Sigruðu fatahönnunarkeppni H&M og Elle í Stokkhólmi Marín Manda skrifar 24. janúar 2014 14:00 Fatahönnuðirnir Steinunn Björg Hrólfsdóttir og Gígja Isis Guðjónsdóttir. „Þetta er samfestingur með dassi af sjöunda áratugs glamúr sem við reyndum svo að draga inn í nútímann með því að blanda inn hreinum geometrískum línum með áhrifum frá svokallaðri teiplist og franska listamanninum Felice Varini. Karekter Michelle Pfeiffers í „Scarface“ bíómyndinni veitti okkur einnig innblástur,” segir Steinunn Björg Hrólfsdóttir fatahönnuður. Hún starfar ásamt Gígju Isis Guðjónsdóttur í hönnunardeild Hennes og Mauritz í Stokkhólmi. Í síðustu viku stóðu vinkonurnar uppi sem sigurvegarar í innanhúskeppni sem H&M efnir til árlega í samtarfi við Elle tímaritið en keppnin snýst um að hanna kjól á kynni Elle Gala kvöldsins.„Elle Gala er haldin árlega hér í Stokkhólmi og er einskonar uppskeruhátíð tískubransans í Svíþjóð en þar eru þeir sem þykja hafa skarað fram úr á árinu verðlaunaðir. Kjóllinn sem við hönnuðum var svo saumaður upp í stúdíóinu hjá H&M og Josephine Bornebush kynnir Elle gala bar hann hluta kvöldsins. Allir hönnuðir hjá H&M eru hvattir til að taka þátt og þetta er fyrst og fremst skemmtilegt tækifæri. Okkur fannst við hafa eitthvað til málanna að leggja svo við ákváðum að slá til,“ segir Gígja Isis Guðjónsdóttir. Stöllurnar útskrifuðust báðar af fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands og fengu báðar vinnu hjá sænska tískurisanum Hennes og Mauritz. Gígja Isis var boðið starf hjá H&M eftir að hún sýndi útskriftarlínu sína á Copenhagen Nest á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og Steinunni bauðst starf stuttu síðar. Þegar talið berst að samvinnu þeirra þá segir Steinunn, „Þegar við fórum svo að kasta á milli hugmyndum kom í ljós að það var mikill samhljómur með þeim svo við tókum slaginn saman. Það er miklu skemmtilegra að vinna verkefni með öðrum, þá nær maður oft að koma hugmyndum á næsta plan. Það er líka eitthvað sem við höfum tileinkað okkur hér hjá H&M þar sem mikil áhersla er lögð á teymisvinnu.“ Gígja Isis er sammála og bætir við „Ég tel það vera mjög mikilvægt fyrir unga hönnuði að sanka að sér sem mest af reynslu sem fatahönnuðir og læra almennilega á bransann. Þetta var einstaklega skemmtilegt samstarf og ég er viss um að við munum vinna að fleiri verkefnum saman í framtíðinni.“Gígja Isis Guðjónsdóttir. Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
„Þetta er samfestingur með dassi af sjöunda áratugs glamúr sem við reyndum svo að draga inn í nútímann með því að blanda inn hreinum geometrískum línum með áhrifum frá svokallaðri teiplist og franska listamanninum Felice Varini. Karekter Michelle Pfeiffers í „Scarface“ bíómyndinni veitti okkur einnig innblástur,” segir Steinunn Björg Hrólfsdóttir fatahönnuður. Hún starfar ásamt Gígju Isis Guðjónsdóttur í hönnunardeild Hennes og Mauritz í Stokkhólmi. Í síðustu viku stóðu vinkonurnar uppi sem sigurvegarar í innanhúskeppni sem H&M efnir til árlega í samtarfi við Elle tímaritið en keppnin snýst um að hanna kjól á kynni Elle Gala kvöldsins.„Elle Gala er haldin árlega hér í Stokkhólmi og er einskonar uppskeruhátíð tískubransans í Svíþjóð en þar eru þeir sem þykja hafa skarað fram úr á árinu verðlaunaðir. Kjóllinn sem við hönnuðum var svo saumaður upp í stúdíóinu hjá H&M og Josephine Bornebush kynnir Elle gala bar hann hluta kvöldsins. Allir hönnuðir hjá H&M eru hvattir til að taka þátt og þetta er fyrst og fremst skemmtilegt tækifæri. Okkur fannst við hafa eitthvað til málanna að leggja svo við ákváðum að slá til,“ segir Gígja Isis Guðjónsdóttir. Stöllurnar útskrifuðust báðar af fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands og fengu báðar vinnu hjá sænska tískurisanum Hennes og Mauritz. Gígja Isis var boðið starf hjá H&M eftir að hún sýndi útskriftarlínu sína á Copenhagen Nest á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og Steinunni bauðst starf stuttu síðar. Þegar talið berst að samvinnu þeirra þá segir Steinunn, „Þegar við fórum svo að kasta á milli hugmyndum kom í ljós að það var mikill samhljómur með þeim svo við tókum slaginn saman. Það er miklu skemmtilegra að vinna verkefni með öðrum, þá nær maður oft að koma hugmyndum á næsta plan. Það er líka eitthvað sem við höfum tileinkað okkur hér hjá H&M þar sem mikil áhersla er lögð á teymisvinnu.“ Gígja Isis er sammála og bætir við „Ég tel það vera mjög mikilvægt fyrir unga hönnuði að sanka að sér sem mest af reynslu sem fatahönnuðir og læra almennilega á bransann. Þetta var einstaklega skemmtilegt samstarf og ég er viss um að við munum vinna að fleiri verkefnum saman í framtíðinni.“Gígja Isis Guðjónsdóttir.
Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira