Innlent

Hjóla ofan á raflínu í Ölfusi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Jarðstrengur á að liggja frá Selfossi að Þorlákshöfn.
Jarðstrengur á að liggja frá Selfossi að Þorlákshöfn. Fréttablaðið/Rósa

Skipulagsnefnd Ölfuss segir að nýta eigi legu jarðstrengs milli Selfoss og Þorlákshafnar undir hjólreiðastíg. Árborg hefur sömu áform.

Vegna kostnaðar hyggst Landsnet leggja jarðstrenginn í sandinn en ekki meðfram þjóðveginum eins og Ölfus óskar eftir og gerir ekki ráð fyrir hjólreiðastíg.

„Lega jarðstrengsins verði nýtt fyrir hjólreiðastíg, óháð því hvort farið er um sandinn eða meðfram þjóðveginum,“ segir skipulagsnefndin og bendir á að í framtíðinni kunni skipulagi svæðisins að verða breytt. Þurfi þá að flytja jarðstrenginn verði það gert á kostnað Landsnets.

„Svæðið sem leggja á jarðstrenginn eftir yfir sandinn er á viðkvæmu svæði þar sem mikil hætta er á sandfoki. Undanfarin ár hefur verið unnið að landgræðslu á svæðinu og sandurinn bundinn til varnar sandfoki. Við framkvæmdina skal þess gætt að rof í jarðveg verði ekki til þess að sandfok geti aukist,“ segir skipulagsnefndin sem vill að skoðað verði að breyta rafmagnslínu í lofti frá Skötubót að Hafinu Bláa í jarðstreng.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.