Innlent

Ekki hægt að meta áhrifin af niðurfellingum ríkisstjórnarinnar

Brjánn Jónasson skrifar
Sigmundur Davíð segir upplýsingar ekki tiltækar um skiptingu niðurfellingarinnar á mismunandi hópa.
Sigmundur Davíð segir upplýsingar ekki tiltækar um skiptingu niðurfellingarinnar á mismunandi hópa. Vísir/Vilhelm
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir ekki hægt að meta hver áhrifin af lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána verði á mismunandi hópa í samfélaginu.

Þetta kemur fram í svari við fyrirspurnÁrna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, á Alþingi. Árni Páll óskaði eftir skriflegum skýringum á áhrifunum á fólk eftir því hversu hátt hlutfall það skuldar í húsnæði sínu, hversu margir af þeim sem eru með yfir 100 prósent skuldahlutfall komist undir þau mörk vegna leiðréttingarinnar, og fleira.

Í svari Sigmundar segir að engin gögn séu til sem geti sagt til um áhrifin á mismunandi hópa. Notast hafi verið við framtalsupplýsingar frá ríkisskattsjóra við mat á umfangi aðgerðanna, en á næstunni muni stjórnvöld safna frekari upplýsingum um dreifingu leiðréttingarinnar.

Sigmundur Davíð ítrekar að aðgerðirnar séu ekki félagsleg úrræði heldur sé þeim ætlað að taka á vanda heimila sem sé til kominn vegna ófyrirsjáanlegrar hækkunar höfuðstóls verðtryggðra lána vegna gengislækkun íslensku krónunnar. Þær eigi að nýtast öllum, óháð tekjum, skuldum og fjárhagsstöðu að öðru leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×