Hefðum átt að setja okkur kynjakvóta Símon Birgisson skrifar 31. janúar 2014 08:00 Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, segir að valnefndin hefði átt að setja sér kynjakvóta. Fréttablaðið/Valli „Maður spyr sig auðvitað miðað við þetta hvort konur í íslenskum bíómyndum séu yfir höfuð talandi eða bara eitthvað skraut,“ segir Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona um val Eddunnar á 20 bestu tilvitnunum úr íslenskum kvikmyndum fyrir árið 2000. Valið var gert opinbert á Vísi í vikunni og geta lesendur vefsins kosið um bestu tilvitnunina. Þær fimm setningar sem fá flest atkvæði verða svo kynntar á Edduhátíðinni sjálfri. Það hefur hins vegar vakið athygli margra að aðeins ein tilvitnun er í kvenpersónu á þessum lista. Sú tilvitnun er í Sól úr kvikmyndinni Veggfóður þar sem hún segir: „Ég bít heldur ekki á ryðgaðan öngul.“ Á samfélagsmiðlum hefur þetta val verið gagnrýnt, meðal annars af kvikmyndagerðarkonunum Elísabetu Ronaldsdóttur, Maríönnu Friðjónsdóttur og Veru Sölvadóttur.eru konur skraut? Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona spyr hvort konur í kvikmyndum séu bara skraut.Fréttablaðið/Rósa„Eiga konur bara einn gullinn frasa í íslenskum kvikmyndum? Í alvörunni?“ skrifar Elísabet til að mynda á Facebook. Fréttablaðið leitaði til Guðna Sigurðarsonar sem skrifaði bókina Ég tvista til þess að gleyma – fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum. Við gerð bókarinnar horfði hann á 89 íslenskar kvikmyndir og valdi bestu setningarnar úr hverri þeirra. „Það eru auðvitað miklu fleiri karlpersónur í íslenskum kvikmyndum. Það er alveg greinilegt,“ segir hann. „En það ætti samt að vera lítið mál að finna fleiri en eina tilvitnun í kvenpersónu. Ég get til dæmis nefnt Stellu í orlofi, Mávahlátur og svo á amman í Hafinu átti nokkrar góðar setningar í bókinni minni.“ Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, segir að sérstök valnefnd á vegum Eddunnar beri ábyrgð á valinu. Hún vildi ekki gefa upp hverjir sátu í nefndinni en sagði kynjahlutföll hafa verið nokkuð jöfn. „Þetta val endurspeglar íslenskar kvikmyndir fyrir árið 2000 og auðvitað sakna allir einhverra setninga þarna,“ segir hún. Spurð hvort nefndin hefði ekki getað lagt sig betur eftir því að finna tilvitnanir í konur segir hún það eflaust rétt. „Við fórum ekki í að setja kynjakvóta í þetta val en eftir á að hyggja hefðum við bara átt að gera það. Konur eiga undir högg að sækja í kvikmyndum og við þurfum alltaf að vera á tánum.“Fréttablaðið tók saman nokkrar tilvitnanir í kvenpersónur úr íslenskri kvikmyndasögu:KATA: Þeir sem ekki geta étið hvalkjöt eiga ekki rétt á að lifa.HafiðHnallþóra: Hér er ekkert fínt undir sautján sortum. Kristnihald undir jökliSTELLA: Hver er þessi ýlandi dræsa hér? Segðu mér það. Stella í orlofiKarólína: Það er nú eitt sem þú þarft að passa þig á í henni Ameríku Baddi minn og það eru helvítis tittlinganámurnar. DjöflaeyjanSTELLA: Út með gæruna!Stella í orlofiAUÐUR: Það skaltu muna vesæll maður á meðan þú lifir að kona hefur barið þig. ÚtlaginnHARPA: Þú einblínir endalaust á flísina en tekur ekki notice á bjálkanum. Með allt á hreinuÞessar tilvísanir og fleiri má finna í bókinni Ég tvista til þess að gleyma - fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum eftir Guðna Sigurðsson. Tengdar fréttir Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu Taktu þátt í valinu hér á Vísi. Hvaða fleygu setningar standa upp úr? 28. janúar 2014 15:45 Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhaus Málmhaus er með flestar tilnefningar eða 16 til Edduverðlauna. Tilkynnt var tilnefningar til Edduverðlauna í Bíó Paradís í hádeginu. 30. janúar 2014 14:44 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
