Tóneyrað angrar ekki lengur Ugla Egilsdóttir skrifar 15. janúar 2014 10:30 Jónas Örn Helgason vann spurningakeppnina Meistarann og keppti í Gettu betur. fréttablaðið/GVA Jónas Örn Helgason tilheyrir þeim fámenna hópi fólks sem hefur svokallað fullkomið tóneyra. „Þegar ég heyri einhvern tón þá veit ég hvað tónninn heitir. Ég heyri sérstakan blæ í hverjum tóni fyrir sig. C hefur bjartari blæ en Dís. Það eru tólf tónar í áttund svo það eru tólf mismunandi blæir. Ég heyri samt ekki muninn á einstrikuðu C og tvístrikuðu, það er sami blærinn.“ Jónas Örn keppti í Gettu betur á menntaskólaárunum. „Ég man að ég heyrði Gettu betur spurningu, ég var reyndar ekki þátttakandi í það skiptið, en spurningin var: „Í hvaða tónhæð er sónninn á símanum.“ Þá vissi ég alveg svarið, án þess að nokkur hefði sagt mér það.“ Fullkomið tóneyra er frábrugðið afstæðu tóneyra. Markmið tónheyrnarkennslu í tónlistarskólum er að þjálfa afstætt tóneyra, það er að segja getuna til að þekkja tónbil, en ekki fullkomið tóneyra, sem gerir fólki kleift að þekkja tóna án þess að hafa annan tón til viðmiðunar. „Ég les nótur aðeins öðruvísi en ég myndi gera án þessa,“ segir Jónas Örn. „Ég heyri það sem ég les inni í mér í réttri tónhæð. Þegar ég heyri lag sungið í annarri tóntegund þá er það „vitlaust“ í mínum eyrum þegar ég er að lesa það í réttu tóntegundinni. Maður heyrir alveg ef fólk er búið að breyta tóntegund í einhverju lagi. Ég var einu sinni í kór, og þá angraði þetta mig stundum.“ Jónas segir að fullkomið tóneyra sé ekki einungis til hægðarauka. „Þetta gerir mann ekkert að tónskáldi og hefur kannski minni áhrif á sköpunargáfuna en maður myndi halda. Þetta gerir mér erfiðara fyrir að spinna við laglínur, og líka að tónflytja lög.“ Jónas Örn lærði á fiðlu þegar hann var lítill og uppgötvaði að hann var óvenjulega fljótur að ná laglínum. „Sumir virðast geta þjálfað þetta með sér. Það lýsir sér oft aðeins öðruvísi en hjá mér. Mér skilst að þeir heyri annan tón inni í sér sem þeir hafa til viðmiðunar. Mér finnst aftur á móti eins þetta hafi alltaf hafa verið hluti af minni heyrn.“ Ólíkt mörgum öðrum sem eru með fullkomið tóneyra er Jónas Örn ekki tónlistarmaður. „Ég er bara áhugamaður. Margir aðrir eru að vinna við tónlist. Ég var mikið að læra á hljóðfæri en nennti aldrei að læra tónfræði af því að mér fannst hún ekki skemmtileg.“ Tónar eru ekki bara í tónlist, heldur líka í umhverfinu. Sumir með fullkomið tóneyra geta greint tónhæð í suði ísskápa og fleira. „Oft eru ótónar í umhverfinu, eins og í bílaumferð,“ segir Jónas Örn. „Maður heyrir ekki tónlist alls staðar. Stundum bara eitthvert ógreinilegt hljóð. Í gamla daga var ég oft að hlusta eftir tónum í umhverfi mínu en maður myndi örugglega missa vitið ef maður væri alltaf að pæla í þessu. Maður lærir að leiða þetta hjá sér. Þetta böggar mig ekki lengur.“Fullkomið tóneyra og afstætt tóneyra -Þeir sem hafa fullkomið tóneyra geta þekkt tónhæð án þess að fá annan tón til viðmiðunar. -Margir tónlistarmenn hafa gott afstætt tóneyra. Þeir geta greint tónbil, og fundið út tónhæð ef annar tónn er gefinn til viðmiðunar. -Fullkomið tóneyra er sambærilegt hæfileikanum til að þekkja liti, því að litasjón gengur út á að þekkja tíðni ljóss, og fullkomið tóneyra gengur út á að muna tíðni hljóðs. Flestir hafa litasjón, en fullkomið tóneyra er nokkuð sjaldgæft. -Fullkomið tóneyra er algengast hjá fólki sem hefur tónamál, eins og mandarín og víetnömsku, að móðurmáli. -Sumir með fullkomið tóneyra þekkja ekki aðeins tóna í tónlist, heldur líka í hljóði sem hlutir gefa frá sér. Þeir geta til dæmis greint tónhæð ísskápasuðs. -Wolfgang Amadeus Mozart var með fullkomið tóneyra, og einnig tónskáldin Camille Saint-Saëns og John Philip Sousa.Högni Egilsson.Mynd/ Christian Demare.Æfði sig þangað til hann lærði að þekkja tóninn aHögni Egilsson tónlistarmaður er frændi Jónasar Arnar og er með sum einkenni fullkomins tóneyra. „Mér finnst hálfasnalegt að vera að segja frá þessu. Ég er ekki beinlínis með það sem heitir fullkomið tóneyra, en ég þekki nokkra tóna og hljómliti og ég get fundið aðra tóna með því að miða út frá þeim. Ég veit alltaf hvaða tónn a er, og þegar ég heyri d-dúr þá þekki ég hann. Högni þjálfaði þetta upp hjá sér. „Ég æfði mig í því að þekkja tóninn a. Ég myndi tengja þetta við minni. Ég heyri fyrir mér hvernig lög eiga að hljóma og man hvernig hljómurinn heyrist. En þetta er ekki alltaf 100% rétt hjá mér. Þetta er ekki alveg absolút dæmi hjá mér. Ég þekki hins vegar krakka sem þekktu alla hljómliti bara frá byrjun. En það gæti líka verið að þau hafi bara æft sig svona mikið, æft þetta ómeðvitað þegar þau voru lítil. Joaquín Páll Palomares fiðluleikari er til að mynda með þetta.“ Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Jónas Örn Helgason tilheyrir þeim fámenna hópi fólks sem hefur svokallað fullkomið tóneyra. „Þegar ég heyri einhvern tón þá veit ég hvað tónninn heitir. Ég heyri sérstakan blæ í hverjum tóni fyrir sig. C hefur bjartari blæ en Dís. Það eru tólf tónar í áttund svo það eru tólf mismunandi blæir. Ég heyri samt ekki muninn á einstrikuðu C og tvístrikuðu, það er sami blærinn.“ Jónas Örn keppti í Gettu betur á menntaskólaárunum. „Ég man að ég heyrði Gettu betur spurningu, ég var reyndar ekki þátttakandi í það skiptið, en spurningin var: „Í hvaða tónhæð er sónninn á símanum.“ Þá vissi ég alveg svarið, án þess að nokkur hefði sagt mér það.“ Fullkomið tóneyra er frábrugðið afstæðu tóneyra. Markmið tónheyrnarkennslu í tónlistarskólum er að þjálfa afstætt tóneyra, það er að segja getuna til að þekkja tónbil, en ekki fullkomið tóneyra, sem gerir fólki kleift að þekkja tóna án þess að hafa annan tón til viðmiðunar. „Ég les nótur aðeins öðruvísi en ég myndi gera án þessa,“ segir Jónas Örn. „Ég heyri það sem ég les inni í mér í réttri tónhæð. Þegar ég heyri lag sungið í annarri tóntegund þá er það „vitlaust“ í mínum eyrum þegar ég er að lesa það í réttu tóntegundinni. Maður heyrir alveg ef fólk er búið að breyta tóntegund í einhverju lagi. Ég var einu sinni í kór, og þá angraði þetta mig stundum.“ Jónas segir að fullkomið tóneyra sé ekki einungis til hægðarauka. „Þetta gerir mann ekkert að tónskáldi og hefur kannski minni áhrif á sköpunargáfuna en maður myndi halda. Þetta gerir mér erfiðara fyrir að spinna við laglínur, og líka að tónflytja lög.“ Jónas Örn lærði á fiðlu þegar hann var lítill og uppgötvaði að hann var óvenjulega fljótur að ná laglínum. „Sumir virðast geta þjálfað þetta með sér. Það lýsir sér oft aðeins öðruvísi en hjá mér. Mér skilst að þeir heyri annan tón inni í sér sem þeir hafa til viðmiðunar. Mér finnst aftur á móti eins þetta hafi alltaf hafa verið hluti af minni heyrn.“ Ólíkt mörgum öðrum sem eru með fullkomið tóneyra er Jónas Örn ekki tónlistarmaður. „Ég er bara áhugamaður. Margir aðrir eru að vinna við tónlist. Ég var mikið að læra á hljóðfæri en nennti aldrei að læra tónfræði af því að mér fannst hún ekki skemmtileg.“ Tónar eru ekki bara í tónlist, heldur líka í umhverfinu. Sumir með fullkomið tóneyra geta greint tónhæð í suði ísskápa og fleira. „Oft eru ótónar í umhverfinu, eins og í bílaumferð,“ segir Jónas Örn. „Maður heyrir ekki tónlist alls staðar. Stundum bara eitthvert ógreinilegt hljóð. Í gamla daga var ég oft að hlusta eftir tónum í umhverfi mínu en maður myndi örugglega missa vitið ef maður væri alltaf að pæla í þessu. Maður lærir að leiða þetta hjá sér. Þetta böggar mig ekki lengur.“Fullkomið tóneyra og afstætt tóneyra -Þeir sem hafa fullkomið tóneyra geta þekkt tónhæð án þess að fá annan tón til viðmiðunar. -Margir tónlistarmenn hafa gott afstætt tóneyra. Þeir geta greint tónbil, og fundið út tónhæð ef annar tónn er gefinn til viðmiðunar. -Fullkomið tóneyra er sambærilegt hæfileikanum til að þekkja liti, því að litasjón gengur út á að þekkja tíðni ljóss, og fullkomið tóneyra gengur út á að muna tíðni hljóðs. Flestir hafa litasjón, en fullkomið tóneyra er nokkuð sjaldgæft. -Fullkomið tóneyra er algengast hjá fólki sem hefur tónamál, eins og mandarín og víetnömsku, að móðurmáli. -Sumir með fullkomið tóneyra þekkja ekki aðeins tóna í tónlist, heldur líka í hljóði sem hlutir gefa frá sér. Þeir geta til dæmis greint tónhæð ísskápasuðs. -Wolfgang Amadeus Mozart var með fullkomið tóneyra, og einnig tónskáldin Camille Saint-Saëns og John Philip Sousa.Högni Egilsson.Mynd/ Christian Demare.Æfði sig þangað til hann lærði að þekkja tóninn aHögni Egilsson tónlistarmaður er frændi Jónasar Arnar og er með sum einkenni fullkomins tóneyra. „Mér finnst hálfasnalegt að vera að segja frá þessu. Ég er ekki beinlínis með það sem heitir fullkomið tóneyra, en ég þekki nokkra tóna og hljómliti og ég get fundið aðra tóna með því að miða út frá þeim. Ég veit alltaf hvaða tónn a er, og þegar ég heyri d-dúr þá þekki ég hann. Högni þjálfaði þetta upp hjá sér. „Ég æfði mig í því að þekkja tóninn a. Ég myndi tengja þetta við minni. Ég heyri fyrir mér hvernig lög eiga að hljóma og man hvernig hljómurinn heyrist. En þetta er ekki alltaf 100% rétt hjá mér. Þetta er ekki alveg absolút dæmi hjá mér. Ég þekki hins vegar krakka sem þekktu alla hljómliti bara frá byrjun. En það gæti líka verið að þau hafi bara æft sig svona mikið, æft þetta ómeðvitað þegar þau voru lítil. Joaquín Páll Palomares fiðluleikari er til að mynda með þetta.“
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira