Framhaldsskólakennarar eiga digran verkfallssjóð Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 28. janúar 2014 08:00 "Það stefnir í að vissar námsgreinar hverfi. Sérstakar áhyggjur hef ég af verknámi,“ segir Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, varaformaður Félags framhaldsskólakennara. Djúp gjá er á milli Félags framhaldsskólakennara og viðsemjenda þeirra sem funda hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn. Kjarasamningar framhaldsskólakennara renna út núna í lok janúar. „Ríkið býður 2,8 prósent, það er ríkisútfærslu á ASÍ-samningunum, og hefur hafnað okkar kröfugerð. Við gerum skýra kröfu um leiðréttingu. Það munar nær 17 prósentum á dagvinnulaunum framhaldsskólakennara og viðmiðunarhópa okkar hjá ríkinu. Í heildarskýrslu aðila vinnumarkaðarins frá því í haust kom fram að kaupmáttaraukning okkar var lélegust allra frá 2006 til 2013,“ segir Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, varaformaður Félags framhaldsskólakennara. Hann segir verkfallssjóð kennara digran. „Greiðsla úr verkfallssjóði mun ekki ná mánaðarlaunum en sjóðurinn er samt ógnandi. Hann er sameiginleg eign aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og í honum eru rúmlega 1.400 milljónir króna. Það hefur engin ákvörðun um verkfall verið tekin en framhaldsskólakennarar, sem eru 1.600 til 1.700 í liðlega 30 skólum, eru þó tilbúnir í ákveðna vegferð.“ Hrafnkell Tumi segir stofnanasamninga algjörlega hafa hrunið hjá framhaldsskólakennurum. „Allt mat á menntun og starfsaldri er farið. Ríkið hefur svikið sína eigin hugmyndafræði. Sem verkfæri eru þeir góðir en þeim þarf að fylgja fjármagn. Þegar ágóði hefur verið í framhaldsskólunum er hann tekinn. Framhaldsskólarnir eru orðnir hringlandi beinagrindur. Það er allt í rjúkandi rúst hjá þeim. Það er búið að vera að taka 12 til 14 milljarða varlega áætlað úr þeim á undanförnum árum.“ Niðurskurðurinn er víða og hefur verið frá því fyrir hrun, að því er Hrafnkell Tumi greinir frá. „Í Flensborgarskóla, þar sem ég kenni, var allt verknám lagt niður um jólin, það er fjölmiðlanám, matreiðsla og myndmennt. Það stefnir í að vissar námsgreinar hverfi. Sérstakar áhyggjur hef ég af verknámi. Í Iðnskólanum í Hafnarfirði hefur tíu prósentum kennara verið sagt upp.“ Hann segir að framhaldsskólakennarar séu orðnir gömul stétt. „Meðalaldurinn er 54 ár. Álagið eykst á okkur og hópar eru stækkaðir. Þar svíkur ríkið einnig eigin viðmið.“ Framhaldsskólakennarar voru síðast í verkfalli frá 7. nóvember árið 2000 til 7. janúar 2001. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Djúp gjá er á milli Félags framhaldsskólakennara og viðsemjenda þeirra sem funda hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn. Kjarasamningar framhaldsskólakennara renna út núna í lok janúar. „Ríkið býður 2,8 prósent, það er ríkisútfærslu á ASÍ-samningunum, og hefur hafnað okkar kröfugerð. Við gerum skýra kröfu um leiðréttingu. Það munar nær 17 prósentum á dagvinnulaunum framhaldsskólakennara og viðmiðunarhópa okkar hjá ríkinu. Í heildarskýrslu aðila vinnumarkaðarins frá því í haust kom fram að kaupmáttaraukning okkar var lélegust allra frá 2006 til 2013,“ segir Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, varaformaður Félags framhaldsskólakennara. Hann segir verkfallssjóð kennara digran. „Greiðsla úr verkfallssjóði mun ekki ná mánaðarlaunum en sjóðurinn er samt ógnandi. Hann er sameiginleg eign aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og í honum eru rúmlega 1.400 milljónir króna. Það hefur engin ákvörðun um verkfall verið tekin en framhaldsskólakennarar, sem eru 1.600 til 1.700 í liðlega 30 skólum, eru þó tilbúnir í ákveðna vegferð.“ Hrafnkell Tumi segir stofnanasamninga algjörlega hafa hrunið hjá framhaldsskólakennurum. „Allt mat á menntun og starfsaldri er farið. Ríkið hefur svikið sína eigin hugmyndafræði. Sem verkfæri eru þeir góðir en þeim þarf að fylgja fjármagn. Þegar ágóði hefur verið í framhaldsskólunum er hann tekinn. Framhaldsskólarnir eru orðnir hringlandi beinagrindur. Það er allt í rjúkandi rúst hjá þeim. Það er búið að vera að taka 12 til 14 milljarða varlega áætlað úr þeim á undanförnum árum.“ Niðurskurðurinn er víða og hefur verið frá því fyrir hrun, að því er Hrafnkell Tumi greinir frá. „Í Flensborgarskóla, þar sem ég kenni, var allt verknám lagt niður um jólin, það er fjölmiðlanám, matreiðsla og myndmennt. Það stefnir í að vissar námsgreinar hverfi. Sérstakar áhyggjur hef ég af verknámi. Í Iðnskólanum í Hafnarfirði hefur tíu prósentum kennara verið sagt upp.“ Hann segir að framhaldsskólakennarar séu orðnir gömul stétt. „Meðalaldurinn er 54 ár. Álagið eykst á okkur og hópar eru stækkaðir. Þar svíkur ríkið einnig eigin viðmið.“ Framhaldsskólakennarar voru síðast í verkfalli frá 7. nóvember árið 2000 til 7. janúar 2001.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira