Sigruðu fatahönnunarkeppni H&M og Elle í Stokkhólmi Marín Manda skrifar 24. janúar 2014 14:00 Fatahönnuðirnir Steinunn Björg Hrólfsdóttir og Gígja Isis Guðjónsdóttir. „Þetta er samfestingur með dassi af sjöunda áratugs glamúr sem við reyndum svo að draga inn í nútímann með því að blanda inn hreinum geometrískum línum með áhrifum frá svokallaðri teiplist og franska listamanninum Felice Varini. Karekter Michelle Pfeiffers í „Scarface“ bíómyndinni veitti okkur einnig innblástur,” segir Steinunn Björg Hrólfsdóttir fatahönnuður. Hún starfar ásamt Gígju Isis Guðjónsdóttur í hönnunardeild Hennes og Mauritz í Stokkhólmi. Í síðustu viku stóðu vinkonurnar uppi sem sigurvegarar í innanhúskeppni sem H&M efnir til árlega í samtarfi við Elle tímaritið en keppnin snýst um að hanna kjól á kynni Elle Gala kvöldsins.„Elle Gala er haldin árlega hér í Stokkhólmi og er einskonar uppskeruhátíð tískubransans í Svíþjóð en þar eru þeir sem þykja hafa skarað fram úr á árinu verðlaunaðir. Kjóllinn sem við hönnuðum var svo saumaður upp í stúdíóinu hjá H&M og Josephine Bornebush kynnir Elle gala bar hann hluta kvöldsins. Allir hönnuðir hjá H&M eru hvattir til að taka þátt og þetta er fyrst og fremst skemmtilegt tækifæri. Okkur fannst við hafa eitthvað til málanna að leggja svo við ákváðum að slá til,“ segir Gígja Isis Guðjónsdóttir. Stöllurnar útskrifuðust báðar af fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands og fengu báðar vinnu hjá sænska tískurisanum Hennes og Mauritz. Gígja Isis var boðið starf hjá H&M eftir að hún sýndi útskriftarlínu sína á Copenhagen Nest á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og Steinunni bauðst starf stuttu síðar. Þegar talið berst að samvinnu þeirra þá segir Steinunn, „Þegar við fórum svo að kasta á milli hugmyndum kom í ljós að það var mikill samhljómur með þeim svo við tókum slaginn saman. Það er miklu skemmtilegra að vinna verkefni með öðrum, þá nær maður oft að koma hugmyndum á næsta plan. Það er líka eitthvað sem við höfum tileinkað okkur hér hjá H&M þar sem mikil áhersla er lögð á teymisvinnu.“ Gígja Isis er sammála og bætir við „Ég tel það vera mjög mikilvægt fyrir unga hönnuði að sanka að sér sem mest af reynslu sem fatahönnuðir og læra almennilega á bransann. Þetta var einstaklega skemmtilegt samstarf og ég er viss um að við munum vinna að fleiri verkefnum saman í framtíðinni.“Gígja Isis Guðjónsdóttir. Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Þetta er samfestingur með dassi af sjöunda áratugs glamúr sem við reyndum svo að draga inn í nútímann með því að blanda inn hreinum geometrískum línum með áhrifum frá svokallaðri teiplist og franska listamanninum Felice Varini. Karekter Michelle Pfeiffers í „Scarface“ bíómyndinni veitti okkur einnig innblástur,” segir Steinunn Björg Hrólfsdóttir fatahönnuður. Hún starfar ásamt Gígju Isis Guðjónsdóttur í hönnunardeild Hennes og Mauritz í Stokkhólmi. Í síðustu viku stóðu vinkonurnar uppi sem sigurvegarar í innanhúskeppni sem H&M efnir til árlega í samtarfi við Elle tímaritið en keppnin snýst um að hanna kjól á kynni Elle Gala kvöldsins.„Elle Gala er haldin árlega hér í Stokkhólmi og er einskonar uppskeruhátíð tískubransans í Svíþjóð en þar eru þeir sem þykja hafa skarað fram úr á árinu verðlaunaðir. Kjóllinn sem við hönnuðum var svo saumaður upp í stúdíóinu hjá H&M og Josephine Bornebush kynnir Elle gala bar hann hluta kvöldsins. Allir hönnuðir hjá H&M eru hvattir til að taka þátt og þetta er fyrst og fremst skemmtilegt tækifæri. Okkur fannst við hafa eitthvað til málanna að leggja svo við ákváðum að slá til,“ segir Gígja Isis Guðjónsdóttir. Stöllurnar útskrifuðust báðar af fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands og fengu báðar vinnu hjá sænska tískurisanum Hennes og Mauritz. Gígja Isis var boðið starf hjá H&M eftir að hún sýndi útskriftarlínu sína á Copenhagen Nest á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og Steinunni bauðst starf stuttu síðar. Þegar talið berst að samvinnu þeirra þá segir Steinunn, „Þegar við fórum svo að kasta á milli hugmyndum kom í ljós að það var mikill samhljómur með þeim svo við tókum slaginn saman. Það er miklu skemmtilegra að vinna verkefni með öðrum, þá nær maður oft að koma hugmyndum á næsta plan. Það er líka eitthvað sem við höfum tileinkað okkur hér hjá H&M þar sem mikil áhersla er lögð á teymisvinnu.“ Gígja Isis er sammála og bætir við „Ég tel það vera mjög mikilvægt fyrir unga hönnuði að sanka að sér sem mest af reynslu sem fatahönnuðir og læra almennilega á bransann. Þetta var einstaklega skemmtilegt samstarf og ég er viss um að við munum vinna að fleiri verkefnum saman í framtíðinni.“Gígja Isis Guðjónsdóttir.
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira