eiga konur bara einn gullinn frasa í íslenskum kvikmyndum? Í alvörunni?“ skrifar Elísabet til að mynda á Facebook. Fréttablaðið leitaði til Guðna Sigurðarsonar sem skrifaði bókina Ég tvista til þess að gleyma – fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum. Við gerð bókarinnar horfði hann á 89 íslenskar kvikmyndir og valdi bestu setningarnar úr hverri þeirra. „Það eru auðvitað miklu fleiri karlpersónur í íslenskum kvikmyndum. Það er alveg greinilegt,“ segir hann. „En það ætti samt að vera lítið mál að finna fleiri en eina tilvitnun í kvenpersónu. Ég get til dæmis nefnt Stellu í orlofi, Mávahlátur og svo á amman í Hafinu átti nokkrar góðar setningar í bókinni minni.“ Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, segir að sérstök valnefnd á vegum Eddunnar beri ábyrgð á valinu. Hún vildi ekki gefa upp hverjir sátu í nefndinni en sagði kynjahlutföll hafa verið nokkuð jöfn. „Þetta val endurspeglar íslenskar kvikmyndir fyrir árið 2000 og auðvitað sakna allir einhverra setninga þarna,“ segir hún. Spurð hvort nefndin hefði ekki getað lagt sig betur eftir því að finna tilvitnanir í konur segir hún það eflaust rétt. „Við fórum ekki í að setja kynjakvóta í þetta val en eftir á að hyggja hefðum við bara átt að gera það. Konur eiga undir högg að sækja í kvikmyndum og við þurfum alltaf að vera á tánum.“Fréttablaðið tók saman nokkrar tilvitnanir í kvenpersónur úr íslenskri kvikmyndasögu:KATA: Þeir sem ekki geta étið hvalkjöt eiga ekki rétt á að lifa.HafiðHnallþóra: Hér er ekkert fínt undir sautján sortum. Kristnihald undir jökliSTELLA: Hver er þessi ýlandi dræsa hér? Segðu mér það. Stella í orlofiKarólína: Það er nú eitt sem þú þarft að passa þig á í henni Ameríku Baddi minn og það eru helvítis tittlinganámurnar. DjöflaeyjanSTELLA: Út með gæruna!Stella í orlofiAUÐUR: Það skaltu muna vesæll maður á meðan þú lifir að kona hefur barið þig. ÚtlaginnHARPA: Þú einblínir endalaust á flísina en tekur ekki notice á bjálkanum. Með allt á hreinuÞessar tilvísanir og fleiri má finna í bókinni Ég tvista til þess að gleyma - fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum eftir Guðna Sigurðsson.
Tengdar fréttir Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu Taktu þátt í valinu hér á Vísi. Hvaða fleygu setningar standa upp úr? 28. janúar 2014 15:45 Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhaus Málmhaus er með flestar tilnefningar eða 16 til Edduverðlauna. Tilkynnt var tilnefningar til Edduverðlauna í Bíó Paradís í hádeginu. 30. janúar 2014 14:44 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu Taktu þátt í valinu hér á Vísi. Hvaða fleygu setningar standa upp úr? 28. janúar 2014 15:45
Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhaus Málmhaus er með flestar tilnefningar eða 16 til Edduverðlauna. Tilkynnt var tilnefningar til Edduverðlauna í Bíó Paradís í hádeginu. 30. janúar 2014 14:44