Fyrstu tónleikarnir á Íslandi Kjartan Guðmundsson skrifar 4. janúar 2014 11:00 Jökull Ernir Jónsson hefur búið í Los Angeles í um þrjú ár og segir Hollywood sífellt koma sér á óvart. Fréttablaðið/Stefán „Þetta var hálfgerð skyndiákvörðun. Ég var í viðtali hjá Matta í Popplandinu á Rás 2 og hann spurði mig hvort við ætluðum ekki að fara að halda tónleika á Íslandi. Ég gat eiginlega ekkert sagt þá, enda erum við allir fátækir tónlistarmenn og það er dýrt að fljúga frá Los Angeles til Reykjavíkur, en um leið og ég lagði á fór ég að hugsa þetta betur og fannst alls ekki galin hugmynd að gera þetta svona,“ segir Jökull Ernir Jónsson, forsprakki hljómsveitarinnar The Evening Guests, sem heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi á Gauknum í kvöld ásamt sveitunum Lily of the Valley og Blær. Jökull Ernir er búsettur í Los Angeles þar sem hann starfrækir The Evening Guests, sem leikur nokkurs konar sambland af indírokki og írskri þjóðlagatónlist, ásamt hópi bandarískra tónlistarmanna og bassaleikara frá Taívan. Sveitin sendi frá sér sína fyrstu EP-plötu, Not in Kansas Anymore, á síðasta ári og nýttu sér vefsíðuna Kickstarter.com til að fjármagna gerð hennar. Útgáfa The Evening Guests sem kemur fram á Gauknum í kvöld er þó frábrugðin þeirri sem alla jafna er. „Það hefði verið svo rosalega dýrt að fljúga öllum strákunum hingað frá Bandaríkjunum að ég ákvað að hóa saman í íslenska útgáfu af sveitinni og hringdi í nokkra vini mína sem eiga það sameiginlegt að vera frábærir tónlistarmenn,“ útskýrir Jökull Ernir og segist til að byrja með ekki hafa vitað við hverju hann ætti að búast á fyrstu æfingunni. „En þetta eru svo klárir strákar og svo fljótir að læra að þetta kom virkilega skemmtilega á óvart. Þeir fá frelsi til að setja sinn svip á tónlistina og ég er viss um að þetta verður alveg frábært.“ Jökull Ernir hefur verið búsettur í Los Angeles í um þrjú ár og hefur lokið þar gítarnámi og einnig námi sem nefnist Sjálfstæði listamaðurinn, eða The Independent Artist. „Það er mjög fjölbreytt nám sem inniheldur meðal annars upptökustjórn, grafíska hönnun og í raun flest sem þarf að kunna til að koma sjálfum sér á framfæri sem listamaður,“ segir Jökull, sem viðurkennir fúslega að það sé allt annað en ókeypis að vera starfandi listamaður í draumaborginni vestra. „Ég tek að mér ýmis verkefni til að ná endum saman, til dæmis vann ég hjá Universal-kvikmyndatökuverinu við að hræða fólk á síðustu hrekkjavöku. Þetta er dálítið skrýtinn heimur hérna úti. Ég bý í Hollywood og þessi staður hættir aldrei að koma mér á óvart.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
„Þetta var hálfgerð skyndiákvörðun. Ég var í viðtali hjá Matta í Popplandinu á Rás 2 og hann spurði mig hvort við ætluðum ekki að fara að halda tónleika á Íslandi. Ég gat eiginlega ekkert sagt þá, enda erum við allir fátækir tónlistarmenn og það er dýrt að fljúga frá Los Angeles til Reykjavíkur, en um leið og ég lagði á fór ég að hugsa þetta betur og fannst alls ekki galin hugmynd að gera þetta svona,“ segir Jökull Ernir Jónsson, forsprakki hljómsveitarinnar The Evening Guests, sem heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi á Gauknum í kvöld ásamt sveitunum Lily of the Valley og Blær. Jökull Ernir er búsettur í Los Angeles þar sem hann starfrækir The Evening Guests, sem leikur nokkurs konar sambland af indírokki og írskri þjóðlagatónlist, ásamt hópi bandarískra tónlistarmanna og bassaleikara frá Taívan. Sveitin sendi frá sér sína fyrstu EP-plötu, Not in Kansas Anymore, á síðasta ári og nýttu sér vefsíðuna Kickstarter.com til að fjármagna gerð hennar. Útgáfa The Evening Guests sem kemur fram á Gauknum í kvöld er þó frábrugðin þeirri sem alla jafna er. „Það hefði verið svo rosalega dýrt að fljúga öllum strákunum hingað frá Bandaríkjunum að ég ákvað að hóa saman í íslenska útgáfu af sveitinni og hringdi í nokkra vini mína sem eiga það sameiginlegt að vera frábærir tónlistarmenn,“ útskýrir Jökull Ernir og segist til að byrja með ekki hafa vitað við hverju hann ætti að búast á fyrstu æfingunni. „En þetta eru svo klárir strákar og svo fljótir að læra að þetta kom virkilega skemmtilega á óvart. Þeir fá frelsi til að setja sinn svip á tónlistina og ég er viss um að þetta verður alveg frábært.“ Jökull Ernir hefur verið búsettur í Los Angeles í um þrjú ár og hefur lokið þar gítarnámi og einnig námi sem nefnist Sjálfstæði listamaðurinn, eða The Independent Artist. „Það er mjög fjölbreytt nám sem inniheldur meðal annars upptökustjórn, grafíska hönnun og í raun flest sem þarf að kunna til að koma sjálfum sér á framfæri sem listamaður,“ segir Jökull, sem viðurkennir fúslega að það sé allt annað en ókeypis að vera starfandi listamaður í draumaborginni vestra. „Ég tek að mér ýmis verkefni til að ná endum saman, til dæmis vann ég hjá Universal-kvikmyndatökuverinu við að hræða fólk á síðustu hrekkjavöku. Þetta er dálítið skrýtinn heimur hérna úti. Ég bý í Hollywood og þessi staður hættir aldrei að koma mér á óvart.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira