Innlent

Reisa fjölbýlishús í Austurkór

Elimar Hauksson skrifar
reisa íbúðir Unnið er að því að reisa fjölda íbúða í Kópavogi.
reisa íbúðir Unnið er að því að reisa fjölda íbúða í Kópavogi. Mynd/Vilhelm
Mikið af íbúðarhúsnæði er nú í byggingu í Austurkór í Kópavogi. Gísli Norðdahl, byggingafulltrúi Kópavogsbæjar, segir verkin ganga vel og að eftirspurn hafi verið eftir lóðum. Búast megi við að flest verkin klárist, annaðhvort á þessu ári eða því næsta.

„Verkin eru á misjöfnu stigi en ganga flest vel. Það er búið að úthluta öllum fjölbýlishúsalóðum og eru framkvæmdir hafnar á flestum þeirra. Einbýlishúsin verða mögulega lengur í framkvæmd þar sem það eru ekki bara verktakar sem standa að byggingu þeirra,“ segir Gísli og bætir við að enn séu lausar lóðir fyrir parhús og einbýlishús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×