Kannast ekki við að börnum sé sagt upp Eva Bjarnadóttir skrifar 18. janúar 2014 09:00 Formaður Barnavistunar segist ekki kannast við uppsagnir hjá dagforeldrum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. fréttablaðið/Valli Formaður Barnavistunar, félags dagforeldra, segir félagsmenn ekki kannast við að dagforeldrar segi eldri börnum upp til að koma yngri börnum að. Samfélagssíða félagsins hefur logað vegna málsins. Fulltrúi meirihlutans í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur segir hagsmuni foreldra og dagforeldra ekki alltaf fara saman. „Ég hef ekki heyrt um þetta í mínu félagi og held að þessi tilfelli séu fá. Það logar allt á Facebook-síðunni okkar þar sem margir fullyrða að þeir starfi ekki svona. Maður setur ekki barn út í kuldann,“ segir Guðný Ólafsdóttir, dagmóðir og formaður Barnavistunar. Guðný segir dagforeldra í miðborginni síður lenda í vandræðum heldur en dagforeldrar í úthverfum þegar börn komast inn á leikskóla. „Ég starfa í hverfi 105 þar sem eftirspurnin eftir dagforeldrum er mjög mikil og lendi því aldrei í svona vandræðum,“ útskýrir hún. Guðný segir dagforeldra í Reykjavík hafa staðið í ströngu við að fá borgina til þess að virða mánaðar uppsagnafrest og að það sé nú gert í flestum tilfellum. Dagforeldrar hafi mánuð til þess að fylla laus pláss.Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi og talsmaður meirihlutans í Reykjavík í málefnum dagforeldra, segir leitt að heyra að dagforeldrar finni sig knúna til að segja börnum upp. Eva segir framlag borgarinnar með börnum vera óháð aldri þeirra, en eftir því sem þau eldist aukist vissulega líkurnar á því að þau fái leikskólapláss. „Eftir hrun hafa nærri öll börn fengið pláss á haustin, en eftir því sem fjármagn hefur leyft höfum við boðið börnum fæddum í janúar og febrúar pláss utan skilgreinds tíma,“ segir Eva, en hagsmunir foreldra og dagforeldra fari ekki alltaf saman í þessu tilliti. Eva segir skóla- og frístundasvið vera í miklu sambandi við dagforeldra til þess að miðla upplýsingum um leikskólapláss.Sigrún Edda Lövdal, formaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, sagði við Fréttablaðið í vikunni að dagforeldrar vilji fá leyfi borgarinnar fyrir því að hafa tímabundið fleiri börn en leyfilegt er til að koma í veg fyrir uppsagnir. Eva segir borgina fara eftir reglugerð í þeim efnum. „Ég skil vel að einhver hugsi að það sé í lagi að hafa tímabundið aukabarn, en við viljum að foreldrar geti treyst því að farið sé að reglum.“ Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Formaður Barnavistunar, félags dagforeldra, segir félagsmenn ekki kannast við að dagforeldrar segi eldri börnum upp til að koma yngri börnum að. Samfélagssíða félagsins hefur logað vegna málsins. Fulltrúi meirihlutans í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur segir hagsmuni foreldra og dagforeldra ekki alltaf fara saman. „Ég hef ekki heyrt um þetta í mínu félagi og held að þessi tilfelli séu fá. Það logar allt á Facebook-síðunni okkar þar sem margir fullyrða að þeir starfi ekki svona. Maður setur ekki barn út í kuldann,“ segir Guðný Ólafsdóttir, dagmóðir og formaður Barnavistunar. Guðný segir dagforeldra í miðborginni síður lenda í vandræðum heldur en dagforeldrar í úthverfum þegar börn komast inn á leikskóla. „Ég starfa í hverfi 105 þar sem eftirspurnin eftir dagforeldrum er mjög mikil og lendi því aldrei í svona vandræðum,“ útskýrir hún. Guðný segir dagforeldra í Reykjavík hafa staðið í ströngu við að fá borgina til þess að virða mánaðar uppsagnafrest og að það sé nú gert í flestum tilfellum. Dagforeldrar hafi mánuð til þess að fylla laus pláss.Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi og talsmaður meirihlutans í Reykjavík í málefnum dagforeldra, segir leitt að heyra að dagforeldrar finni sig knúna til að segja börnum upp. Eva segir framlag borgarinnar með börnum vera óháð aldri þeirra, en eftir því sem þau eldist aukist vissulega líkurnar á því að þau fái leikskólapláss. „Eftir hrun hafa nærri öll börn fengið pláss á haustin, en eftir því sem fjármagn hefur leyft höfum við boðið börnum fæddum í janúar og febrúar pláss utan skilgreinds tíma,“ segir Eva, en hagsmunir foreldra og dagforeldra fari ekki alltaf saman í þessu tilliti. Eva segir skóla- og frístundasvið vera í miklu sambandi við dagforeldra til þess að miðla upplýsingum um leikskólapláss.Sigrún Edda Lövdal, formaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, sagði við Fréttablaðið í vikunni að dagforeldrar vilji fá leyfi borgarinnar fyrir því að hafa tímabundið fleiri börn en leyfilegt er til að koma í veg fyrir uppsagnir. Eva segir borgina fara eftir reglugerð í þeim efnum. „Ég skil vel að einhver hugsi að það sé í lagi að hafa tímabundið aukabarn, en við viljum að foreldrar geti treyst því að farið sé að reglum.“
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira