Kennarar dæmi ekki siðferði Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. janúar 2014 07:00 Samkvæmt hugmyndum menntamálaráðuneytisins eiga stjórnendur framhaldsskóla að birta sérstaka umsögn um nemendur sem útskrifast með framhaldsskólapróf. Þar á meðal annars að koma fram hvort viðkomandi geti verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi. Mynd/Pjetur „Ég lít svo á að hlutverk okkar í skólanum sé að styðja við bakið á þeim sem vilja læra en ekki að segja hvort þeir séu merkilegir pappírar,“ segir Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur kynnt hugmyndir um að nemendur sem ljúka framhaldsskólaprófi fái sérstakar umsagnir um sig frá viðkomandi skóla. Þessu hefur Atli mótmælt en í bréfi sem ráðuneytið sendi honum er vísað í aðalnámskrá þar sem segir að framhaldsskólaprófi ljúki með útgáfu prófskírteinis með umsögn um almenna þekkingu, leikni og hæfni nemandans auk einkunna hans. Atli segir í bréfi til ráðuneytisins að hefðbundið skírteini innihaldi lítið annað en einkunnir sem nemandi hafi fengið í einstökum áföngum eða námsgreinum. Þetta séu ekki miklar upplýsingar en þær geti verið þokkalega traustar og sanngirni gagnvart nemenda sé tryggð.Atli Harðarson„Það er vandséð hvernig skóli getur komið sér upp traustum gögnum um sjálfsmynd og sjálfsþekkingu, almenna hæfni, hugsunarhátt og viðhorf eða siðferðilega mannkosti nemenda,“ segir Atli. Meðan ekki sé fundin leið til að skrá og varðveita áreiðanleg gögn um þessi efni segir Atli nær fráleitt að þau séu sett á prófskírteini. Atli telur að það sé siðferðilega hæpið að stofnanir ríkisins felli dóma um þankagang, sjálfsþekkingu, sjálfsmynd og siðferði fólks. Ríkisstarfsmenn sem fullyrða af og á um hverjir bera virðingu fyrir réttum gildum og geti verið ábyrgir borgarar setji sig á ansi háan hest.Tillögur menntamálaráðuneytis að umsögnum um framhaldsskólanema Hann/hún getur tjáð hugsanir sínar í rökréttu samhengi.Hann/hún getur tjáð sig á einfaldan hátt á erlendum tungumálum. Hann/hún getur átt jákvæð og uppbyggilega samskipti og samstarf við annað fólk.Hann/hún er verklega sjálfbjarga í daglegu lífi. Hann/hún hefur skýra sjálfsmynd. Hann/hún tekur afstöðu til eigin velferðar, líkamlegrar og andlegrar. Gerir sér grein fyrir hvernig hann/hún getur nýtt sér sínar sterku hliðar á skapandi hátt. Hann/hún ber virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti.Hann/hún getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagiGagnrýni svarað í dag Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ráðuneytið munu svara gagnrýni á fyrrgreindar umsagnir um framhaldsskólanemendur í dag. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
„Ég lít svo á að hlutverk okkar í skólanum sé að styðja við bakið á þeim sem vilja læra en ekki að segja hvort þeir séu merkilegir pappírar,“ segir Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur kynnt hugmyndir um að nemendur sem ljúka framhaldsskólaprófi fái sérstakar umsagnir um sig frá viðkomandi skóla. Þessu hefur Atli mótmælt en í bréfi sem ráðuneytið sendi honum er vísað í aðalnámskrá þar sem segir að framhaldsskólaprófi ljúki með útgáfu prófskírteinis með umsögn um almenna þekkingu, leikni og hæfni nemandans auk einkunna hans. Atli segir í bréfi til ráðuneytisins að hefðbundið skírteini innihaldi lítið annað en einkunnir sem nemandi hafi fengið í einstökum áföngum eða námsgreinum. Þetta séu ekki miklar upplýsingar en þær geti verið þokkalega traustar og sanngirni gagnvart nemenda sé tryggð.Atli Harðarson„Það er vandséð hvernig skóli getur komið sér upp traustum gögnum um sjálfsmynd og sjálfsþekkingu, almenna hæfni, hugsunarhátt og viðhorf eða siðferðilega mannkosti nemenda,“ segir Atli. Meðan ekki sé fundin leið til að skrá og varðveita áreiðanleg gögn um þessi efni segir Atli nær fráleitt að þau séu sett á prófskírteini. Atli telur að það sé siðferðilega hæpið að stofnanir ríkisins felli dóma um þankagang, sjálfsþekkingu, sjálfsmynd og siðferði fólks. Ríkisstarfsmenn sem fullyrða af og á um hverjir bera virðingu fyrir réttum gildum og geti verið ábyrgir borgarar setji sig á ansi háan hest.Tillögur menntamálaráðuneytis að umsögnum um framhaldsskólanema Hann/hún getur tjáð hugsanir sínar í rökréttu samhengi.Hann/hún getur tjáð sig á einfaldan hátt á erlendum tungumálum. Hann/hún getur átt jákvæð og uppbyggilega samskipti og samstarf við annað fólk.Hann/hún er verklega sjálfbjarga í daglegu lífi. Hann/hún hefur skýra sjálfsmynd. Hann/hún tekur afstöðu til eigin velferðar, líkamlegrar og andlegrar. Gerir sér grein fyrir hvernig hann/hún getur nýtt sér sínar sterku hliðar á skapandi hátt. Hann/hún ber virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti.Hann/hún getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagiGagnrýni svarað í dag Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ráðuneytið munu svara gagnrýni á fyrrgreindar umsagnir um framhaldsskólanemendur í dag.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira