Innlent

Huskyhundar keppa í sleðadrætti

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sleðahundar etja kappi á laugardag.
Sleðahundar etja kappi á laugardag. Fréttablaðið/GVA
Árleg sleðahundakeppni félagsins Icehusky fer fram í Kjarnaskógi, Naustaborgum og Hömrum á laugardaginn kemur.

Að því er fram kemur á heimasíðu Akureyrarbæjar eru fimmtán lið skráð til keppninnar auk sex liða í barna- og unglingakeppni.

Að því er segir á Facebook-síðu Icehusky er það félag á Norðurlandi sem sérhæfir sig í dráttarhundaíþróttum, hvort sem er á sleðum, reiðhjólum eða heimatilbúnum tækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×