„Maður spyr sig auðvitað miðað við þetta hvort konur í íslenskum bíómyndum séu yfir höfuð talandi eða bara eitthvað skraut,“ segir Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona um val Eddunnar á 20 bestu tilvitnunum úr íslenskum kvikmyndum fyrir árið 2000. Valið var gert opinbert á Vísi í vikunni og geta lesendur vefsins kosið um bestu tilvitnunina. Þær fimm setningar sem fá flest atkvæði verða svo kynntar á Edduhátíðinni sjálfri. Það hefur hins vegar vakið athygli margra að aðeins ein tilvitnun er í kvenpersónu á þessum lista. Sú tilvitnun er í Sól úr kvikmyndinni Veggfóður þar sem hún segir: „Ég bít heldur ekki á ryðgaðan öngul.“ Á samfélagsmiðlum hefur þetta val verið gagnrýnt, meðal annars af kvikmyndagerðarkonunum Elísabetu Ronaldsdóttur, Maríönnu Friðjónsdóttur og Veru Sölvadóttur.eru konur skraut? Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona spyr hvort konur í kvikmyndum séu bara skraut.Fréttablaðið/Rósa„Eiga konur bara einn gullinn frasa í íslenskum kvikmyndum? Í alvörunni?“ skrifar Elísabet til að mynda á Facebook. Fréttablaðið leitaði til Guðna Sigurðarsonar sem skrifaði bókina Ég tvista til þess að gleyma – fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum. Við gerð bókarinnar horfði hann á 89 íslenskar kvikmyndir og valdi bestu setningarnar úr hverri þeirra. „Það eru auðvitað miklu fleiri karlpersónur í íslenskum kvikmyndum. Það er alveg greinilegt,“ segir hann. „En það ætti samt að vera lítið mál að finna fleiri en eina tilvitnun í kvenpersónu. Ég get til dæmis nefnt Stellu í orlofi, Mávahlátur og svo á amman í Hafinu átti nokkrar góðar setningar í bókinni minni.“ Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, segir að sérstök valnefnd á vegum Eddunnar beri ábyrgð á valinu. Hún vildi ekki gefa upp hverjir sátu í nefndinni en sagði kynjahlutföll hafa verið nokkuð jöfn. „Þetta val endurspeglar íslenskar kvikmyndir fyrir árið 2000 og auðvitað sakna allir einhverra setninga þarna,“ segir hún. Spurð hvort nefndin hefði ekki getað lagt sig betur eftir því að finna tilvitnanir í konur segir hún það eflaust rétt. „Við fórum ekki í að setja kynjakvóta í þetta val en eftir á að hyggja hefðum við bara átt að gera það. Konur eiga undir högg að sækja í kvikmyndum og við þurfum alltaf að vera á tánum.“Fréttablaðið tók saman nokkrar tilvitnanir í kvenpersónur úr íslenskri kvikmyndasögu:KATA: Þeir sem ekki geta étið hvalkjöt eiga ekki rétt á að lifa.HafiðHnallþóra: Hér er ekkert fínt undir sautján sortum. Kristnihald undir jökliSTELLA: Hver er þessi ýlandi dræsa hér? Segðu mér það. Stella í orlofiKarólína: Það er nú eitt sem þú þarft að passa þig á í henni Ameríku Baddi minn og það eru helvítis tittlinganámurnar. DjöflaeyjanSTELLA: Út með gæruna!Stella í orlofiAUÐUR: Það skaltu muna vesæll maður á meðan þú lifir að kona hefur barið þig. ÚtlaginnHARPA: Þú einblínir endalaust á flísina en tekur ekki notice á bjálkanum. Með allt á hreinuÞessar tilvísanir og fleiri má finna í bókinni Ég tvista til þess að gleyma - fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum eftir Guðna Sigurðsson.
Tengdar fréttir Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu Taktu þátt í valinu hér á Vísi. Hvaða fleygu setningar standa upp úr? 28. janúar 2014 15:45 Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhaus Málmhaus er með flestar tilnefningar eða 16 til Edduverðlauna. Tilkynnt var tilnefningar til Edduverðlauna í Bíó Paradís í hádeginu. 30. janúar 2014 14:44 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu Taktu þátt í valinu hér á Vísi. Hvaða fleygu setningar standa upp úr? 28. janúar 2014 15:45
Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhaus Málmhaus er með flestar tilnefningar eða 16 til Edduverðlauna. Tilkynnt var tilnefningar til Edduverðlauna í Bíó Paradís í hádeginu. 30. janúar 2014 14:44
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein