„Ráðherra ætti að biðjast afsökunar“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. janúar 2014 11:29 Jón Steindór Valdimarsson vill að Gunnar Bragi biðjist afsökunar á ummælum sínum. „Mér finnst að ráðherrann ætti að biðjast afsökunar, þetta er það stór yfirsjón,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Íslands, samtök Evrópusinna á Íslandi, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í fréttaskýringaþættinum Kastljósi í gær. „Evrópusambandið setur meiri fjármuni í kynningar á sér en Coca Cola,“ sagði Gunnar Bragi í gærkvöldi. Þessi ummæli vöktu athygli félagsmanna Já Íslands. „Þarna er hann væntanlega að vitna í frétt Daily Mail sem birtist í september á síðasta ári. Þessi fullyrðing er byggð á skýrslu samtaka sem heita Open Europe, frá árinu 2008. Samtökin berjast gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er vægast sagt langt seilst í því að flokka hluti undir áróður og auglýsingar,“ segir Jón Steindór.Í skýrslunni eru menntaáætlanir eins og Comenius, Leonardo, Erasmus og Jean Monnet flokkaðar sem auglýsingar eða áróður. Þessi verkefni stuðla að samstarfi á milli skóla á öllum skólastigum. Sem dæmi hafa íslenskir háskólar tekið þátt í Erasmus-áætluninni frá árinu 1992 og hafa um 2500 háskólastúdentar tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar. Comenius-áætlunin stuðlar að samstarfi grunn- og leikskóla á ýmsum sviðum. Nemandaskipti, kennaraskipti og undirbúningsheimsóknir eru meðal þess sem áætlunin gengur út á. „Það er mjög langt seilst að bera þessi atriði saman við auglýsingareikning Coca Cola. Er þá ekki allt sem stjórnvöld gera yfirhöfuð bara áróður? Er það þá ekki áróður að halda úti menntakerfi?“ Spyr Jón Steindór. Hann segir ummælin hafa vakið með sér vonbrigði. „Það er nú einu sinni þannig að þegar menn eiga í samskiptum við önnur ríki eða samtök eins og ESB eiga menn að athuga hvað þeir segja. Við eigum allt undir því að eiga góð samskipti á alþjóðavísu. Svona ummæli auka ekki virðingu, tiltrú og traust.“ Ekki náðist í Gunnar Braga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu Já Íslands kemur þetta fram:Alls eru um 1,3 milljarðar af þeim 2,4 milljörðum sem þeir telja til kynningarkostnaðar í raun framlög til hinna margvíslegu mennta- og æskulýðsstyrkir sem veittir eru aðilum innan ríkja ESB og ranar allra aðildarríkja EES. Einnig eru háar fjárhæðir tiltaldar sem tengjast rekstri stjórnmálakerfis ESB og flokkahópanna sem eiga samstarf á vettvangi sambandsins. Þá má nefna 28,5 milljón evra framlag til þess að fjárfesta í skrifstofum fyrir starfsemi kynningarstofu sambandsins. Sú fjárfesting er þarna talin til árlegs auglýsinga- og kynningarkostnaðar ESB. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
„Mér finnst að ráðherrann ætti að biðjast afsökunar, þetta er það stór yfirsjón,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Íslands, samtök Evrópusinna á Íslandi, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í fréttaskýringaþættinum Kastljósi í gær. „Evrópusambandið setur meiri fjármuni í kynningar á sér en Coca Cola,“ sagði Gunnar Bragi í gærkvöldi. Þessi ummæli vöktu athygli félagsmanna Já Íslands. „Þarna er hann væntanlega að vitna í frétt Daily Mail sem birtist í september á síðasta ári. Þessi fullyrðing er byggð á skýrslu samtaka sem heita Open Europe, frá árinu 2008. Samtökin berjast gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er vægast sagt langt seilst í því að flokka hluti undir áróður og auglýsingar,“ segir Jón Steindór.Í skýrslunni eru menntaáætlanir eins og Comenius, Leonardo, Erasmus og Jean Monnet flokkaðar sem auglýsingar eða áróður. Þessi verkefni stuðla að samstarfi á milli skóla á öllum skólastigum. Sem dæmi hafa íslenskir háskólar tekið þátt í Erasmus-áætluninni frá árinu 1992 og hafa um 2500 háskólastúdentar tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar. Comenius-áætlunin stuðlar að samstarfi grunn- og leikskóla á ýmsum sviðum. Nemandaskipti, kennaraskipti og undirbúningsheimsóknir eru meðal þess sem áætlunin gengur út á. „Það er mjög langt seilst að bera þessi atriði saman við auglýsingareikning Coca Cola. Er þá ekki allt sem stjórnvöld gera yfirhöfuð bara áróður? Er það þá ekki áróður að halda úti menntakerfi?“ Spyr Jón Steindór. Hann segir ummælin hafa vakið með sér vonbrigði. „Það er nú einu sinni þannig að þegar menn eiga í samskiptum við önnur ríki eða samtök eins og ESB eiga menn að athuga hvað þeir segja. Við eigum allt undir því að eiga góð samskipti á alþjóðavísu. Svona ummæli auka ekki virðingu, tiltrú og traust.“ Ekki náðist í Gunnar Braga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu Já Íslands kemur þetta fram:Alls eru um 1,3 milljarðar af þeim 2,4 milljörðum sem þeir telja til kynningarkostnaðar í raun framlög til hinna margvíslegu mennta- og æskulýðsstyrkir sem veittir eru aðilum innan ríkja ESB og ranar allra aðildarríkja EES. Einnig eru háar fjárhæðir tiltaldar sem tengjast rekstri stjórnmálakerfis ESB og flokkahópanna sem eiga samstarf á vettvangi sambandsins. Þá má nefna 28,5 milljón evra framlag til þess að fjárfesta í skrifstofum fyrir starfsemi kynningarstofu sambandsins. Sú fjárfesting er þarna talin til árlegs auglýsinga- og kynningarkostnaðar ESB.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira