Borðaði hálfeldað pasta á suðurskautinu á aðfangadag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2014 11:30 Halla og Harry skemmtu sér konunglega í ferðinni. Myndir/Einkasafn „Það er aldrei gefið að maður nái toppnum en maður getur verið heppinn og heppnin felst í því að veðrið sé eins og best verður á kosið,“ segir leikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún komst á topp Vinson Massif, hæsta tind Suðurskautslandsins, ásamt kærasta sínum, Harry Koppel, og pólfaranum Vilborgu Örnu Gissurardóttur um jólin, en þau þrjú voru saman í teymi í leiðangrinum. „Þegar við vorum að ná toppnum var veðrið orðið svolítið slæmt og leiðsögumaðurinn sagði að það væri tvísýnt hvort við kæmumst alla leið. Það var náttúrulega frábært að komast á toppinn.“ Halla eyddi jólunum á Suðurskautslandinu og upplifði öðru vísi aðfangadagskvöld en hún er vön. „Á jólunum borðaði ég hálfeldað pasta upp úr stálskál sem var ekki búið að þvo í viku. Þetta borðaði ég með tæki sem er kallað „spork“ og er bæði skeið og gaffall úr plasti. Með þessu drakk ég bráðinn snjó úr plastflösku sem var ekki heldur búið að þvo í viku. Sá sem aðstoðaði mig við matargerðina var ekki búinn að fara í sturtu síðan 4. nóvember. Um nóttina svaf ég í frosnum svefnpoka í frosnu tjaldi. Þetta voru kannski ekki þægilegustu jólin en ef þetta hefði komið mér á óvart væri ég óttalegur kjáni,“ segir Halla með bros á vör. Henni fannst magnað að koma í þessa óbyggðu heimsálfu. „Það var skrítið. Óbyggð heimsálfa sem pabbi sagði mér frá þegar ég var lítil en ég ætlaði aldrei að fara þangað. Fegurðin þarna er óviðjafnanleg. Það er allt mjög hvítt, fínt og hreint og það snjóar minna en maður heldur.“ Vinson Massif er þriðji tindurinn sem Halla gengur á á einu ári og fyrir ferðina á suðurskautið var hún búin að ná toppnum á Aconcagua í Suður-Ameríku og Kilimanjaro í Afríku. Hún flaug heim til Íslands eftir að hafa náð tindinum á Vinson Massif og eyddi restinni af jólafríinu hér. Í síðustu viku flaug hún síðan til London þar sem hún er búsett en er ekki byrjuð að skipuleggja næstu ferð. „Á Suðurskautslandinu kynntist ég mörgu frábæru og mögnuðu fólki sem var búið að gera ýmislegt. Þá auðvitað vaknaði áhugi en það er erfitt að ákveða hvað kemur næst. Ég tek bara einn tind í einu. Ég er ekki með neitt markmið, þetta er bara skemmtilegt áhugamál.“ Í London tekur svo hversdagsleikinn við. „Ég er með nokkur bókuð verkefni, til dæmis auglýsingu fyrir amerískan linsuframleiðanda og tvö snyrtivörufyrirtæki. Ég er að vinna að kvikmynd sem er ekki víst hvenær fer í tökur. Það er mjög spennandi verkefni sem ég má ekki segja meira frá að svo stöddu.“ Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
„Það er aldrei gefið að maður nái toppnum en maður getur verið heppinn og heppnin felst í því að veðrið sé eins og best verður á kosið,“ segir leikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún komst á topp Vinson Massif, hæsta tind Suðurskautslandsins, ásamt kærasta sínum, Harry Koppel, og pólfaranum Vilborgu Örnu Gissurardóttur um jólin, en þau þrjú voru saman í teymi í leiðangrinum. „Þegar við vorum að ná toppnum var veðrið orðið svolítið slæmt og leiðsögumaðurinn sagði að það væri tvísýnt hvort við kæmumst alla leið. Það var náttúrulega frábært að komast á toppinn.“ Halla eyddi jólunum á Suðurskautslandinu og upplifði öðru vísi aðfangadagskvöld en hún er vön. „Á jólunum borðaði ég hálfeldað pasta upp úr stálskál sem var ekki búið að þvo í viku. Þetta borðaði ég með tæki sem er kallað „spork“ og er bæði skeið og gaffall úr plasti. Með þessu drakk ég bráðinn snjó úr plastflösku sem var ekki heldur búið að þvo í viku. Sá sem aðstoðaði mig við matargerðina var ekki búinn að fara í sturtu síðan 4. nóvember. Um nóttina svaf ég í frosnum svefnpoka í frosnu tjaldi. Þetta voru kannski ekki þægilegustu jólin en ef þetta hefði komið mér á óvart væri ég óttalegur kjáni,“ segir Halla með bros á vör. Henni fannst magnað að koma í þessa óbyggðu heimsálfu. „Það var skrítið. Óbyggð heimsálfa sem pabbi sagði mér frá þegar ég var lítil en ég ætlaði aldrei að fara þangað. Fegurðin þarna er óviðjafnanleg. Það er allt mjög hvítt, fínt og hreint og það snjóar minna en maður heldur.“ Vinson Massif er þriðji tindurinn sem Halla gengur á á einu ári og fyrir ferðina á suðurskautið var hún búin að ná toppnum á Aconcagua í Suður-Ameríku og Kilimanjaro í Afríku. Hún flaug heim til Íslands eftir að hafa náð tindinum á Vinson Massif og eyddi restinni af jólafríinu hér. Í síðustu viku flaug hún síðan til London þar sem hún er búsett en er ekki byrjuð að skipuleggja næstu ferð. „Á Suðurskautslandinu kynntist ég mörgu frábæru og mögnuðu fólki sem var búið að gera ýmislegt. Þá auðvitað vaknaði áhugi en það er erfitt að ákveða hvað kemur næst. Ég tek bara einn tind í einu. Ég er ekki með neitt markmið, þetta er bara skemmtilegt áhugamál.“ Í London tekur svo hversdagsleikinn við. „Ég er með nokkur bókuð verkefni, til dæmis auglýsingu fyrir amerískan linsuframleiðanda og tvö snyrtivörufyrirtæki. Ég er að vinna að kvikmynd sem er ekki víst hvenær fer í tökur. Það er mjög spennandi verkefni sem ég má ekki segja meira frá að svo stöddu.“
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira