Innlent

Ökumaður flutningabíls á gjörgæslu

MYND/GVA
Slökkviliðsmönnum tókst með snarræði að koma í veg fyrir mengunarslys eftir að  flutningabíll fauk út af veginum á móts við Vallá á Kjalarnesi snemma í gærkvöldi og hafnaði á hliðinni.

Við það rifnaði gat á geyminn og tók hráolía að leka út, en slökkviliðsmönnum tókst að stöðva lekann og var vettvangurinn hreinsaður.

Ökumaðurinn, sem slasaðist alvarlega, komst út úr bílnum og fékk skjól í öðrum flutningabíl þar til sjúkrabíll stótti hann og flutti á slysadeild Landsspítalans, en þaðan var hann fluttur á gjörgæsludeild.

Uppfært: Í fyrstu var greint frá því að um olíuflutningabíl hafi verið að ræða, en það reyndist ekki rétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×