Samstíga listakonur í Óraunveruleikjum Ugla Egilsdóttir skrifar 14. janúar 2014 09:30 Urður Hákonardóttir. fréttablaðið/Valli Urður Hákonardóttir tónlistarkona býr til tónlist í danssýningunni Óraunveruleikjum. Sýningin er samstarf hennar og dansaranna Þyri Huldar Árnadóttur og Valgerðar Rúnarsdóttur, og verður frumsýnd á fimmtudaginn. „Þetta er eiginlega í fyrsta sinn sem ég bý til tónlist alveg ein opinberlega,“ segir Urður, en hún er í hljómsveitinni Gus Gus. „Ég kynntist Þyri Huld þegar Gus Gus gerði sýninguna Á vit með Reykjavík Dance Production. Þá bar ég ekki ein ábyrgð á tónlistinni, eins og núna. Í gegnum Þyri og hina dansarana kynntist ég Valgerði, en ég hafði kannast við hana í gegnum tíðina. Við vorum allar spenntar fyrir því að gera eitthvað saman.“ Í Óraunveruleikjum lögðu stelpurnar upp með að rannsaka hver væru mörk hins raunverulega heims og óraunveruleikans. „Þetta er auðvitað mjög vítt efni, og við komumst ekki að neinni niðurstöðu beinlínis. Allt í heiminum heyrir auðvitað undir raunveruleika og óraunveruleika. Það er ekki allur heimurinn undir í verkinu samt sem áður, þetta er enginn endapunktur í stúdíu á alheiminum, heldur okkar ferðalag í gegnum þessar pælingar. Á æfingaferlinu var ímyndaraflið okkur hugleikið, og einnig tálsýnir og sjónhverfingar. Þetta þróaðist út í einhvers konar leiki. Það er einkar viðeigandi, því í leikhúsi á maður á að leika sér. Við erum að leika okkur og hvetjum áhorfendur til að leika sér.“ Urður er ánægð með samstarfið við Þyri og Valgerði. „Þær eru æðislegir listamenn. Við höfum verið mjög samstíga í öllu sem við höfum gert. Ég fór ekki bara heim og bjó til lag. Öll tónlist hefur orðið til á æfingum þar sem dansinn varð til. Við höfum allar verið með puttana í öllu. Þó að ég hafi umsjón með tónlistinni þá eiga þær líka einhvern heiður að henni, og það er eins með annað í sýningunni.“Hópurinn frumsýnir Óraunveruleiki í Kassanum í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 16. janúar. Aðrar sýningar eru 17., 25., og 26. janúar. Aðeins þessar fjórar sýningar. Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira
Urður Hákonardóttir tónlistarkona býr til tónlist í danssýningunni Óraunveruleikjum. Sýningin er samstarf hennar og dansaranna Þyri Huldar Árnadóttur og Valgerðar Rúnarsdóttur, og verður frumsýnd á fimmtudaginn. „Þetta er eiginlega í fyrsta sinn sem ég bý til tónlist alveg ein opinberlega,“ segir Urður, en hún er í hljómsveitinni Gus Gus. „Ég kynntist Þyri Huld þegar Gus Gus gerði sýninguna Á vit með Reykjavík Dance Production. Þá bar ég ekki ein ábyrgð á tónlistinni, eins og núna. Í gegnum Þyri og hina dansarana kynntist ég Valgerði, en ég hafði kannast við hana í gegnum tíðina. Við vorum allar spenntar fyrir því að gera eitthvað saman.“ Í Óraunveruleikjum lögðu stelpurnar upp með að rannsaka hver væru mörk hins raunverulega heims og óraunveruleikans. „Þetta er auðvitað mjög vítt efni, og við komumst ekki að neinni niðurstöðu beinlínis. Allt í heiminum heyrir auðvitað undir raunveruleika og óraunveruleika. Það er ekki allur heimurinn undir í verkinu samt sem áður, þetta er enginn endapunktur í stúdíu á alheiminum, heldur okkar ferðalag í gegnum þessar pælingar. Á æfingaferlinu var ímyndaraflið okkur hugleikið, og einnig tálsýnir og sjónhverfingar. Þetta þróaðist út í einhvers konar leiki. Það er einkar viðeigandi, því í leikhúsi á maður á að leika sér. Við erum að leika okkur og hvetjum áhorfendur til að leika sér.“ Urður er ánægð með samstarfið við Þyri og Valgerði. „Þær eru æðislegir listamenn. Við höfum verið mjög samstíga í öllu sem við höfum gert. Ég fór ekki bara heim og bjó til lag. Öll tónlist hefur orðið til á æfingum þar sem dansinn varð til. Við höfum allar verið með puttana í öllu. Þó að ég hafi umsjón með tónlistinni þá eiga þær líka einhvern heiður að henni, og það er eins með annað í sýningunni.“Hópurinn frumsýnir Óraunveruleiki í Kassanum í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 16. janúar. Aðrar sýningar eru 17., 25., og 26. janúar. Aðeins þessar fjórar sýningar.
Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira