Innlent

Vestfirðingar taka mið af náttúrunni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Stuðla á að sjálfbærri ferðaþjónustu á Vestfjörðum.
Stuðla á að sjálfbærri ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Fréttablaðið/Stefán
Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa fengið umhverfisvottun frá vottunarsamtökunum EarthCheck. Þetta kom fram á vef Reykhólahrepps.

EarthCheck eru áströlsk samtökin sem annast vottun samfélaga og ferðaþjóna og veita þeim umhverfismerki sem þróuð eru af fyrirtæki í eigu áströlsku ferðaþjónustunnar, ástralska ríkisins og háskóla. Um sé að ræða stærstu rannsóknamiðstöð ferðamála í heiminum sem stuðli að sjálfbærni í ferðaþjónustu.

„Með aðild sinni að EarthCheck hafa vestfirsku sveitarfélögin níu skuldbundið sig til þess að taka mið af náttúrunni í öllum ákvörðunum sínum og tryggja sjálfbærni þeirra auðlinda sem til staðar eru á svæðinu,“ segir á vef Reykhólahrepps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×