Innlent

Vill láta skoða fangelsi á Ásbrú

Þorgils Jónsson skrifar
Gamla sjúkrahúsið á Ásbrú hefur ekki verið skoðað með tilliti til möguleika á fangelsi þar.
Gamla sjúkrahúsið á Ásbrú hefur ekki verið skoðað með tilliti til möguleika á fangelsi þar. Fréttablaðið/Stefán
Miðað við stöðuna í fangelsismálum eru vonbrigði að ekki hafi verið skoðaðir möguleikar á að innrétta fangelsi í lausum byggingum á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ. Þetta sagði Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á þingi í gær.

Þar varpaði hann fram spurningu til innanríkisráðherra hvort, í ljósi þess að 500 manns séu á biðlista eftir afplánun í fangelsum og fyrirhugað fangelsi á Hólmsheiði muni aðeins rúma um 50 fanga, ekki hafi verið teknir út möguleikar á Ásbrú.

Ráðherra sagði svo ekki vera og svaraði Karl því til að hann væri undrandi á því að svo hefði ekki verið gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×