Mosi í munstur Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 13. janúar 2014 10:00 Margrét Oddný Leópoldsdóttir hannar símunstur. fréttablaðið/gva Ég tók þátt í sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsinu síðastliðið haust og eftir hana setti ég Golu á laggirnar. Nafnið Gola tengist textíl í mínum huga, líkt og þegar þvotturinn bærist í golunni. Henni fylgir líka notaleg tilfinning um milt sumar,“ útskýrir Margrét Oddný Leópoldsdóttir textílhönnuður, en hún hannar símunstur sem prentuð eru á löbera og á pappír. Margrét hafði lengi ætlað sér að vinna munstur og prenta á tau en hugnaðist ekki að leita út fyrir landsteinana eftir prentþjónustu. Þegar slík þjónusta bauðst á Íslandi í haust átti hún safn af munstrum sem hún dreif í prentun. „Ég hafði notað sumarið til að búa til munstur upp úr náttúrunni í heimahögunum, Grábrókarhrauni í Norðurárdal, og þegar Textílprentun Íslands var opnuð fór ég af stað. Ég gerði munstur út frá hreindýramosa í nokkrum útfærslum og línuteikningu upp úr venjulegum mosa sem ég stækkaði upp. Þá gerði ég líka munstur út frá smágerðum smjörvíði sem varð þó að stórgerðri línuteikningu,“ segir Margrét og viðurkennir að vera „alltaf með nefið ofan í jörðinni“.Smjörvíðir og hreindýramosi eru meðal munstra á efnum Margrétar. Efnin eru prentuð hjá Textílprentun Íslands.fréttablaðið/gva„Ég hef tekið ljósmyndir af náttúrunni í áratugi og mun líklega alltaf leita innblásturs í hana.“ Margrét leggur áherslu á munsturgerð og þó hún saumi sjálf löberana segist hún ekki ætla að einskorða sig við borðdúka. „Gola mun ekki endilega snúast um textílvörur heldur allt mögulegt en stefnan er að selja munstruð efnin í metratali. Þá getur fólk saumað úr því það sem það vill. Ég reyni að hanna alltaf mismunandi útgáfur svo fleiri finni eitthvað sem hentar. Núna er ég að þróa nýtt munstur upp úr mosanum sem verður frekar dökkt.“ Margrét lærði textílhönnun við LHÍ og kenndi um tíma munsturgerð við skólann. Henni er umhugað um að munsturgerð og textílprentun festi sig í sessi hér á landi og er með námskeið í munsturgerð í bígerð. „Ég veit ekki til þess að neinn annar sé að hanna munstur á efni og selja í metravís á landinu í dag en á námskeiðinu langar mig að kenna fólki að vinna eigin munstur sem það getur svo látið prenta,“ segir hún.Nánar má forvitnast um hönnun Margrétar á gola.is. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Ég tók þátt í sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsinu síðastliðið haust og eftir hana setti ég Golu á laggirnar. Nafnið Gola tengist textíl í mínum huga, líkt og þegar þvotturinn bærist í golunni. Henni fylgir líka notaleg tilfinning um milt sumar,“ útskýrir Margrét Oddný Leópoldsdóttir textílhönnuður, en hún hannar símunstur sem prentuð eru á löbera og á pappír. Margrét hafði lengi ætlað sér að vinna munstur og prenta á tau en hugnaðist ekki að leita út fyrir landsteinana eftir prentþjónustu. Þegar slík þjónusta bauðst á Íslandi í haust átti hún safn af munstrum sem hún dreif í prentun. „Ég hafði notað sumarið til að búa til munstur upp úr náttúrunni í heimahögunum, Grábrókarhrauni í Norðurárdal, og þegar Textílprentun Íslands var opnuð fór ég af stað. Ég gerði munstur út frá hreindýramosa í nokkrum útfærslum og línuteikningu upp úr venjulegum mosa sem ég stækkaði upp. Þá gerði ég líka munstur út frá smágerðum smjörvíði sem varð þó að stórgerðri línuteikningu,“ segir Margrét og viðurkennir að vera „alltaf með nefið ofan í jörðinni“.Smjörvíðir og hreindýramosi eru meðal munstra á efnum Margrétar. Efnin eru prentuð hjá Textílprentun Íslands.fréttablaðið/gva„Ég hef tekið ljósmyndir af náttúrunni í áratugi og mun líklega alltaf leita innblásturs í hana.“ Margrét leggur áherslu á munsturgerð og þó hún saumi sjálf löberana segist hún ekki ætla að einskorða sig við borðdúka. „Gola mun ekki endilega snúast um textílvörur heldur allt mögulegt en stefnan er að selja munstruð efnin í metratali. Þá getur fólk saumað úr því það sem það vill. Ég reyni að hanna alltaf mismunandi útgáfur svo fleiri finni eitthvað sem hentar. Núna er ég að þróa nýtt munstur upp úr mosanum sem verður frekar dökkt.“ Margrét lærði textílhönnun við LHÍ og kenndi um tíma munsturgerð við skólann. Henni er umhugað um að munsturgerð og textílprentun festi sig í sessi hér á landi og er með námskeið í munsturgerð í bígerð. „Ég veit ekki til þess að neinn annar sé að hanna munstur á efni og selja í metravís á landinu í dag en á námskeiðinu langar mig að kenna fólki að vinna eigin munstur sem það getur svo látið prenta,“ segir hún.Nánar má forvitnast um hönnun Margrétar á gola.is.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira