Japanskir töfrar Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2014 11:00 Gunnella Þorgeirsdóttir er aðjúnkt og greinarformaður japönskudeildar Háskóla Íslands. Hún hóf sjálf nám í japönsku við HÍ 2003 og segist vel samræðuhæf á japönsku þótt ritmálið sé erfiðara. fréttablaðið/Stefán Á morgun geta gestir Háskólatorgs upplifað Japan í allri sinni dýrð; gætt sér á sushi og japönsku tei, séð kimono-tísku, bardagalistir, búningakeppni til heiðurs japönskum teiknimyndahetjum og ótal margt fleira. „Japanshátíðin er tilvalin skemmtun fyrir alla fjölskylduna og þar finna allir eitthvað við hæfi,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir, aðjúnkt og greinarformaður í japönsku við Háskóla Íslands. Gunnella fékk ólæknandi áhuga á Japan sem barn og fór þangað sem skiptinemi á menntaskólaárunum. „Þar bjó ég hjá yndislegri fjölskyldu í Norður-Japan, í smáþorpi lengst inni í miðjunni á hvergi, og gekk í kynjaskiptan landbúnaðarskóla sem kenndi saumaskap og heimilisfræði sem var virkilega gefandi,“ segir Gunnella sem brátt lýkur doktorsprófi í japönskum þjóðfræðum við Sheffield-háskóla á Englandi. „Japanir og Íslendingar eiga margt sameiginlegt. Hvorir tveggja eru eyþjóðir, sem setur ákveðið mark á þjóðirnar, og báðar voru þær á landbúnaðarstigi fram að seinni heimsstyrjöld og hoppuðu yfir iðnbyltinguna sem skapar skemmtilegt sambland af eldri hjátrú og hugmyndafræði í bland við hátæknisamfélag nútímans.“Origami, manga og cosplay Japansdeild HÍ hélt upp á tíu ára afmæli sitt í haust og heldur nú Japanshátíð í tíunda sinn. „Hátíðin er góð leið til að kynna japanska menningu fyrir Íslendingum og skemmtilegt sambland af hefðbundinni menningu og hámenningu í Japan. Á dagskrá verður japönsk teserimónía, tískusýning á kimono og japönsk skrautskrift þar sem allir geta fengið nafn sitt ritað, í bland við nútíma- og ungmenningu eins og cosplay-búningakeppni sem byggir á karakterum úr japönskum teiknimyndum,“ útskýrir Gunnella um hluta dagskrár sem verður á þremur hæðum Háskólatorgs. „Á neðstu hæðinni tökum við vel á móti börnum með origami, manga-teikningum og hefðbundnum, japönskum leikföngum. Á miðhæðinni sýnum við tísku, söng og japanskar bardagaíþróttir og á staðnum verða upplýsingabásar um japönskudeildina, japansk-íslenska félagið, japanska sendiráðið og Japanir á Íslandi sýna ikebana-blómaskreytingar. Í boði verður japanskt góðgæti; sushi og japanskt te á Manga Café sem við opnum nú í fyrsta sinn og í Stúdentakjallaranum verður unglingastemning, grínsýning og tónlistaratriði,“ upplýsir Gunnella.Aðdráttarafl á báða kanta Japönskunám er hagnýtt í ferðamannaiðnaði, viðskiptum og margs konar alþjóðasamskiptum. „Japanska er nú önnur stærsta tungumáladeildin við HÍ og stunda um 90 nemendur japönskunám sem kennt er fyrstu tvö árin hér heima. Samskipti á milli þjóða eru mjög góð og nú eru fjórtán Íslendingar í skiptinámi í Japan og tólf Japanir í skiptinámi hér á landi. Því er augljóst að eitthvað dregur að á báða kanta,“ segir Gunnella sem gefur japönsku þjóðinni sín bestu meðmæli. „Japanir eru yndislegt fólk og með opnustu og jákvæðustu einstaklingum sem ég hef kynnst. Þeir eru dálítið eins og Íslendingar því það þarf fyrst að kynnast þeim almennilega en þegar maður er orðinn vinur þeirra er maður líka orðinn hluti af fjölskyldunni.“Japanshátíðin á Háskólatorgi hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Allir hjartanlega velkomnir. Ókeypis aðgangur. Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
Á morgun geta gestir Háskólatorgs upplifað Japan í allri sinni dýrð; gætt sér á sushi og japönsku tei, séð kimono-tísku, bardagalistir, búningakeppni til heiðurs japönskum teiknimyndahetjum og ótal margt fleira. „Japanshátíðin er tilvalin skemmtun fyrir alla fjölskylduna og þar finna allir eitthvað við hæfi,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir, aðjúnkt og greinarformaður í japönsku við Háskóla Íslands. Gunnella fékk ólæknandi áhuga á Japan sem barn og fór þangað sem skiptinemi á menntaskólaárunum. „Þar bjó ég hjá yndislegri fjölskyldu í Norður-Japan, í smáþorpi lengst inni í miðjunni á hvergi, og gekk í kynjaskiptan landbúnaðarskóla sem kenndi saumaskap og heimilisfræði sem var virkilega gefandi,“ segir Gunnella sem brátt lýkur doktorsprófi í japönskum þjóðfræðum við Sheffield-háskóla á Englandi. „Japanir og Íslendingar eiga margt sameiginlegt. Hvorir tveggja eru eyþjóðir, sem setur ákveðið mark á þjóðirnar, og báðar voru þær á landbúnaðarstigi fram að seinni heimsstyrjöld og hoppuðu yfir iðnbyltinguna sem skapar skemmtilegt sambland af eldri hjátrú og hugmyndafræði í bland við hátæknisamfélag nútímans.“Origami, manga og cosplay Japansdeild HÍ hélt upp á tíu ára afmæli sitt í haust og heldur nú Japanshátíð í tíunda sinn. „Hátíðin er góð leið til að kynna japanska menningu fyrir Íslendingum og skemmtilegt sambland af hefðbundinni menningu og hámenningu í Japan. Á dagskrá verður japönsk teserimónía, tískusýning á kimono og japönsk skrautskrift þar sem allir geta fengið nafn sitt ritað, í bland við nútíma- og ungmenningu eins og cosplay-búningakeppni sem byggir á karakterum úr japönskum teiknimyndum,“ útskýrir Gunnella um hluta dagskrár sem verður á þremur hæðum Háskólatorgs. „Á neðstu hæðinni tökum við vel á móti börnum með origami, manga-teikningum og hefðbundnum, japönskum leikföngum. Á miðhæðinni sýnum við tísku, söng og japanskar bardagaíþróttir og á staðnum verða upplýsingabásar um japönskudeildina, japansk-íslenska félagið, japanska sendiráðið og Japanir á Íslandi sýna ikebana-blómaskreytingar. Í boði verður japanskt góðgæti; sushi og japanskt te á Manga Café sem við opnum nú í fyrsta sinn og í Stúdentakjallaranum verður unglingastemning, grínsýning og tónlistaratriði,“ upplýsir Gunnella.Aðdráttarafl á báða kanta Japönskunám er hagnýtt í ferðamannaiðnaði, viðskiptum og margs konar alþjóðasamskiptum. „Japanska er nú önnur stærsta tungumáladeildin við HÍ og stunda um 90 nemendur japönskunám sem kennt er fyrstu tvö árin hér heima. Samskipti á milli þjóða eru mjög góð og nú eru fjórtán Íslendingar í skiptinámi í Japan og tólf Japanir í skiptinámi hér á landi. Því er augljóst að eitthvað dregur að á báða kanta,“ segir Gunnella sem gefur japönsku þjóðinni sín bestu meðmæli. „Japanir eru yndislegt fólk og með opnustu og jákvæðustu einstaklingum sem ég hef kynnst. Þeir eru dálítið eins og Íslendingar því það þarf fyrst að kynnast þeim almennilega en þegar maður er orðinn vinur þeirra er maður líka orðinn hluti af fjölskyldunni.“Japanshátíðin á Háskólatorgi hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Allir hjartanlega velkomnir. Ókeypis aðgangur.
Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira