Borðaði hálfeldað pasta á suðurskautinu á aðfangadag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2014 11:30 Halla og Harry skemmtu sér konunglega í ferðinni. Myndir/Einkasafn „Það er aldrei gefið að maður nái toppnum en maður getur verið heppinn og heppnin felst í því að veðrið sé eins og best verður á kosið,“ segir leikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún komst á topp Vinson Massif, hæsta tind Suðurskautslandsins, ásamt kærasta sínum, Harry Koppel, og pólfaranum Vilborgu Örnu Gissurardóttur um jólin, en þau þrjú voru saman í teymi í leiðangrinum. „Þegar við vorum að ná toppnum var veðrið orðið svolítið slæmt og leiðsögumaðurinn sagði að það væri tvísýnt hvort við kæmumst alla leið. Það var náttúrulega frábært að komast á toppinn.“ Halla eyddi jólunum á Suðurskautslandinu og upplifði öðru vísi aðfangadagskvöld en hún er vön. „Á jólunum borðaði ég hálfeldað pasta upp úr stálskál sem var ekki búið að þvo í viku. Þetta borðaði ég með tæki sem er kallað „spork“ og er bæði skeið og gaffall úr plasti. Með þessu drakk ég bráðinn snjó úr plastflösku sem var ekki heldur búið að þvo í viku. Sá sem aðstoðaði mig við matargerðina var ekki búinn að fara í sturtu síðan 4. nóvember. Um nóttina svaf ég í frosnum svefnpoka í frosnu tjaldi. Þetta voru kannski ekki þægilegustu jólin en ef þetta hefði komið mér á óvart væri ég óttalegur kjáni,“ segir Halla með bros á vör. Henni fannst magnað að koma í þessa óbyggðu heimsálfu. „Það var skrítið. Óbyggð heimsálfa sem pabbi sagði mér frá þegar ég var lítil en ég ætlaði aldrei að fara þangað. Fegurðin þarna er óviðjafnanleg. Það er allt mjög hvítt, fínt og hreint og það snjóar minna en maður heldur.“ Vinson Massif er þriðji tindurinn sem Halla gengur á á einu ári og fyrir ferðina á suðurskautið var hún búin að ná toppnum á Aconcagua í Suður-Ameríku og Kilimanjaro í Afríku. Hún flaug heim til Íslands eftir að hafa náð tindinum á Vinson Massif og eyddi restinni af jólafríinu hér. Í síðustu viku flaug hún síðan til London þar sem hún er búsett en er ekki byrjuð að skipuleggja næstu ferð. „Á Suðurskautslandinu kynntist ég mörgu frábæru og mögnuðu fólki sem var búið að gera ýmislegt. Þá auðvitað vaknaði áhugi en það er erfitt að ákveða hvað kemur næst. Ég tek bara einn tind í einu. Ég er ekki með neitt markmið, þetta er bara skemmtilegt áhugamál.“ Í London tekur svo hversdagsleikinn við. „Ég er með nokkur bókuð verkefni, til dæmis auglýsingu fyrir amerískan linsuframleiðanda og tvö snyrtivörufyrirtæki. Ég er að vinna að kvikmynd sem er ekki víst hvenær fer í tökur. Það er mjög spennandi verkefni sem ég má ekki segja meira frá að svo stöddu.“ Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
„Það er aldrei gefið að maður nái toppnum en maður getur verið heppinn og heppnin felst í því að veðrið sé eins og best verður á kosið,“ segir leikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún komst á topp Vinson Massif, hæsta tind Suðurskautslandsins, ásamt kærasta sínum, Harry Koppel, og pólfaranum Vilborgu Örnu Gissurardóttur um jólin, en þau þrjú voru saman í teymi í leiðangrinum. „Þegar við vorum að ná toppnum var veðrið orðið svolítið slæmt og leiðsögumaðurinn sagði að það væri tvísýnt hvort við kæmumst alla leið. Það var náttúrulega frábært að komast á toppinn.“ Halla eyddi jólunum á Suðurskautslandinu og upplifði öðru vísi aðfangadagskvöld en hún er vön. „Á jólunum borðaði ég hálfeldað pasta upp úr stálskál sem var ekki búið að þvo í viku. Þetta borðaði ég með tæki sem er kallað „spork“ og er bæði skeið og gaffall úr plasti. Með þessu drakk ég bráðinn snjó úr plastflösku sem var ekki heldur búið að þvo í viku. Sá sem aðstoðaði mig við matargerðina var ekki búinn að fara í sturtu síðan 4. nóvember. Um nóttina svaf ég í frosnum svefnpoka í frosnu tjaldi. Þetta voru kannski ekki þægilegustu jólin en ef þetta hefði komið mér á óvart væri ég óttalegur kjáni,“ segir Halla með bros á vör. Henni fannst magnað að koma í þessa óbyggðu heimsálfu. „Það var skrítið. Óbyggð heimsálfa sem pabbi sagði mér frá þegar ég var lítil en ég ætlaði aldrei að fara þangað. Fegurðin þarna er óviðjafnanleg. Það er allt mjög hvítt, fínt og hreint og það snjóar minna en maður heldur.“ Vinson Massif er þriðji tindurinn sem Halla gengur á á einu ári og fyrir ferðina á suðurskautið var hún búin að ná toppnum á Aconcagua í Suður-Ameríku og Kilimanjaro í Afríku. Hún flaug heim til Íslands eftir að hafa náð tindinum á Vinson Massif og eyddi restinni af jólafríinu hér. Í síðustu viku flaug hún síðan til London þar sem hún er búsett en er ekki byrjuð að skipuleggja næstu ferð. „Á Suðurskautslandinu kynntist ég mörgu frábæru og mögnuðu fólki sem var búið að gera ýmislegt. Þá auðvitað vaknaði áhugi en það er erfitt að ákveða hvað kemur næst. Ég tek bara einn tind í einu. Ég er ekki með neitt markmið, þetta er bara skemmtilegt áhugamál.“ Í London tekur svo hversdagsleikinn við. „Ég er með nokkur bókuð verkefni, til dæmis auglýsingu fyrir amerískan linsuframleiðanda og tvö snyrtivörufyrirtæki. Ég er að vinna að kvikmynd sem er ekki víst hvenær fer í tökur. Það er mjög spennandi verkefni sem ég má ekki segja meira frá að svo stöddu.“
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira